Sanders hjólar í Trump: „Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2017 16:11 Donald Trump og Bernie Sanders. Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar. Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders, sem keppti við Hillary Clinton um útnefningu Demókrata vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum í fyrra, er í ítarlegu viðtali við breska blaðið Guardian í dag. Þar hjólar hann í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, og segir hann sjúklegan lygara sem sé að ýta Bandaríkjunum í áttina að því að verða einræðisríki. „Trump lýgur stanslaust og ég held að það sé engin tilviljun heldur er ástæða fyrir því. Hann lýgur til þess að grafa undan undirstöðum lýðræðis í Bandaríkjunum,“ segir Sanders í viðtalinu við Guardian. Hann varar við því að ítrekaðar árásir Trump á fjölmiðla, dómstóla og aðrar lykilstofnanir í bandarísku samfélagi séu einmitt til þess fallnar að grafa undan lýðræðinu. Trump hefur nú verið við völd í 50 daga og á þeim stutta tíma hefur hann byrjað að vinda ofan af úrbótum Barack Obama á bandaríska heilbrigðiskerfinu, hann hefur bannað fólki frá ákveðnum löndum að heimsækja Bandaríkin og þá hefur hann hafið endurskoðun á stefnu Bandaríkjanna varðandi ýmsa viðskiptasamninga og í umhverfismálum. Sanders segir að lygar Trump séu úthugsaðar þar sem hann ljúgi um fjölmiðla, dómara og jafnvel dragi sjálft kosningaferlið í efa. Markmiðið sé að koma þeim skilaboðum til Bandaríkjamanna „að það sé aðeins ein manneskja í Bandaríkjunum sem standi með bandarísku þjóðinni, sem segir satt, og að eina manneskjan sem geti gert eitthvað rétt sé forseti Bandaríkjanna, Donald Trump.“ Til að undirstrika mál sitt ber Sanders Trump saman við George Bush, seinasta Repúblikanann til að gegna embætti forseta á undan Trump. „George Bush var mjög íhaldssamur forseti og ég var á móti honum í hvert einasta skipti en hann hafði í heiðri bandarísk, pólitísk gildi,“ segir Sanders sem kallar eftir mikilli andstöðu við Trump sem hann segir að sé nú reyndar þegar byrjuð. Aðeins þannig verði hægt að koma í veg fyrir að forsetinn hrifsi til sín meiri völd en hann hefur nú þegar.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36 Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30 Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira
Trump undirritar nýtt ferðabann Nær til ríkisborgara sex þjóða – ekki sjö líkt og áður 6. mars 2017 18:36
Talsmaður Pútín segir móðursýki bandarískra fjölmiðla eyðileggja samskipti ríkjanna Dimitry Peskov, talsmaður Pútín, Rússlandsforseta, segir að ekkert sé til í þeim staðhæfingum bandarískra stjórnvalda, að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. 6. mars 2017 23:30
Trump hefur ekki rætt við FBI um hlerunarásakanir sínar Stjórnandi FBI, Jame Comey, er sagður hafa hafnað þessari ásökun Trump. 7. mars 2017 23:15