Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin. Þar eru menn ekkert að grínast; Menn kasta ekki fé sínu frá sér að gamni sínu. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar.
Horfir illa fyrir Rúnari eff
Þegar lagt er af stað eru sérfræðingar sem leggja upp með tiltekinn stuðul sem svo tekur breytingum eftir því hvernig fólk vill haga veðmáli sínu. Paper með Svölu er með stuðulinn 1,9. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.900 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis.

Öll vötn falla til Dýrafjarðar
Vísir efndi til skoðanakönnunar í gær og þar er Svala með 51 prósent atkvæða. Sá sem næstur kemur er með Daði Freyr með 21 prósent atkvæða, ekki er það alveg í samræmi við stuðlana á Betsson en samkvæmt þessu virðist fátt ætla að standa í vegi fyrir öruggum sigri Svölu.

Bó ekki byrjaður að fagna enn
Helsti stuðningsmaður Svölu er vitaskuld faðir hennar, sem ekki væri í frásögur færandi nema vegna þess að þar fer ein helsta stjarna dægurlagasögu Íslands – nefnilega Björgvin Halldórsson eða Bó. Hann segir það ekki kunna góðri lukku að fagna að halda sigurhátíð fyrirfram.

Við Páll Óskar vorum beðnir um að fara
Hann talar frá Siglufirði þar sem hann tróð upp ásamt hljómsveit í gær. Bó segist finna mikinn meðbyr með Svölu þar. Hann er á ferð um Norðurland með athyglisverða tónleikaseríu, Bestu lög Björgvins sem samanstendur af spjalli og tónlist. Björgvin hefur hljóðritað upp 800 lög þannig af nógu er að taka en fólk getur sett fram óskalagalista á Facebook og á því byggir Bó lagalistann. En, hann mun sem sagt verða í Eurovision-samkvæmi á Akureyri þetta árið.
Bó fór út og tók þátt í keppninni árið 1995. „Ég og Páll Óskar erum einu mennirnir sem hafa ekki þurft að taka þátt í svona úrslitum. Við vorum beðnir um að fara. Ég lenti í 15. sæti. Þar var lifandi flutningur og skylda að syngja á móðurmálinu. Mátti ekkert bregða fyrir sig engilsaxneskunni. Bara sungið á íslenskunni.“
...
Uppfært 11:50
Eins og segir í fréttinni eru stuðlarnir breytilegir. Þannig var stuðull Svölu 1,9 í morgun en eru nú, þegar þetta er skrifað, kominn niður í 1,75. Þetta þýðir einfaldlega það að margir hafa veðjað á Svölu í morgun, fleiri en veðjað hafa á aðra keppendur, sem þá gerir það að verkum að stuðull hennar lækkar.