Erlent

Herða sóknina í vesturhluta Mosúl

Atli Ísleifsson skrifar
Átök hafa staðið í gamla borgarhlutanum í Mosúl í margar vikur.
Átök hafa staðið í gamla borgarhlutanum í Mosúl í margar vikur. Vísir/AFP
Írakskar öryggissveitir hafa hert sókn sína gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna ISIS í suðvesturhluta elsta hluta Mosúl-borgar. Talsmenn öryggissveitanna greindu frá þessu í morgun.

Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við að um 400 þúsund óbreyttir borgarar séu nú fastir í borginni á sama tíma og öryggissveitirnar vinna að því að hrekja ISIS-liðana út úr vesturhluta Mosúl.

Átök hafa staðið í gamla borgarhlutanum í margar vikur.

Sóknin gegn ISIS í Mosúl hófst í október og hefur þegar tekist að hrekja ISIS-liða úr austurhluta borgarinnar. Vesturhluti borgarinnar er umtalsvert minni en austurhlutinn, en mun þéttbýlari.

ISIS-liðar hafa ráðið yfir stórborginni Mosúl og stærri landsvæðum í norður- og vesturhluta Íraks frá árinu 2014.

Á síðustu mánuðum hefur hins vegar verið hart sótt að ISIS-liðum sem hafa misst stór landsvæði.


Tengdar fréttir

Hefja sóknina að Raqqa í næsta mánuði

Íslamska ríkið hefur þurft að gefa undan víða á undanförnum mánuðum, en þrjú mismunandi bandalög berjast gegn þeim í Sýrlandi og í Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×