Gunnar Einarsson er leikreyndasti leikmaður Keflavíkur í úrslitakeppni karla og einn sigursælasti leikmaður félagsins frá upphafi.
Skórnir hafa að mestu verið upp á hillu hjá kappanum undanfarin sex ár, fyrir utan 2014-15 tímabilið og einn leik fyrr í vetur en nú segir karfan.is að Gunnar ætli að mæta til leiks í fjórða leik Keflavíkur og Tindastóls í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla.
Gunnar hefur leikið 148 leiki fyrir Keflavík í úrslitakeppni og fagnað sigri í 92 þeirra. Hann varð sex sinnum Íslandsmeistari með Keflvíkingum eða árin 1997, 1999, 2003, 2004, 2005 og 2008.
Það eru jafnframt liðin 24 ár síðan að Keflavík vann Íslandsmeistaratitilinn án aðstoðar Gunnars en það gerðist síðast vorið 1993.
Gunnar var í hóp hjá Keflavík á móti Snæfelli í Stykkishólmi fyrr á þessu tímabili og var einnig aðstoðarþjálfari Hjartar Harðarsonar áður en Friðrik Ingi Rúnarsson tók við liðinu.
Spili Gunnar í kvöld þá verður þetta nítjánda úrslitakeppnin sem hann tekur þátt í en sú fyrsta hjá honum var vorið 1995 þegar hann var 18 ára gamall. Gunnar mun halda upp á fertugsafmælið sitt í næsta mánuði.
Leynivopn hjá Keflvíkingum í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool
Enski boltinn



„Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“
Íslenski boltinn

Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“
Íslenski boltinn


Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
