Hver eru fórnarlömbin í London? Samúel Karl Ólason skrifar 23. mars 2017 14:56 Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær. Vísir/EPA Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær. Fjörutíu eru særðir og flestir þeirra eftir að árásarmaðurinn ók bílaleigubíl á gangstéttinni á Westminsterbrúnni á miklum hraða. Búið er að gefa út nöfn þeirra sem dóu, nema árásarmannsins sjálfs, en fórnarlömb árásarinnar komu eru frá tólf löndum.Aysha Frade var 43 ára gömul og bjó í London. Hún starfaði sem kennari. Hún lét lífið eftir að verða fyrir bílnum á Westminsterbrúnni. Hún lætur eftir sig tvær stúlkur og eiginmann. Bandaríkjamaðurinn Kurt Cohran lét einnig lífið eftir að hafa orðið fyrir bíl árásarmannsins, en eiginkona hans varð einnig fyrir bílnum og er í alvarlegu ástandi. Þau voru í London til að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Lögregluþjónninn Keith Palmer var stunginn til bana við þinghúsið, en hann var 48 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og börn. Honum hefur verið lýst sem hetju, meðal annars af Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Hann var óvopnaður þegar hann reyndi að stöðva árásarmanninn. Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. Þrjú börn frá Frakklandi slösuðust á brúnni, en þau voru í skólaferðalagi í London. Þar að auki voru fjórir breskir háskólanemar á brúnni sem slösuðust einnig. Þá slösuðust þrír lögregluþjónar sem voru á gangi á brúnni og margir til viðbótar. Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir „Við erum ekki hrædd“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær. 23. mars 2017 10:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í London Fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, Amaq, segir árásarmanninn hafa verið "hermann“ ISIS. 23. mars 2017 13:00 Allt sem við vitum um árásina í London: Fjórir látnir og sjö handteknir Fjórir létust, þar með talið árásarmaðurinn sjálfur, og 29 manns slösuðust í hryðjuverkaárás sem gerð var nærri þinghúsinu í London eftir hádegi í gær. 23. mars 2017 08:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Þrír eru látnir, auk árásarmannsins, eftir hryðjuverkaárás Í London í gær. Fjörutíu eru særðir og flestir þeirra eftir að árásarmaðurinn ók bílaleigubíl á gangstéttinni á Westminsterbrúnni á miklum hraða. Búið er að gefa út nöfn þeirra sem dóu, nema árásarmannsins sjálfs, en fórnarlömb árásarinnar komu eru frá tólf löndum.Aysha Frade var 43 ára gömul og bjó í London. Hún starfaði sem kennari. Hún lét lífið eftir að verða fyrir bílnum á Westminsterbrúnni. Hún lætur eftir sig tvær stúlkur og eiginmann. Bandaríkjamaðurinn Kurt Cohran lét einnig lífið eftir að hafa orðið fyrir bíl árásarmannsins, en eiginkona hans varð einnig fyrir bílnum og er í alvarlegu ástandi. Þau voru í London til að halda upp á 25 ára brúðkaupsafmæli þeirra. Lögregluþjónninn Keith Palmer var stunginn til bana við þinghúsið, en hann var 48 ára gamall. Hann lætur eftir sig konu og börn. Honum hefur verið lýst sem hetju, meðal annars af Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. Hann var óvopnaður þegar hann reyndi að stöðva árásarmanninn. Þeir sem dóu og særðust komu frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Ítalíu, Kína, Póllandi, Rúmeníu, Spáni, Suður-Kóreu og Þýskalandi. Þrjú börn frá Frakklandi slösuðust á brúnni, en þau voru í skólaferðalagi í London. Þar að auki voru fjórir breskir háskólanemar á brúnni sem slösuðust einnig. Þá slösuðust þrír lögregluþjónar sem voru á gangi á brúnni og margir til viðbótar.
Hryðjuverk í Evrópu Hryðjuverk í London Tengdar fréttir „Við erum ekki hrædd“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær. 23. mars 2017 10:53 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í London Fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, Amaq, segir árásarmanninn hafa verið "hermann“ ISIS. 23. mars 2017 13:00 Allt sem við vitum um árásina í London: Fjórir látnir og sjö handteknir Fjórir létust, þar með talið árásarmaðurinn sjálfur, og 29 manns slösuðust í hryðjuverkaárás sem gerð var nærri þinghúsinu í London eftir hádegi í gær. 23. mars 2017 08:12 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
„Við erum ekki hrædd“ Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, ávarpaði þingmenn við enduropnun þingsins eftir hryðjuverkaárás í gær. 23. mars 2017 10:53
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í London Fréttaveita hryðjuverkasamtakanna, Amaq, segir árásarmanninn hafa verið "hermann“ ISIS. 23. mars 2017 13:00
Allt sem við vitum um árásina í London: Fjórir látnir og sjö handteknir Fjórir létust, þar með talið árásarmaðurinn sjálfur, og 29 manns slösuðust í hryðjuverkaárás sem gerð var nærri þinghúsinu í London eftir hádegi í gær. 23. mars 2017 08:12