Körfubolti

Westbrook náði fyrstu fullkomnu þrennunni í sögu NBA | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Russell Westbrook, leikmaður Oklahoma City Thunder, hlóð í 35. þrennu sína á NBA-tímabilinu í nótt þegar hann skoraði 18 stig, tók fjórtán fráköst og gaf ellefu stoðsendingar í 122-97 sigri á Philadelphia 76ers.

Þessi þrenna er heldur betur söguleg því Westbrook gerði gott betur en að hlaða bara í þrennu. Hann brenndi ekki af skoti í leiknum og er fyrsti maðurinn í sögu NBA sem nær þrennu og hittir úr öllum skotunum sínum.

Westbrook hitti úr öllum sex skotum sínum úr opnum leik og öllum sex skotum sínum af vítalínunni. Hreint sturluð frammistaða.

LeBron James og félagar í Cleveland Cavaliers töpuðu í nótt á móti Denver Nuggets á útivelli, 126-113. Kyrie Irving skoraði 33 stig fyrir Cleveland en LeBron James var með 18 stig.

Úrslit næturinnar:

Orlando Magic - Charlotte Hornets 102-109

Boston Celtics - Indiana Pacers 109-100

Chicago Bulls - Detroit Pistons 117-95

OKC Thunder - Philadelphia 76ers 122-97

Washington Wizards - Atlanta Hawks 104-100

Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 126-113

Sacramento Kings - Milwaukee Bucks 98-116

Utah Jazz - NY Knicks 108-101

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×