Skýrsla Kidda Gun: Hlynur sagði nei! Kristinn G. Friðriksson skrifar 23. mars 2017 09:00 Justin Shouse kom inn í seríuna eftir höfuðmeiðsli. vísir/anton brink Það biðu margir eftir því hvernig ÍR-ingar kæmu til leiks í þriðja leik liðsins við Stjörnuna í Ásgarði. Stjarnan hafði yfirspilað ÍR í fyrstu tveimur leikjunum þar sem nokkuð á skorti að lykilmenn ÍR væru að gera gott mót þegar á reyndi. Það fór hinsvegar ekki framhjá neinum sem fylgdist með upphitun ÍR fyrir leik að allir leikmenn voru bæði einbeittir og ákveðnir að sigra leikinn og færa seríuna aftur uppí Breiðholtið. Þetta hafðist ekki en það hefði auðveldlega getað gerst og þá einmitt vegna þess að liðið kom tilbúið og þá sérstaklega tilbúið að spila hörkuvörn og berjast eins og ljón. Stjarnan vann á lokaspretti leiksins 75-72, eftir að hafa verið með undirtökin í síðari hálfleik, en ekki fyrr en ÍR fékk frábært tækifæri til þess að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins!vísir/antonAllt í lás Fyrsti hluti var ein mesta varnarbarátta sem ég hef séð í vetur; bæði liðin voru frábær í sínum varnaraðgerðum og þó sóknarleikur beggja liði hafi liðið fyrir þetta fagurfræðilega þá skorti aldrei neitt nema einhvern sjóðheitan mann sem gat rifið sig úr viðjum góðs varnarleiks. Hvorugt liðið hafði þennan leikmann og þess vegna varð þessi barátta svo áhugaverð. Annar hluti var nákvæmlega eins og sá fyrst, fyrir utan tvö skot sem komu undir lok hálfleiksins – þristur frá Tómasi Heiðar Tómassyni og langur tvistur frá Justin Shouse! Þetta skildið liðin að í hálfleik, staðan eftir geggjaða varnarbaráttu, 33-28!Breyttur varnarleikur ÍR Þetta virtist hafa verið nóg til þess að Stjörnumenn náðu undirtökunum í seinni hálfleik. Varnarleikur gestanna breyttist lítillega þegar Sveinbjörn Claessen þurfti að gæta Hlyns Bæringssonar í stað Quincy Cole, sem hafði verið að gæta hans. Hlynur tók hinsvegar ekki á rás sjálfur heldur liðkaðist bara um sóknarleik heimamanna við þetta, sem fengu meira pláss og flæði komst loks á þeirra sóknarleik. Hlynur, sem hafði skorað átta stig í fyrri hálfleik og verið mest afgerandi sóknarmaður liðsins þá ásamt Tómasi Heiðar, sótti meira á körfuna og við þetta losnaði um aðra, sem og skilaði punktum fyrir hann sjálfan. Hann skoraði níu stig í hlutanum og má segja að þarna hafi grunnurinn að sigri Stjörnunnar verið lagður. Quincy Cole var með tvær villur eftir fyrri hálfleikinn og því skynsamlegt að reyna að fela hann betur og láta aðra sjá um Hlyn. Þetta virkaði hinsvegar ekki nægilega vel, því miður fyrir ÍR. Gestirnir voru hinsvegar aldri langt undan og frábær sóknarfjórðungur frá Matthíasi hélt ÍR í leiknum, en hann skoraði 10 stig af 21 stigi ÍR í hlutanum! Munurinn fyrir lokafjórðung því aðeins fjögur stig.vísir/anton brinkHlynur Bærings Lokafjórðunginn byrjuðu heimamenn ögn betur og þetta skipti gríðarlegu máli fyrir framhald leiksins. ÍR fékk þó mörg tækifæri til þess að ná betri tökum á sínum leik en á þessum tímapunkti virtist sóknarskipulag hafa smá fjarað út og leikmenn náðu ekki að núllstilla sig, eðlilega þegar tillit er tekið til mikilvægi leiksins og spennustigs hans. ÍR náði samt að jafna leikinn við upphaf hlutans en eftir þrjár mínútur hitti Eysteinn Bjarni Ævarsson þrist sem sleit ÍR aðeins aftur frá gestunum. Hlynur Bæringsson setur svo þrist í kjölfarið og í næstu sókn varði hann skot! Stjarnan náði tíu stiga forskoti þarna og eftir þetta, þegar um fimm mínútur voru eftir, virtustu heimamenn vera komnir á mjög góðan stað. ÍR náði í raun aldrei að ógna heimamönnum fyrr en þegar Matthías smellti þrist þegar 30 sekúndur voru eftir og minnka þannig muninn í þrjú stig. Stjörnumenn létu skotklukkuna líða og tóku erfitt skot áður en hún leið en ÍR spilaði frábæra vörn í þessari síðustu sókn. Matthías brunaði upp og fann galopinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson sem klikkaði úr galopnum þrist til að jafna leikinn. Sigurinn var klárlega sanngjarn en alveg ljóst að hann hefði getað dottið í fang ÍR með smá heppni. ÍR gaf sér frábært tækifæri til að halda áfram í keppninni en aðeins eitt skot – mögulega – skildi á milli! ÍR á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu í þessum leik.vísir/anton brinkVel skipulagt lið Stjarnan þurfti að hafa virkilega fyrir þessari seríu. Erfiðir leikir gegn ÍR juku hinsvegar mikið á byggingu liðsins fyrir komandi átök í úrslitakeppninni, sem hafði verið í töluverðum vandræðum síðustu vikur fyrir hana. Það sem stendur uppúr í seríunni er endurkoma Justin Shouse og hans framlag í fyrstu tveimur leikjunum sérstaklega og svo frammistaða Hlyns í umræddum leik gærkveldsins! Hann sagði og sýndi öllum að hann ætlaði ekki að fara aftur í Breiðholtið – hann setur skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lokar á Cole í næstu sókn og ber sitt lið áfram eins og höfðinginn sem hann er. Bæði lið þurftu virkilega á sóknarhetju að halda í fyrri hálfleik; Hlynur svaraði þessu kalli einn í leiknum og einfaldlega réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum. Vélin, ekki tölvan, sem Hlynur er, sagði NEI! ÍR gat ekki svarað þessu nægilega vel og því fór sem fór. Liðsheild Stjörnunnar vann vinnuna sína; varnarleikurinn var samstíga, grimmur og gerði gríðarlega vel í að stoppa helstu sóknarvopn ÍR. Þetta var skotgrafarhernaður af bestu gerð og stórt hrós til Hrafns Kristjánssonar fyrir að leggja leikinn vel upp. Þetta þurfti ekki að vera fallegt, þetta þurfti bara að virka.vísir/anton brinkÍR-ingar geta verið stoltir! ÍR-ingar mættu með allt klárt í þennan leik; varnarleikur liðsins var frábær í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins náði aldrei því flæði sem sást fyrir úrslitakeppnina en það skipti engu máli í þessum leik þar sem vörnin var föst og góð. Nokkur slæm skot á lokamínútum leiksins kostuðu eitthvað en liðið gaf sér frábæran möguleika að koma leiknum í framlengingu. Lykilmenn liðsins reyndu að stíga fram fyrir skjöldu; það gekk stundum upp, stundum ekki en þeir fá allir hrós fyrir taka skrefið þegar á reyndi. Liðsheildin var mjög góð og ekkert útá spilamennskuna að setja – liðið átti í höggi við snarbilaða vörn Stjörnunnar allan leikinn og það eitt og sér er meira en sum lið geta höndlað. Leikmenn og þjálfarar ÍR geta gengið stoltir af velli því liðsmenn lögðu allt undir og skildu allt eftir á gólfinu; meira er ekki hægt að biðja um. Að enda á sínum forsendum, sem síðasta skotið var, er líka mjög mikilvægt í þessu samhengi. Liðið var kannski aðeins of hátt uppi eftir deildarkeppni en ljóst að mikinn lærdóm er hægt að draga af þessari seríu fyrir leikmenn ÍR.vísir/anton brinkLeikmenn og lið Hlynur var bitinn sem ÍR kafnaði á og í staðinn fyrir að svekkja sig er hægt að líta sem svo á að ekkert Heimlich-tak hefur dugað á kverkatakið sem hann er. Hlynur var munur liðanna í þessum leik; vörnin var frábær og stigin sem hann skoraði voru þau mikilvægustu í leiknum, einfalt! Anthony Odunsi, sem ég vissi ekki að hafi verið með í leiknum fyrr en í lokafjórðungi, steig fram þá og gerði ágæta hluti sóknarlega til þess að halda pressunni á ÍR – skoraði átta í lokafjórðung. Eysteinn og Marvin Valdimarsson áttu góðan leik, Shouse og Tómas Heiðar sömuleiðis en heildin var fantagóð og átti sigurinn skilið. Lykilmenn ÍR, Sveinbjörn, Matthías og Cole áttu fínan leik og drógu sitt lið áfram. Hákon Örn Hjálmarsson átti flotta innkomu af bekknum í fyrri hálfleik sóknarlega og spilaði fína vörn allan leikinn. Liðsheildin þurfti að vera ögn skipulagðri en fær hrós fyrir ódrepandi baráttu og góða vörn. Matthías Orri var bestur þeirra í leiknum og sýndi að hann þorir að axla ábyrgð. Sóknarleikur liðsins náði hinsvegar aldrei að hrista sterka vörn heimamanna af sér og því komust lykilmenn liðsins aldrei í eðlilegan takt. Quincy Cole átti líka fínan leik en komst ekki nægilega áleiðis í sókn sökum þess að Hlynur lá á honum eins og mara og ásótti allar hans tilraunir – Sá fyrrnefndi á líklega eftir að dreyma Hlyns-traðir í nótt, slík voru átökin milli þessar frábæru leikmanna. ÍR kom akkúrat í þeim gír sem liðið átti að mæta í fyrir leikinn og aðeins ögn sterkari mótherji orsakaði að liðið er komið í sumarfrí – frábært mót og vonandi dregur liðið mikinn lærdóm af þessum einvígi fyrir næsta tímabil. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Það biðu margir eftir því hvernig ÍR-ingar kæmu til leiks í þriðja leik liðsins við Stjörnuna í Ásgarði. Stjarnan hafði yfirspilað ÍR í fyrstu tveimur leikjunum þar sem nokkuð á skorti að lykilmenn ÍR væru að gera gott mót þegar á reyndi. Það fór hinsvegar ekki framhjá neinum sem fylgdist með upphitun ÍR fyrir leik að allir leikmenn voru bæði einbeittir og ákveðnir að sigra leikinn og færa seríuna aftur uppí Breiðholtið. Þetta hafðist ekki en það hefði auðveldlega getað gerst og þá einmitt vegna þess að liðið kom tilbúið og þá sérstaklega tilbúið að spila hörkuvörn og berjast eins og ljón. Stjarnan vann á lokaspretti leiksins 75-72, eftir að hafa verið með undirtökin í síðari hálfleik, en ekki fyrr en ÍR fékk frábært tækifæri til þess að jafna leikinn á lokasekúndu leiksins!vísir/antonAllt í lás Fyrsti hluti var ein mesta varnarbarátta sem ég hef séð í vetur; bæði liðin voru frábær í sínum varnaraðgerðum og þó sóknarleikur beggja liði hafi liðið fyrir þetta fagurfræðilega þá skorti aldrei neitt nema einhvern sjóðheitan mann sem gat rifið sig úr viðjum góðs varnarleiks. Hvorugt liðið hafði þennan leikmann og þess vegna varð þessi barátta svo áhugaverð. Annar hluti var nákvæmlega eins og sá fyrst, fyrir utan tvö skot sem komu undir lok hálfleiksins – þristur frá Tómasi Heiðar Tómassyni og langur tvistur frá Justin Shouse! Þetta skildið liðin að í hálfleik, staðan eftir geggjaða varnarbaráttu, 33-28!Breyttur varnarleikur ÍR Þetta virtist hafa verið nóg til þess að Stjörnumenn náðu undirtökunum í seinni hálfleik. Varnarleikur gestanna breyttist lítillega þegar Sveinbjörn Claessen þurfti að gæta Hlyns Bæringssonar í stað Quincy Cole, sem hafði verið að gæta hans. Hlynur tók hinsvegar ekki á rás sjálfur heldur liðkaðist bara um sóknarleik heimamanna við þetta, sem fengu meira pláss og flæði komst loks á þeirra sóknarleik. Hlynur, sem hafði skorað átta stig í fyrri hálfleik og verið mest afgerandi sóknarmaður liðsins þá ásamt Tómasi Heiðar, sótti meira á körfuna og við þetta losnaði um aðra, sem og skilaði punktum fyrir hann sjálfan. Hann skoraði níu stig í hlutanum og má segja að þarna hafi grunnurinn að sigri Stjörnunnar verið lagður. Quincy Cole var með tvær villur eftir fyrri hálfleikinn og því skynsamlegt að reyna að fela hann betur og láta aðra sjá um Hlyn. Þetta virkaði hinsvegar ekki nægilega vel, því miður fyrir ÍR. Gestirnir voru hinsvegar aldri langt undan og frábær sóknarfjórðungur frá Matthíasi hélt ÍR í leiknum, en hann skoraði 10 stig af 21 stigi ÍR í hlutanum! Munurinn fyrir lokafjórðung því aðeins fjögur stig.vísir/anton brinkHlynur Bærings Lokafjórðunginn byrjuðu heimamenn ögn betur og þetta skipti gríðarlegu máli fyrir framhald leiksins. ÍR fékk þó mörg tækifæri til þess að ná betri tökum á sínum leik en á þessum tímapunkti virtist sóknarskipulag hafa smá fjarað út og leikmenn náðu ekki að núllstilla sig, eðlilega þegar tillit er tekið til mikilvægi leiksins og spennustigs hans. ÍR náði samt að jafna leikinn við upphaf hlutans en eftir þrjár mínútur hitti Eysteinn Bjarni Ævarsson þrist sem sleit ÍR aðeins aftur frá gestunum. Hlynur Bæringsson setur svo þrist í kjölfarið og í næstu sókn varði hann skot! Stjarnan náði tíu stiga forskoti þarna og eftir þetta, þegar um fimm mínútur voru eftir, virtustu heimamenn vera komnir á mjög góðan stað. ÍR náði í raun aldrei að ógna heimamönnum fyrr en þegar Matthías smellti þrist þegar 30 sekúndur voru eftir og minnka þannig muninn í þrjú stig. Stjörnumenn létu skotklukkuna líða og tóku erfitt skot áður en hún leið en ÍR spilaði frábæra vörn í þessari síðustu sókn. Matthías brunaði upp og fann galopinn Sigurkarl Róbert Jóhannesson sem klikkaði úr galopnum þrist til að jafna leikinn. Sigurinn var klárlega sanngjarn en alveg ljóst að hann hefði getað dottið í fang ÍR með smá heppni. ÍR gaf sér frábært tækifæri til að halda áfram í keppninni en aðeins eitt skot – mögulega – skildi á milli! ÍR á hrós skilið fyrir frábæra frammistöðu í þessum leik.vísir/anton brinkVel skipulagt lið Stjarnan þurfti að hafa virkilega fyrir þessari seríu. Erfiðir leikir gegn ÍR juku hinsvegar mikið á byggingu liðsins fyrir komandi átök í úrslitakeppninni, sem hafði verið í töluverðum vandræðum síðustu vikur fyrir hana. Það sem stendur uppúr í seríunni er endurkoma Justin Shouse og hans framlag í fyrstu tveimur leikjunum sérstaklega og svo frammistaða Hlyns í umræddum leik gærkveldsins! Hann sagði og sýndi öllum að hann ætlaði ekki að fara aftur í Breiðholtið – hann setur skot langt fyrir utan þriggja stiga línuna og lokar á Cole í næstu sókn og ber sitt lið áfram eins og höfðinginn sem hann er. Bæði lið þurftu virkilega á sóknarhetju að halda í fyrri hálfleik; Hlynur svaraði þessu kalli einn í leiknum og einfaldlega réði lögum og lofum í seinni hálfleiknum. Vélin, ekki tölvan, sem Hlynur er, sagði NEI! ÍR gat ekki svarað þessu nægilega vel og því fór sem fór. Liðsheild Stjörnunnar vann vinnuna sína; varnarleikurinn var samstíga, grimmur og gerði gríðarlega vel í að stoppa helstu sóknarvopn ÍR. Þetta var skotgrafarhernaður af bestu gerð og stórt hrós til Hrafns Kristjánssonar fyrir að leggja leikinn vel upp. Þetta þurfti ekki að vera fallegt, þetta þurfti bara að virka.vísir/anton brinkÍR-ingar geta verið stoltir! ÍR-ingar mættu með allt klárt í þennan leik; varnarleikur liðsins var frábær í leiknum, þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarleikur liðsins náði aldrei því flæði sem sást fyrir úrslitakeppnina en það skipti engu máli í þessum leik þar sem vörnin var föst og góð. Nokkur slæm skot á lokamínútum leiksins kostuðu eitthvað en liðið gaf sér frábæran möguleika að koma leiknum í framlengingu. Lykilmenn liðsins reyndu að stíga fram fyrir skjöldu; það gekk stundum upp, stundum ekki en þeir fá allir hrós fyrir taka skrefið þegar á reyndi. Liðsheildin var mjög góð og ekkert útá spilamennskuna að setja – liðið átti í höggi við snarbilaða vörn Stjörnunnar allan leikinn og það eitt og sér er meira en sum lið geta höndlað. Leikmenn og þjálfarar ÍR geta gengið stoltir af velli því liðsmenn lögðu allt undir og skildu allt eftir á gólfinu; meira er ekki hægt að biðja um. Að enda á sínum forsendum, sem síðasta skotið var, er líka mjög mikilvægt í þessu samhengi. Liðið var kannski aðeins of hátt uppi eftir deildarkeppni en ljóst að mikinn lærdóm er hægt að draga af þessari seríu fyrir leikmenn ÍR.vísir/anton brinkLeikmenn og lið Hlynur var bitinn sem ÍR kafnaði á og í staðinn fyrir að svekkja sig er hægt að líta sem svo á að ekkert Heimlich-tak hefur dugað á kverkatakið sem hann er. Hlynur var munur liðanna í þessum leik; vörnin var frábær og stigin sem hann skoraði voru þau mikilvægustu í leiknum, einfalt! Anthony Odunsi, sem ég vissi ekki að hafi verið með í leiknum fyrr en í lokafjórðungi, steig fram þá og gerði ágæta hluti sóknarlega til þess að halda pressunni á ÍR – skoraði átta í lokafjórðung. Eysteinn og Marvin Valdimarsson áttu góðan leik, Shouse og Tómas Heiðar sömuleiðis en heildin var fantagóð og átti sigurinn skilið. Lykilmenn ÍR, Sveinbjörn, Matthías og Cole áttu fínan leik og drógu sitt lið áfram. Hákon Örn Hjálmarsson átti flotta innkomu af bekknum í fyrri hálfleik sóknarlega og spilaði fína vörn allan leikinn. Liðsheildin þurfti að vera ögn skipulagðri en fær hrós fyrir ódrepandi baráttu og góða vörn. Matthías Orri var bestur þeirra í leiknum og sýndi að hann þorir að axla ábyrgð. Sóknarleikur liðsins náði hinsvegar aldrei að hrista sterka vörn heimamanna af sér og því komust lykilmenn liðsins aldrei í eðlilegan takt. Quincy Cole átti líka fínan leik en komst ekki nægilega áleiðis í sókn sökum þess að Hlynur lá á honum eins og mara og ásótti allar hans tilraunir – Sá fyrrnefndi á líklega eftir að dreyma Hlyns-traðir í nótt, slík voru átökin milli þessar frábæru leikmanna. ÍR kom akkúrat í þeim gír sem liðið átti að mæta í fyrir leikinn og aðeins ögn sterkari mótherji orsakaði að liðið er komið í sumarfrí – frábært mót og vonandi dregur liðið mikinn lærdóm af þessum einvígi fyrir næsta tímabil.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira