Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 16:00 Vísir/Samsett/Getty Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Fleiri fréttir Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Sjá meira
Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30
Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30
Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00
Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti