Lagerbäck ekki búinn að finna sinn Aron Einar í norska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. mars 2017 16:00 Vísir/Samsett/Getty Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Lars Lagerbäck hitti norsku landsliðsmennina í fyrsta sinn í gær þegar norska landsliðið kom saman í London til að undirbúa sig fyrir leik í undankeppni HM 2018. Norðmenn mæta Norður-Írum í Belfast 26. mars næstkomandi og það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Svíans. Norskir blaðamenn eru að sjálfsögðu mættir til London til að fylgjast með öllu og þeir tóku það fram í skrifum sínum að Lars Lagerbäck hafi gengið á milli þeirra og tekið í höndina á hverjum og einum. Lars Lagerbäck ákvað líka ekki að tala við landsliðsmennina áður en hann hélt sinn fyrsta fund með þeim í London. Hann varaði menn við fleiri fundum en vanalega. „Ég hef aldrei byrjað í mótsleik þannig að það verða fleiri fundir núna en ég hef vanalega,“ sagði Lars Lagerbäck við blaðamennina en Verdens Gang segir frá. „Ég er nýliði. Venjulega fær maður fyrst nokkra vináttulandsleiki til að leggja línurnar. Núna þarf ég því að mála alla myndina fyrir leikmennina um hvernig ég vil hafa hlutina innan sem utan vallar,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er sem dæmi ekki búinn að ákveða það hver verður fyrirliði norska landsliðsins undir hans stjórn en líklegt þykir að Stefan Johansen taki við bandinu af Per Ciljan Skjelbred. Lagerbäck tók sér líka tíma í að finna fyrirliða íslenska landsliðsins þegar hann tók við liðinu árið 2012. Á endanum ákvað hann að gera Aron Einar Gunnarsson að fyrirliða þrátt fyrir að Aron Einar hafi þá bara verið nýorðinn 23 ára gamall. „Ég vil hitta leikmennina fyrst. Þeir fá kannski að vita hver verður fyrirliði á miðvikudag eða fimmtudag,“ sagði hinn 68 ára gamli Lars Lagerbäck. Val Lars Lagerbäck á fyrirliða íslenska landsliðsins heppnaðist fullkomlega því Aron Einar Gunnarsson hefur staðið sig frábærlega í því hlutverki. Lagerbäck vonast því örugglega eftir að finna annan Aron Einar í norska landsliðshópnum. Umræddur Stefan Johansen er 26 ára gamall miðjumaður sem spilar með Fulham í ensku b-deildinni. hann lék áður með Celtic í Skotlandi.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30 Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30 Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00 Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15 Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22 Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30 Mest lesið „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Fótbolti Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Fótbolti Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Sjá meira
Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband Landsliðsfyrirliðinn léttur daginn fyrir leikinn gegn Finnum í undankeppni HM 2018. 6. október 2016 12:30
Aron Einar: Vissum að þeir væru fljótir að refsa Landsliðsfyrirliðinn segir ekkert annað að gera en að læra af tapinu gegn Króatíu í Zagreb í kvöld. 12. nóvember 2016 19:30
Aron um hvað Lars sagði við hann í Albaníu: „Hann bað mig vinsamlegast að læra af þessu“ Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, talaði af sér fyrir landsleik en spilaði svo sinn besta leik fyrir Ísland. 22. desember 2016 10:00
Kóngar norðursins með enn meiri yfirburði á nýjasta heimslistanum Íslenska fótboltalandsliðið er ekki bara besta landsliðið á Norðurlöndum samkvæmt nýjum FIFA-lista heldur það langbesta. 9. febrúar 2017 15:15
Aron Einar kominn í bann: Svekktur út í sjálfan mig Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, var að vonum sáttur eftir dramatískan 3-2 sigur á Finnlandi í undankeppni HM 2018 í kvöld. 6. október 2016 21:22
Aron Einar: „Hringdi oft hágrenjandi í mömmu en fékk alltaf sama svarið“ Landsliðsfyrirliðinn komst í gegnum erfiða tíma í Hollandi með hinu fræga íslenska viðhorfi. 15. desember 2016 13:30