Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Kristján Már Unnarsson skrifar 20. mars 2017 21:45 Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Þetta var nyrsta byggð landsins, utan Grímseyjar. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Fyrir hálfri öld voru um tuttugu býli í byggð á Melrakkasléttu en nú eru aðeins tvö eftir; það vestasta, Reistarnes á Leirhafnartorfunni, og það austasta, Höfði, sunnan Raufarhafnar. Kaflaskil urðu fyrir tveimur árum þegar flutt var burt af höfuðbólinu Leirhöfn en þá var enginn sveitabær eftir í ábúð á milli Leirhafnar og Raufarhafnar. Níels Árni Lund, frá Miðtúni á Melrakkasléttu, gaf nýlega út sögu Sléttunnar í þremur bindum. Þegar hann var að alast upp á Leirhafnartorfunni bjuggu þar milli fimmtíu og sextíu manns á níu heimilum.Níels Árni Lund við bæinn Nýhöfn á Leirhafnartanga.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Hér var gert út á níunda áratug síðustu aldar og þá eru hér sjálfsagt einir fimm, sex, sjö bátar, - sem eru fastir hér í Leirhöfn,“ segir Níels Árni. Reisulegt timburhús á Grjótnesi frá árinu 1906 ber vott um ríkidæmi fyrr á tíð en Baldur Hólmsteinsson, sem nytjar þar æðardún á sumrin, telur ekki útilokað að Sléttan byggist á ný. „Það er nægt land til þess að rækta, ef menn vilja fara að búa með skepnur eða gera eitthvað slíkt,“ segir Baldur. Sigurður Mar Óskarsson, hlunnindabóndi á Ásmundarstöðum, telur að þá þyrfti nýjar atvinnugreinar eins og ferðaþjónustu. „En þetta fer ekki í byggð eins og var, ekki með hefðbundin landbúnaðarnot,“ segir Sigurður.Frænkurnar Þorbjörg Sigurðardóttir og Aðalbjörg Guðmundsdóttir hreinsa dún við bæinn Harðbak.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Konurnar sem við hittum við bæinn Harðbak, mæðgurnar Aðalbjörg Guðmundsdóttir og Margrét Rögnvaldsdóttir, og frænka þeirra, Þorbjörg Sigurðardóttir, segjast mæta í dúnhreinsun á hverju sumri til að halda í gamla samfélagið. Þær fái að minnsta kosti að upplifa einn fjórða af því, segir Aðalbjörg. „Okkur finnst voðalega gaman að minnast þessara tíma þegar við vorum að alast upp,“ segir Þorbjörg. Og dæmi eru um að brottfluttir Sléttungar reisi sér ný hús, eins og Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum, sem vonast til þess með manni sínum, Óla Björnssyni, að geta dvalið þar í minnst fimm til sex mánuði á ári.Vera Sigurðardóttir frá Oddsstöðum.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.„Þetta er bara alveg dásamlegt. Við höfum líka nóg að gera. Það er nú aðalmálið, - að hafa eitthvað við að vera,“ segir Vera. Nánar var fjallað um mannlíf á Melrakkasléttu í þættinum „Um land allt“ en hér má sjá kynningarstiklu þáttarins.
Norðurþing Um land allt Tengdar fréttir Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
Þrjár bækur um Melrakkasléttu Sléttungurinn Níels Árni Lund hefur gefið út ritverkið Sléttungu, - safn til sögu Melrakkasléttu og Raufarhafnar. 6. október 2016 16:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34