Anton: Það væri risastórt að komast í undanúrslitin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2017 19:30 Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Anton Rúnarsson og félagar hans í karlaliði Vals eiga möguleika á því að komast í undanúrslit í Evrópukeppninni annað kvöld þegar Hlíðarendapiltar taka á móti serbneska liðinu HC Sloga Pozega. Valsmenn eru í góðum málum eftir þriggja marka sigur, 30-27, í fyrri leiknum í Serbíu. Þeir mega því tapa með tveggja marka mun. Í boði er sæti í undanúrslitum Áskorendakeppni Evrópu. Guðjón Guðmundsson hitti Anton og ræddi við hann um leikinn á morgun. Innslagið birtist í kvöldfréttum Stöðvar tvö. „Þeir eiga eftir að gefa allt í þetta enda með hörkulið. Þetta var jafn leikur þarna úti þannig að við búumst við virkilega erfiðum leik,“ sagði Anton Rúnarsson í viðtalinu við Gaupa. Hvar eru Serbarnir sterkastir? „Þeir eru stórir, líkamlega sterkir og spila sterkan varnarleik. Þeir eru líka lunknir í sókninni þannig að við þurfum eiga jafnvel betri leik heldur en úti til að stoppa þá,“ sagði Anton. „Við höfum lent í smá erfiðleiknum eftir bikarúrslitin vegna meiðsla og menn hafa verið hafa að detta svolítið út og svoleiðis. Ég hef samt engar áhyggjur að menn séu ekki klárir á morgun,“ sagði Anton. „Við erum búnir að fara út þrisvar eða fjórum sinnum, þetta getur okkur mikla reynslu og hjálpaði okkur rosalega mikið á bikarúrslitahelginni. Þetta eru öðruvísi lið og leikmenn. Þetta er líka mjög gott fyrir klúbbinn,“ sagði Anton en Valsmenn urðu bikarmeistarar á dögunum og það annað árið í röð. „Það væri risastórt að komast í undanúrslitin og það hefur ekki gerst í mörg ár. Þess vegna biðla ég til áhugamanna um handbolta að mæta og styðja okkur á morgun hvort sem þú sért Valsari eða ekki. Við þurfum að fylla Valshöllina og sigra þetta lið,“ sagði Anton. Það er hægt að hlusta á allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira