Guðni var á ráðstefnunni ásamt þeim Putin og Sauli Niinisto, forseta Finnlands, þar sem málefni norðurslóða voru rædd.
Á ráðstefnunni sagði Guðni að erfitt væri að finna forseta tveggja ríkja sem væru jafn ósambærileg varðandi stærð og völd. Rússland væri stærsta ríki jarðarinnar og að Ísland væri lítil eyja í norður Atlantshafi.
Ísland væri ekki einu sinni með her. „Við eigum þó betra fótboltalandslið,“ sagði Guðni.
„Þurfið þið hjálp?“ svaraði Putin á léttu nótunum við hlátursköll í salnum.
'You need help?' Putin jokingly offers military assistance to Iceland https://t.co/5WDb7yADwE pic.twitter.com/Xu8XpojZB6
— Ruptly (@Ruptly) March 30, 2017