Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. ágúst 2025 00:36 „Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ segir Jón Trausti Reynisson framkvæmdastjóri Heimildarinnar. aðsend Tveimur starfsmönnum fjölmiðilsins Heimildarinnar var sagt upp störfum um mánaðamót. Í haust verður sú breyting jafnframt gerð að blaðið komi út mánaðarlega en hingað til hefur það komið út vikulega. Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook. Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Samstöðin og Ríkiútvarpið greina frá. Þar kemur fram að blaðamönnunum Margréti Marteinsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, fréttastjóra vefs, hafi verið sagt upp síðustu mánaðamót. Í umfjöllun Samstöðvarinnar segir að blaðakonurnar tvær séu ekki þær einu sem frá hverfa af miðlinum. Jón Trausti Reynisson birti færslu á Facebook í kvöld, eftir að fréttir af uppsögnunum voru birtar á miðlana tvo. Þar skrifar hann um aukna óvissu í rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi. Hann vekur athygli á að engin lög séu í gildi um rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla vegna ársins 2024, því frumvarp um einfalda framlengingu hafi ekki verið afgreitt á Alþingi fyrir þinglok. Þá séu heldur engin lög í gildi um hvernig rekstrarstyrkir ríkisins yrðu vegna núverandi rekstrarárs, eða hvort þeir verði til staðar. Einungis liggi fyrir áform ríkisstjórnarmeirihlutans um að breyta þeim frá grunni. „Síðustu ár hefur verið í gildi styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd, þar sem hluti ritstjórnarkostnaðar er endurgreiddur. Fólk getur verið með þeim eða á móti þeim, en staðreyndin er að alls kyns rekstur nýtur skattafríðinda eða styrkja frá ríkinu, af ýmsum ástæðum,“ skrifar Jón Trausti. Það sem er vitað núna sé viljayfirlýsing ráðherra um að slíkir styrkir verði væntanlega greiddir út vegna 2024 og að þingmeirihlutinn hafi valið, við myndun fjárlaga, að beita aðhaldskröfu á styrkina og lækka þá um 50 milljónir króna, en hækka fjárframlög ríkisins til Ríkisútvarpsins um 390 milljónir króna. „Í rekstrarlegu tilliti hefði þurft að liggja fyrir áður en árið 2024 hófst hvernig lagaumhverfi reksturinn byggi við, svo hægt væri að áætla farsællega. Styrkir sem þessir eru síðan gjarnan nýttir sem veð í skammtímafjármögnun til að mæta sveiflum í sjóðsstreymi, sem er ekki hægt í dag, en var hægt í fyrra. Þetta skiptir hins vegar engu máli fyrir fjölmiðlafyrirtæki sem er niðurgreitt af hagsmunaaðilum, eins og til dæmis útgáfufélag Morgunblaðsins, sem fær um milljón krónur á dag frá útgerðarfélögunum og hagar efnistökum oft eftir hagsmununum. Eða Bændablaðið, sem nýtir ríkisstyrki til Bændasamtakanna í fjölmiðlarekstur og fær líka stuðning eins og um einkarekinn fjölmiðil sé að ræða. Óvissan í rekstri fjölmiðla er best þeim sem lifa á forsendum fjársterkra hagsmunaaðila,“ skrifar Jón Trausti á Facebook.
Fjölmiðlar Vinnumarkaður Mest lesið Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Erlent Brosið fer ekki af Hrunamönnum Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira