Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2017 22:15 Devin Nunes liggur undir gagnrýni fyrir að hlaupa til Trump með upplýsingar úr rannsókn þingnefndar á tengslum samstarfsmanna hans við Rússland. Vísir/EPA Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili. Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Tveir starfsmenn Hvíta hússins voru heimildarmenn formanns leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings fyrir því að bandaríska leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samtöl samstarfsmanna Donalds Trump. New York Times hefur þetta eftir ónefndum embættismönnum. Mikla athygli vakti þegar Devin Nunes, formaður leyniþjónustunefndar fulltrúardeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í síðustu viku að gögn sýndu að leyniþjónustan hefði mögulega hlerað samskipti samstarfsmanna Donalds Trump í kosningabaráttunni í fyrra. Fór hann sérstaklega á fund Trump til að upplýsa hann um þetta. Í kjölfarið sagðist Trump telja að það réttlætti að einhverju leyti rakalausar fullyrðingar hans um að Barack Obama hafi látið hlera hann í fyrra. Útspil Nunes var umdeilt því að hann stjórnar rannsókn nefndarinnar á meintum tengslum Trump og félaga við Rússland. Nunes upplýsti félaga sína í þingnefndinni ekki um hvers hann hefði orðið áskynja áður en hann fór með það í fjölmiðla. Hann hefur síðan þverneitað að upplýsa hver veitti honum upplýsingarnar en viðurkenndi þó að það hefði gerst á lóð Hvíta hússins. Nunes hefur lýst heimildarmönnum sínum sem „uppljóstrurum“ sem hafi greint frá opinberu misferli.Donald Trump taldi orð Nunes um að gögn væru til um hleranir á samskiptum samstarfsmanna hans réttlættu ásakanir hans á hendur Obama um hleranir.Vísir/EPAByrjaði sjálfur að fletta í gegnum leyniskjölNú greinir New York Times frá því að heimildarmenn Nunes hafi verið starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins sem Trump skipaði í embætti og lögmaður sem starfar sem ráðgjafi hjá Hvíta húsinu og vann áður fyrir Nunes. Heimildarmenn blaðsins segja að Ezra Cohen-Watnick, starfsmaður Þjóðaröryggisráðsins, hafi byrjað að blaða í gegnum leynileg skjöl um hleranir á erlendum embættismönnum eftir að Trump setti ásakanir sínar um símhleranir fram á Twitter. Lögmaðurinn hafi svo upplýst Nunes um það sem Cohen-Watnick fann í skjölunum. Gögnin sem um ræðir eru skjöl um njósnir um erlenda embættismenn sem bandaríska leyniþjónustan hlerar reglulega. New York Times segir að þau sýni að rússneskir embættismenn ræddu um samstarfsmenn Trump og hvernig þeir gætu myndað tengsl við fjölskyldu hans og innsta hring fyrir valdatöku hans.Fréttavefsíðan Vox segir að draga megi þá ályktun af frétt New York Times að COhen-Watnick hafi verið að slægja skjölin eftir hverju sem er sem gæti stutt fullyrðingar Trump um hleranir. Jafnvel áður en frétt New York Times birtist í dag átti Nunes í vök að verjast. Demókratar í leyniþjónustunefndinni hafa kallað eftir því að hann dragi sig í hlé frá rannsókninni vegna framhlaupsins. Til stóð að nefndin yfirheyrði vitni í þessari viku, þar á meðal James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, og Sally Yates, fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Nunes aflýsti hins vegar frekari vitnaleiðslum í bili.
Tengdar fréttir Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00 Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49 Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Innlent „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Innlent Hegseth í stríði við blaðamenn Erlent Fleiri fréttir Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Segir ásakanir um samráð við Rússa runnar undan rifjum demókrata Trump virðist ósáttur við fundarhöld þingmanna um meint samráð Trump-liða og stjórnvalda í Moskvu. 20. mars 2017 12:00
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
Segir ekkert benda til samsæris milli Trump og Rússa Devin Nunes, formaður þingnefndar fulltrúadeildar bandaríska þingsins um njósnamál, segir að ekkert bendi til að starfslið Trump hafi unnið með Rússum í aðdraganda kosninganna. 19. mars 2017 17:24
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Segja reynt að koma í veg fyrir framburð fyrrverandi dómsmálaráðherrans Ríkisstjórn Donalds Trump er sökuð um að reyna að koma í veg fyrir að fyrrverandi starfandi dómsmálaráðherrann beri vitni í rannsókn á tengslum Trump og félaga við Rússland. Talsmaður Hvíta hússins þvertekur fyrir það. 28. mars 2017 17:49
Comey afneitar ásökunum Trump um hleranir Segir engar upplýsingar hafa fundist sem styðji við ásakanir Donald Trump. 20. mars 2017 15:20
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40