Ákærður fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. mars 2017 15:24 Maðurinn var úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í dag en myndin er úr safni. vísir/eyþór Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært Thomas Møller Olsen, 25 ára Grænlending, fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, í samtali við Vísi. Ákæran var tekin með í tengslum við kröfu embættisins um áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir Thomasi sem tekin var fyrir við Héraðsdóm Reykjaness í dag. Féllst dómurinn á að hann skuli áfram sæta gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Thomas er annars vegar ákærður fyrir manndráp, samkvæmt 211. grein almennra hegningarlaga, og hins vegar fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, samkvæmt 173. grein a) almennra hegningarlaga, þar sem hann hugðist smygla 20 kílóum af hassi með grænlenska togaranum Polar Nanoq en hann var skipverji á togaranum.Neitar sök varðandi manndrápið en hefur játað smyglið Refsiramminn fyrir manndráp samkvæmt hegningarlögum er ævilangt fangelsi en algengast er að menn séu dæmdir í 16 ára fangelsi séu þeir fundnir sekir um manndráp. Þá gæti Thomas fengið lengri fangelsisdóm, verði hann fundinn sekur, þar sem hann er einnig ákærður fyrir smyglið en við því liggur allt að 12 ára fangelsi. Við yfirheyrslur hefur Thomas haldið fram sakleysi sínu varðandi morðið á Birnu en játað smyglið. Thomasi hefur ekki verið birt ákæran þar sem hann var ekki viðstaddur fyrirtökuna fyrir dómi í dag. Hann hefur sætt gæsluvarðhaldi síðan 19. janúar síðastliðinn, fyrst á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan á grundvelli almannahagsmuna. Annar maður var einnig úrskurðaður í gæsluvarðhald á sínum tíma, það er þann 19. janúar, í tvær vikur en honum var svo sleppt að þeim tíma liðnum. Hann hafði þó áfram réttarstöðu sakbornings en sætir ekki ákæru í málinu.Birna Brjánsdóttir fæddist 28. nóvember 1996. Hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar en hún sást síðast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 þá nótt. Lík Birnu fannst svo átta dögum síðar, þann 22. janúar, í fjörunni við Selvogsvita í Ölfusi. Hún var því aðeins tvítug þegar hún lést.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00 Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18 Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Sjá meira
Vilja varpa ljósi á ásetning skipverjans Lögreglan rannsakaði hvort Birna Brjánsdóttir hefði orðið fyrir kynferðisofbeldi skömmu áður en hún lést, en vill ekki gefa upp niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Aðeins lokayfirheyrsla yfir hinum grunaða er eftir, áður en málið verðu 16. mars 2017 07:00
Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Áhyggjur fangelsismálastofnunar af öryggi skipverjans leiddu til þess að ákveðið hefur verið að vista hann í fangelsinu á Hólmsheiði. Stemningin á Litla Hrauni benti til þess að þar væri öryggi hans ógnað. Sex vikna einangrunarvist mannsins lauk í dag. 28. febrúar 2017 17:18
Lífsýni úr skipverjanum tengja hann beint við Birnu Maðurinn var í dag úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. 2. mars 2017 18:22