Þetta eykur líkurnar á því að Kristófer Acox spili með KR í úrslitakeppninni í ár en KR-ingar hefja leik í undanúrslitunum í DHL-höllinni í kvöld.
Furman tapaði nótt með sextán stigum á móti Saint Peter's, 77-51, eftir að hafa verið átján stigum undir í hálfleik, 37-19.
Skelfileg byrjun fór með leikinn en Saint Peter's liðið skoraði fimmtán fyrstu stig leiksins. Kristófer Acox skoraði fyrsta stig Furman á vítalínunni eftir sjö og hálfa mínútu.
Kristófer Acox átti ágætan leik en hann skoraði 11 stig, tók 7 fráköst og stal 2 boltum. Kristófer hitti úr 5 af 8 skotum sínum.
Kristófer Acox setti nýtt skólamet með því að nýta 62,8 prósent skota sinna á tímabilinu og hann er ennfremur sá leikmaður í sögu skólans sem hefur nýtt skotin sín best eða 61,3 prósent.
Kristófer var með 13, 0 stig og 7,7 fráköst að meðaltali á lokaári sínu sem er langbesti árangur hans í skólanum. Hann hafði mest áður skorað 8,9 stig (2015-16) og tekið 7,5 fráköst (2014-15) að meðaltali á einu tímabili með skólanum.
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, hefur sagt að KR-ingar hafi skoðað þann möguleika að Kristófer spili með KR í úrslitakeppninni en það hefur ekki verið staðfest hvort að Kristófer muni hjálpa KR-ingum að vinna Íslandsmeistaratitilinn fjórða árið í röð.
Kristófer Acox spilaði fjögur ár með Furman-skólanum og skoraði alls 1051 stig og tók 780 fráköst í 118 leikjum sínum fyrir skólann.
Slow Start Costly As @FurmanHoops Falls At Saint Peter's In CIT Semifinals, 77-51 https://t.co/JlBSulXa61 #Furman pic.twitter.com/x3EbvKZ5nC
— Furman Paladins (@FurmanPaladins) March 30, 2017