Opið bréf til forystu menntamála í landinu Guðríður Arnardóttir skrifar 30. mars 2017 07:00 Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum ársfundi Kennarasambands Íslands áttu fulltrúar kennara samtal við hæstráðendur í menntamálum, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Menntamálaráðherra og borgarstjóri tóku þátt í umræðum og svöruðu spurningum, meðal annars um það hvernig við getum aukið nýliðun í kennarastétt og aukið virðingu fyrir kennarastarfinu. Margt áhugavert var þar sagt en kannski sluppu þeir félagar vel við umræðu um launamál, sem fór ekki nógu hátt að mínu viti. Það þarf svo sannarlega ýmislegt að koma til svo markmið okkar um aukna virðingu fyrir starfinu og þar með aðsókn í kennaranám verði að veruleika, en fyrst og síðast þurfa laun kennara að vera samkeppnishæf við laun annarra sérfræðinga með sambærilega menntun, borið saman við sérfræðinga hjá hinu opinbera annars vegar og svo sérfræðinga á almennum markaði hins vegar. Um síðustu áramót samþykkti Alþingi breytingar á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna. Það mál átti sér ákveðinn aðdraganda og um tíma virtist samkomulag við bandalag opinberu stéttarfélaganna um þær breytingar í sjónmáli enda skyldu öll réttindi núverandi sjóðsfélaga verða tryggð áfram við breytingarnar. Án þess að fara lengra út í þá sálma þá fór nú svo að Alþingi samþykkti breytt lög í algjörri andstöðu við opinbera starfsmenn og réttlætti þingheimur ákvörðun sína með því að samhliða skyldu laun á milli markaða jöfnuð. Já, að laun opinberra starfsmanna skyldu verða jöfn sambærilegum hópum á almennum markaði. Nú spyr ég menntamálaráðherra Kristján Þór Júlíusson og borgarstjóra, Dag B. Eggertsson, eftirfarandi spurninga og óska svara á opinberum vettvangi enda eiga svörin erindi við samfélagið allt:Eru ríkið og sveitarfélögin að vinna aðgerðaráætlun um fyrirhugaðar launahækkanir starfsmanna ríkis- og sveitarfélaga?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að ríki og sveitarfélög nái sér í nauðsynlega tekjustofna til þess að standa straum af kostnaðarauka ríkis og sveitarfélaga vegna fyrirhugaðra launahækkana opinberra starfsmanna?Fari svo að ASÍ setji sig upp á móti því að opinberir starfsmenn hækki í launum umfram aðila á almennum markaði á grundvelli SALEK-samkomulagsins, mun ríkisstjórn Íslands og forysta sveitarfélaga í landinu halda sínu striki til að efna þau fyrirheit sem fylgdu lagabreytingunni í desember 2016?Hvernig sjáið þið fyrir ykkur ramma um launaþróun á næstu misserum svo efna megi loforðin um launajöfnun? Svör óskast sem fyrst - skýr helst og það má nota já og nei. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun