Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu.
Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann.
Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja.
Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica.
Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki.
Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“
Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni.
Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins.
Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims.
Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig.
Einn besti varnarmaður heims orðinn doktor
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Þetta var hið fullkomna kvöld“
Fótbolti

„Þetta er ekki búið“
Fótbolti

Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð
Enski boltinn



Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram
Handbolti

