Einn besti varnarmaður heims orðinn doktor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. apríl 2017 13:45 Giorgio Chiellini fagnar marki með Juventus. Vísir/Getty Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira
Ítalski varnarmaðurinn Giorgio Chiellini hefur átt frábæran fótboltaferil og er nú á sínu tólfta tímabili með Juventus. Maður í hans stöðu ætti að vera búinn að tryggja sér þægilega framtíð eftir fótboltann en Chiellini hefur séð til þess að hans bíður spennandi tímar eftir að fótboltaskórnir fara upp á hillu. Chiellini hefur nýtt frítímann afar vel utan fótboltans og undirbúið sig fyrir lífið eftir fótboltann. Giorgio Chiellini kláraði háskólapróf í viðskiptafræði við Háskólann í Tórinó í júlí 2010 en hann lék ekki þar við sitja. Chiellini skellti sér í doktorsnám og varði doktorsritgerð sína í vikunni og er nú orðinn doktor í viðskiptafræði frá Háskólanum í Tórinó. Sjá umfjöllun ítalska blaðsins Repubblica. Auðvitað fjallaði ritgerð Giorgio Chiellini um félagið sem hann hefur spilað með frá 2005 og leikið með yfir 400 leiki. Doktorsritgerðin hét „The Business Model of Juventus Football Club in an International Context" eða „Viðskiptamódel knattspyrnufélagsins Juventus í alþjóðlegu samhengi“ Chiellini verður nú örugglega ekki bara kallaður inn á liðsfundi á næstunni því stjórnarmenn félagsins ættu að leita ráða hjá honum og hljóta að bjóða honum starf hjá félaginu í framtíðinni. Chiellini hefur hingað til verið einna þekktastur fyrir að vera fórnarlamb bitvargsins Luis Suárez á HM í Brasilíu 2014 en Úrúgvæmaðurinn var dæmdur í fjögurra mánaða bann og mátti ekki taka þátt í níu næstu leikjum úrúgvæska landsliðsins. Giorgio Chiellini hefur spilað 90 landsleiki fyrir Ítalíu. Hann hefur verið í hópi bestu varnarmanna heims enda fjölhæfur, klókur og aðgangsharður á móti bestu sóknarmönnum heims. Doktorsprófið sýnir að þar fer líka maður með framtíðarsýn sem er tilbúinn að leggja ýmislegt á sig.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Ítalski boltinn Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sjá meira