Aung San Suu Kyi vísar ásökunum um þjóðernishreinsanir á bug Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 23:54 Aung San Suu Kyi er handhafi friðarverðlauna Nóbels. Mynd:AFP Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota. Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Aung San Suu Kyi, leiðtogi Myanmar, hefur vísað ásökunum um kerfisbundna útrýmingu Rohingya-múslima í landinu á bug. Rohingya-múslimar eru minnihlutahópur sem hefst við í Rakhine héraði í Myanmar (áður Búrma). Greint hefur verið frá ofsóknum í þeirra garð í fjölmiðlum undanfarin misseri en samkvæmt heimildum BBC hafa 70 þúsund Rohingya-múslimar þurft að flýja yfir landamærin til Bangladesh vegna aðgerða búrmíska hersins. Þess auki hafa að minnsta kosti 86 verið myrtir. Suu Kyi viðurkenndi í einkaviðtali við BBC í dag að vandamál væru til staðar í Rakhine héraði en taldi að ekki væri um þjóðernishreinsanir að ræða. „Það er allt of djúpt tekið í árinni að kalla þetta þjóðernishreinsanir,“ sagði hún. Suu Kyi bætti því við að fjandskapur ríkti almennt í héraðinu og þá einnig meðal múslima innbyrðis. Þá taldi Suu Kyi að ekki væri óalgengt að múslimar myrtu aðra múslima ef þeir teldu að þeir væru stjórnvöldum hliðhollir. Suu Kyi hefur hingað til þagað um meintar þjóðernishreinsanir og hefur fálæti hennar verið gagnrýnt. Í viðtalinu við BBC kvaðst Suu Kiy margsinnis hafa svarað spurningum blaðamanna um þjóðernishreinsanirnar og að ekki væri satt að hún hafi þagað um þær. „Ég hef verið spurð þessara spurninga frá því að hrina af vandamálum braust út í Rakhine héraði. Þeir [blaðamennirnir] spurðu mig spurninga og ég svaraði þeim. Samt segir fólk að ég hefði þagað. Ástæðan er einfaldlega sú að yfirlýsingar mínar voru fólkinu ekki að skapi enda fólu þær ekki í sér að ég fordæmdi einn þjóðflokk eða annan,“ sagði Suu Kiy í viðtalinu. Aung San Suu Kiy hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1991 en sat í stofufangelsi þegar hún veitti verðlaununum viðtöku. Verðlaunin fékk hún vegna áratugalangrar baráttu gegn herforingjastjórnni í Myanmar (þá Búrma). Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðasta mánuði að málið yrði tekið til sérstakrar rannsóknar vegna meintra mannréttindabrota.
Mjanmar Róhingjar Tengdar fréttir Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30 Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47 Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Sögulegur landvinningur Coca-Cola Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum. 14. júní 2012 23:30
Aung San Suui Kyi hugsanlega frjáls í dag Stuðningsmenn Aung San Suui Kyi leiðtoga lýðræðissinna í Búrma, eða Myanmar, hafa safnast saman skammt frá heimili hennar eftir að fregnir bárust af því að hún kynni að verða látin laus út stofufangelsi. 13. nóvember 2010 09:47
Gylfi ávarpaði Aung San Suu Kyi Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávarpaði í dag friðarverðlaunahafa Nóbels, Aung San Suu Kyi fyrrum leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Búrma (nú Myanmar). 14. júní 2012 22:00