Hélt að hún myndi deyja í Reykjadal Benedikt Bóas skrifar 5. apríl 2017 07:00 Nicole á bakinu á slökkviliðsmanninum Lee Ricasa sem var einn af þeim sem báru hana niður að björgunarsveitunum. Nicole Rakowski, 24 ára kona frá Hamilton í Kanada, fékk annars og þriðja stigs bruna þegar hún steig í sjóðheitan hver í Reykjadal í febrúar. Hún er þakklát fólkinu sem kom að björgun hennar og segir tímann á Íslandi hafa verið einstakan þótt hann hafi endað á sjúkrahúsi í Reykjavík. Nicole var hér á fimm daga ferðalagi með vinkonum sínum, Calyn Pettit og Megan DeMarco, og slysið varð næst síðasta daginn þeirra. Hún var fyrst til að koma sér í sundbolinn í Reykjadal og fór af stað til að baða sig. „Ég hélt að yfirborðið væri hart en svo var ekki og ég sökk upp að hné. Það voru eins og milljón hnífar væru að stinga mig á sama tíma. Ég öskraði af lífs og sálarkröftum að ég væri að brenna. Vinkonur mínar voru fljótar að koma að og drógu mig uppúr. En þetta var lengi að líða. Ég sat, horfði á fótinn og sá skinnið detta af honum. Sársaukinn var ótrúlegur. Liturinn á löppinni var mjög undarlegur og það leið fljótt yfir mig vegna sársaukans.“Aðstæður við Reykjadal þegar stúlkurnar komu að svæðinu.Mynd/Úr einkasafniFólki dreif að en enginn hafði neitt meðfæris sem gæti sinnt svo alvarlegu brunasári. Fjórir menn, ákváðu að bera hana niður því hún þyrfti að komast strax undir læknishendur. Ekkert símasamband er í Reykjadal og hljóp Calyn á undan til að geta hringt eftir aðstoð. „Það tók tvo og hálfan tíma frá því að ég brenndist og þangað til að ég var kominn á sjúkrahús í Reykjavík. Einn sem bar mig niður og aðstoðaði á slysstað, Lee Ricasa, er sjúkrafluttningamaður. Hann er frá Kaliforníu.Ég man ekki mikið eftir ferðinni niður því það var alltaf að líða yfir mig en ég man að ég spurði hann einu sinni með tárvot augun hvort ég væri að deyja. Hann svaraði. Ekki á minni vakt. Þá leið mér betur. Nicole frétti síðar að á leiðinni niður hefði íslenskur strákur orðið á vegi þeirra en hann var að æfa sig við björgunarstörf og haft talstöð í sínum fórum. Hann kallaði eftir frekari aðstoð. Nicole Rakowski og Megan DeMarco á góðri stundu á Íslandi.Mynd/Úr einkasafni„Ég man þegar ég kom á sjúkrahúsið og læknirinn var að pilla skinnið af fætinum að ég bað til Guðs að ég myndi ekki missa fótinn. En ummönnunin sem ég fékk á Íslandi var stórkostleg. Það voru allir svo góðir og pössuðu að mér liði sem best. Þau spiluðu meira að segja skemmtileg lög þegar þau voru að kæla fótinn.“ Hún segir að Ísland sé vel auglýstur áfangastaður í Kanada og eftir að hafa skoðað myndir og annað hafi þær ákveðið að slá til. Hún segir að hún hafi ekki farið utanslóða, allavega ekki vísvitandi. „Það var ekki mikið um skilti og fátt sem benti til að þarna væri eitthvað sjóðandi heitir hverir. Þetta var bara slys og ég held að ég hafi ekki farið eitthvað utan svæðis. Ef ég hef gert það þá vissi ég ekki því það var svo lítið um merkingar.“ Í samráði við lækna flaug hún aftur heim til Kanada daginn eftir og er í meðferð þar. „Ég ferðaðist með WOW sem gerðu allt fyrir mig. Þeir létu mig fá heila sætaröð þannig mér liði sem best, létu mig fá sérstakan hjólastól og pössuðu að ég væri með nóg vatn að drekka. Svo kallaði flugfreyjan upp hvort það væri hjúkrunarfræðingur eða læknir um borð og það kom ein hjúkka og sat fyrir aftan mig til að passa að allt gengi vel, þessa fimm og hálfan tíma sem tekur að fljúga heim.“Nicole og vinkonur hennar Calyn Pettit og Megan DeMarco skemmtu sér vel á Íslandi og fóru meðal annars í ísklifur.Mynd/Úr einkasafniHún er nýlega farin að geta gengið á ný, hefur farið í þó nokkrar aðgerðir og er í örameðferð. „Ég er farin að geta gengið á ný en get þó ekki gengið nema stuttar vegalengdir. Ég hef farið í nokkurn fjölda aðgerða og þetta kemur hægt og rólega. Ég vona að örin verði ekki of mikil,“ segir hún en hún er nú í svokallaðri örameðferð. Þrátt fyrir slysið vill hún koma aftur. „Það eru nokkrir hlutir sem ég á eftir á Íslandi. Við fórum í jöklagöngu, skoðuðum suðurströndina, fórum gullna hringinn og fleira. Við ætluðum að skoða norðurljósin um nóttina sem slysið varð og fara í Bláa lónið en ég á það bara eftir. Það eru nokkrir hlutir sem ég á ólokið á Íslandi. Ísland er eitt fallegasta land sem ég hef komið til og ég hef ferðast til yfir 70 landa. Það er á pari við Suður Afríku yfir fallegustu lönd sem ég hef komið til.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kanadísk kona gerði sér dagsferð í Reykjadal og brenndist þar illa á fæti. Íslenskur unglingur var á meðal þeirra sem komu henni til bjargar. 31. mars 2017 20:37 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Nicole Rakowski, 24 ára kona frá Hamilton í Kanada, fékk annars og þriðja stigs bruna þegar hún steig í sjóðheitan hver í Reykjadal í febrúar. Hún er þakklát fólkinu sem kom að björgun hennar og segir tímann á Íslandi hafa verið einstakan þótt hann hafi endað á sjúkrahúsi í Reykjavík. Nicole var hér á fimm daga ferðalagi með vinkonum sínum, Calyn Pettit og Megan DeMarco, og slysið varð næst síðasta daginn þeirra. Hún var fyrst til að koma sér í sundbolinn í Reykjadal og fór af stað til að baða sig. „Ég hélt að yfirborðið væri hart en svo var ekki og ég sökk upp að hné. Það voru eins og milljón hnífar væru að stinga mig á sama tíma. Ég öskraði af lífs og sálarkröftum að ég væri að brenna. Vinkonur mínar voru fljótar að koma að og drógu mig uppúr. En þetta var lengi að líða. Ég sat, horfði á fótinn og sá skinnið detta af honum. Sársaukinn var ótrúlegur. Liturinn á löppinni var mjög undarlegur og það leið fljótt yfir mig vegna sársaukans.“Aðstæður við Reykjadal þegar stúlkurnar komu að svæðinu.Mynd/Úr einkasafniFólki dreif að en enginn hafði neitt meðfæris sem gæti sinnt svo alvarlegu brunasári. Fjórir menn, ákváðu að bera hana niður því hún þyrfti að komast strax undir læknishendur. Ekkert símasamband er í Reykjadal og hljóp Calyn á undan til að geta hringt eftir aðstoð. „Það tók tvo og hálfan tíma frá því að ég brenndist og þangað til að ég var kominn á sjúkrahús í Reykjavík. Einn sem bar mig niður og aðstoðaði á slysstað, Lee Ricasa, er sjúkrafluttningamaður. Hann er frá Kaliforníu.Ég man ekki mikið eftir ferðinni niður því það var alltaf að líða yfir mig en ég man að ég spurði hann einu sinni með tárvot augun hvort ég væri að deyja. Hann svaraði. Ekki á minni vakt. Þá leið mér betur. Nicole frétti síðar að á leiðinni niður hefði íslenskur strákur orðið á vegi þeirra en hann var að æfa sig við björgunarstörf og haft talstöð í sínum fórum. Hann kallaði eftir frekari aðstoð. Nicole Rakowski og Megan DeMarco á góðri stundu á Íslandi.Mynd/Úr einkasafni„Ég man þegar ég kom á sjúkrahúsið og læknirinn var að pilla skinnið af fætinum að ég bað til Guðs að ég myndi ekki missa fótinn. En ummönnunin sem ég fékk á Íslandi var stórkostleg. Það voru allir svo góðir og pössuðu að mér liði sem best. Þau spiluðu meira að segja skemmtileg lög þegar þau voru að kæla fótinn.“ Hún segir að Ísland sé vel auglýstur áfangastaður í Kanada og eftir að hafa skoðað myndir og annað hafi þær ákveðið að slá til. Hún segir að hún hafi ekki farið utanslóða, allavega ekki vísvitandi. „Það var ekki mikið um skilti og fátt sem benti til að þarna væri eitthvað sjóðandi heitir hverir. Þetta var bara slys og ég held að ég hafi ekki farið eitthvað utan svæðis. Ef ég hef gert það þá vissi ég ekki því það var svo lítið um merkingar.“ Í samráði við lækna flaug hún aftur heim til Kanada daginn eftir og er í meðferð þar. „Ég ferðaðist með WOW sem gerðu allt fyrir mig. Þeir létu mig fá heila sætaröð þannig mér liði sem best, létu mig fá sérstakan hjólastól og pössuðu að ég væri með nóg vatn að drekka. Svo kallaði flugfreyjan upp hvort það væri hjúkrunarfræðingur eða læknir um borð og það kom ein hjúkka og sat fyrir aftan mig til að passa að allt gengi vel, þessa fimm og hálfan tíma sem tekur að fljúga heim.“Nicole og vinkonur hennar Calyn Pettit og Megan DeMarco skemmtu sér vel á Íslandi og fóru meðal annars í ísklifur.Mynd/Úr einkasafniHún er nýlega farin að geta gengið á ný, hefur farið í þó nokkrar aðgerðir og er í örameðferð. „Ég er farin að geta gengið á ný en get þó ekki gengið nema stuttar vegalengdir. Ég hef farið í nokkurn fjölda aðgerða og þetta kemur hægt og rólega. Ég vona að örin verði ekki of mikil,“ segir hún en hún er nú í svokallaðri örameðferð. Þrátt fyrir slysið vill hún koma aftur. „Það eru nokkrir hlutir sem ég á eftir á Íslandi. Við fórum í jöklagöngu, skoðuðum suðurströndina, fórum gullna hringinn og fleira. Við ætluðum að skoða norðurljósin um nóttina sem slysið varð og fara í Bláa lónið en ég á það bara eftir. Það eru nokkrir hlutir sem ég á ólokið á Íslandi. Ísland er eitt fallegasta land sem ég hef komið til og ég hef ferðast til yfir 70 landa. Það er á pari við Suður Afríku yfir fallegustu lönd sem ég hef komið til.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kanadísk kona gerði sér dagsferð í Reykjadal og brenndist þar illa á fæti. Íslenskur unglingur var á meðal þeirra sem komu henni til bjargar. 31. mars 2017 20:37 Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Íslenskur unglingur bjargaði slösuðum ferðamanni í Reykjadal Kanadísk kona gerði sér dagsferð í Reykjadal og brenndist þar illa á fæti. Íslenskur unglingur var á meðal þeirra sem komu henni til bjargar. 31. mars 2017 20:37