Umfjöllun og viðtöl: FH - Selfoss 28-22 | FH-ingar deildarmeistarar í fyrsta sinn síðan 1992 Ingvi Þór Sæmundsson í Kaplakrika skrifar 4. apríl 2017 22:00 FH-ingar fagna í kvöld. vísir/eyþór FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsti deildarmeistaratitill FH í aldarfjórðung, eða frá árinu 1992 þegar liðið vann þrefalt. FH-ingar hafa verið gríðarlega öflugir eftir áramót og unnu níu af síðustu 11 leikjum sínum í Olís-deildinni. Þeir líta því afar vel út fyrir úrslitakeppnina. FH mætir Gróttu í 8-liða úrslitunum. Þrátt fyrir tapið hélt Selfoss 5. sætinu sem verður að teljast frábær árangur hjá ungu og óreyndu liði. Selfyssingar hafa átt marga góða leiki í vetur og eiga alvöru möguleika gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitunum. Það var greinilega taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks þar sem sóknarleikurinn gekk afar illa. Varnarleikur Selfoss hefur batnað mikið á undanförnum vikum og hann var mjög öflugur í fyrri hálfleik. Þá varði Einar Ólafur Vilmundarson vel í markinu. Gestirnir voru hins vegar klaufar að ná ekki góðu forskoti í fyrri hálfleik. Aðalástæðan fyrir því var frábær frammistaða Ágústs Elís Björgvinssonar í marki FH en hann var besti maður vallarins í kvöld. FH var aðeins búið að skora tvö mörk þegar Halldór Sigfússon, þjálfari liðsins, tók leikhlé á 14. mínútu. Eftir það skánaði sóknarleikur FH-inga talsvert, ekki síst fyrir tilstuðlan Gísla Þorgeirs Kristjánsson sem átti góða innkomu; skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gaf nokkrar stoðsendingar. Selfoss náði mest þriggja marka forskoti, 7-10, en góður endasprettur FH-inga í fyrri hálfleik þýddi að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Í seinni hálfleik spiluðu FH-ingar allt annan og betri leik og eftir að þeir náðu forystunni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Teitur Örn Einarsson jafnaði metin í 15-15 en FH svaraði með fjórum mörkum í röð og þá var björninn unninn. Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn en Ágúst Elí reyndist þeim erfiður og því náðu gestirnir aldrei neinu alvöru áhlaupi. FH-ingar sigldu sigrinum í örugga höfn og unnu á endanum sex marka sigur, 28-22.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/3, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ágúst Elí Björgvinsson 1, Þorgeir Björnsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1. Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 7/2, Elvar Örn Jónsson 5, Hergeir Grímsson 3, Einar Sverrisson 2, Guðni Ingvarsson 2, Haukur Þrastarson 1, Alexander Már Egan 1, Rúnar Hjálmarsson 1. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis frá leiknum.Leik lokið: FH vinnur 6 marka sigur, 28-22, og er deildarmeistari!27-21 (59. mín): Ágúst Elí skorar lúxusmark og eykur muninn í 6 mörk. Það eru allir staðnir upp í Krikanum.25-20 (56. mín): Óðinn Þór kemur FH 5 mörkum yfir.24-20 (53. mín): FH-ingar ætla ekki að missa þessa forystu niður. Ágúst Elí ver sitt 17. skot.22-20 (51. mín): 4-1 kafli hjá Selfossi neyðir Halldór í að taka leikhlé. FH-ingar hafa aðeins gefið eftir síðustu mínútur.21-16 (47. mín): Ásbjörn kemur FH 5 mörkum yfir. Hann hefur verið frábær í seinni hálfleik og er kominn með 5 mörk og 6 í heildina.20-16 (45. mín): FH er að spila svo miklu betur en í fyrri hálfleik. Sóknin og vörnin ganga betur og Ágúst Elí heldur áfram að verja.18-15 (42. mín): Einar Rafn kemur FH 3 mörkum yfir. Toppliðið að sýna styrk sinn. Það er kannski eins gott því ÍBV er búið að jafna gegn Val.17-15 (39. mín): Gísli og Ágúst með mörk og FH er skyndilega komið 2 mörkum yfir. Stefán tekur leikhlé.15-15 (38. mín): Selfyssingar stilla upp fyrir Teit sem þrumar boltanum í fjærhornið. Hans sjötta mark!13-14 (35. mín): Mörk frá Elvari og Teiti og Selfoss er kominn yfir á nýjan leik.13-12 (33. mín): Ásbjörn kemur FH yfir í fyrsta sinn í leiknum.Seinni hálfleikur hafinn: Valsmenn eru að rúlla yfir Eyjamenn þannig að þá skipta úrslitin í þessum leik ekki máli fyrir FH.12-12 (Fyrri hálfleik lokið): Ásbjörn jafnar metin úr víti eftir að leiktíminn rennur út. FH-ingar geta verið nokkuð sáttir við þessa stöðu miðað við hvernig þeir hafa spilað. Ágúst Elí hefur hins vegar verið frábær í markinu og Gísli breytti sóknarleik FH-inga til hins betra. Selfyssingar hafa verið sterkari aðilinn og spilað mjög góða vörn en farið illa með færin sín.10-11 (28. mín): Jóhann Birgir rekinn af velli. Selfyssingar stilla upp í sókn, Hergeir fær dauðafæri en Ágúst Elí ver. Verið frábær í þessum fyrri hálfleik.9-10 (25. mín): Gísli með línusendingu á Jóhann Karl sem skorar sitt fyrsta mark. Strákurinn er búinn að breyta sóknarleik FH til hins betra.7-9 (23. mín): Höndin komin upp en þá stekkur Elvar jafnfætis upp og skorar. Vel gert hjá Elvari en Ágúst Elí átti líklega að verja þetta.6-7 (21. mín): Ásbjörn jafnar metin af vítalínunni. Hans fyrsta mark. Elvar svarar í næstu sókn og kemur Selfyssingum aftur yfir.5-5 (18. mín): Ekkert í gangi í sókn FH en þá finnur Gísli Ágúst inni á línunni og stóri maðurinn skorar.4-4 (16. mín): Gísli Þorgeir jafnar metin. Gott svar frá FH-ingum.2-4 (14. mín): Einar ver skot frá Ágústi, Hergeir brunar fram og skorar. Halldór tekur leikhlé og það skiljanlega. Það er enginn taktur í sóknarleik heimamanna sem virka taugaóstyrkir.2-3 (12. mín): Selfyssingar eru klaufar að hafa ekki náð neinni alvöru forystu. FH spilar ekki svona illa í sókninni allan leikinn. Ágúst Elí byrjar af krafti og er búinn að verja 6 skot.2-3 (9. mín): Jóhann Birgir skorar langþráð mark fyrir FH.1-2 (8. mín): Bæði lið eru að gera svolítið af mistökum í sókninni. Markverðirnir eru hins vegar í góðum gír. Ágúst Elí er kominn með 3 skot varin og Einar Ólafur 4.1-2 (5. mín): Einar Rafn jafnar metin en Hergeir svarar. Tekur frákastið eftir skot Elvars í stöngina og skorar.0-1 (2. mín): Teitur lyftir sér upp og skorar fyrsta mark leiksins. Mikið efni þessi strákur.Leikur hafinn: Selfyssingar byrja með boltann!19:26Heyrðist vallarþulurinn segja Selfossar. Vona að mér hafi misheyrst.19:20Selfoss var kominn ískyggilega nálægt fallsvæðinu en þrír sigrar í síðustu fjórum leikjum hafa komið liðinu upp í 5. sæti. Endi Selfoss þar mætir liðið Aftureldingu í úrslitakeppninni. Það yrðu afar áhugaverðir leikir.19:15FH varð síðast deildarmeistari árið 1992. Það ár varð Fimleikafélagið einnig Íslands- og bikarmeistari. Spilandi þjálfari FH þetta tímabilið var Kristján Arason. Sonur hans, Gísli Þorgeir, er í FH-liðinu í dag. Tíminn líður, krakkar mínir.19:12FH getur mest fengið 37 stig í Olís-deildinni á þessu tímabili. Til samanburðar unnu Haukar deildina með 47 stigum í fyrra. Hún hefur hins vegar verið afar jöfn í ár og til marks um það er Akureyri, botnlið deildarinnar, með 18 stig. Liðin sem hafa fallið undanfarin ár hafa sum hver ekki náð tveggja stafa tölu í stigum.19:10FH getur einnig orðið deildarmeistari þótt liðið tapi, svo lengi sem ÍBV vinnur ekki Val.19:07 Selfyssingar hafa ekki að jafn miklu að keppa. Þeir eru búnar að ná því sem hlýtur að hafa verið aðalmarkmið þeirra; að halda sæti sínu í deildinni. Selfoss situr í 5. sætinu og halda því með sigri eða jafntefli. Þeir gætu einnig haldið því með tapi, svo framarlega sem Valur vinnur ekki ÍBV á sama tíma. 19:05 Það er mikið undir hjá FH-ingum í kvöld því með sigri eða jafntefli verður liðið deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. FH hefur unnið átta af 10 leikjum sínum eftir áramót og verður að teljast sigurstranglegri aðilinn hér í kvöld.19:00Góða kvöldið og velkomin á svolítið óhefðbundna Boltavakt þar sem við munum fylgjast með leik FH og Selfoss í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta.Halldór: Þetta er gríðarlegt afrek „Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum.Stefán: Hrikalega ánægðir með 5. sætið Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, sagði að sínir menn hefðu átt að vera með forystu í hálfleik gegn FH í kvöld. „Við spiluðum gífurlega vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. En við fórum illa með dauðafæri og möguleika til að komast meira yfir. Að fara inn í hálfleik með jafna stöðu fannst mér ekki nægilega gott. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir,“ sagði Stefán eftir leik. „Þegar FH fór að skora á okkur í seinni hálfleik misstum við aðeins móðinn. Við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum möguleika sem við hefðum þurft að nýta til að vinna eins sterkt lið og FH.“ Eftir að hafa dregist niður í fallbaráttu á tímabili sýndu Selfyssingar styrk á lokasprettinum í Olís-deildinni og unnu þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. „Við lentum allt í einu í hrikalega slæmri stöðu þegar einhverjar 6-7 umferðir voru eftir. Við höfðum haft það ótrúlega þægilegt allan veturinn, ekki verið nálægt fallinu og ekkert verið talað um það,“ sagði Stefán. „Eftir leikinn á móti Fram vorum við komnir í bullandi fallbaráttu en mínir menn stigu svo sannarlega upp. Við fórum norður og unnum, í Mýrina og unnum og náðum okkur í fullt af stigum. En aðallega þroskuðumst við og risum upp þegar á þurfti.“ Stefáni líst vel á að mæta Aftureldingu í 8-liða úrslitunum. „Okkur líst bara gríðarlega vel á að mæta Aftureldingu. Við höfum stefnt að því í allan vetur að komast í úrslitakeppnina. Síðan þegar það var möguleiki fyrir síðustu tvær umferðirnar að enda í 5. sæti frekar en því níunda lögðum við alla áherslu á það. Við erum hrikalega ánægðir að ná 5. sætinu,“ sagði Stefán að lokum.Ágúst Elí: Vitum hvað við erum góðir Ágúst Elí Björgvinsson var besti leikmaður vallarins þegar FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Selfossi, 28-22, heimavelli. Ágúst Elí varði um 20 skot en hann var sérstaklega mikilvægur í fyrri hálfleik þegar fátt gekk upp í sóknarleik FH. „Ég er ógeðslega sáttur og þetta var ekkert eðlilega gaman,“ sagði Ágúst Elí eftir leik. „Við höfum stefnt að þessu í allan vetur og þótt við höfum fengið neikvæða umfjöllun í byrjun tímabils létum við hana ekki stoppa okkur. Við vitum hvað við erum góðir,“ bætti markvörðurinn við. FH átti í erfiðleikum lengi vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Við héldum alltaf plani. Í seinni hálfleik keyrðum við svo hraðann upp og þeir réðu ekki við það,“ sagði Ágúst Elí. En var leikurinn í kvöld hans besti í vetur? „Jájá, með þeim bestu allavega. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Ágúst Elí og brosti. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira
FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn í handbolta karla með 28-22 sigri á Selfossi í Kaplakrika í kvöld. Þetta var fyrsti deildarmeistaratitill FH í aldarfjórðung, eða frá árinu 1992 þegar liðið vann þrefalt. FH-ingar hafa verið gríðarlega öflugir eftir áramót og unnu níu af síðustu 11 leikjum sínum í Olís-deildinni. Þeir líta því afar vel út fyrir úrslitakeppnina. FH mætir Gróttu í 8-liða úrslitunum. Þrátt fyrir tapið hélt Selfoss 5. sætinu sem verður að teljast frábær árangur hjá ungu og óreyndu liði. Selfyssingar hafa átt marga góða leiki í vetur og eiga alvöru möguleika gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitunum. Það var greinilega taugaspenna í leikmönnum FH í upphafi leiks þar sem sóknarleikurinn gekk afar illa. Varnarleikur Selfoss hefur batnað mikið á undanförnum vikum og hann var mjög öflugur í fyrri hálfleik. Þá varði Einar Ólafur Vilmundarson vel í markinu. Gestirnir voru hins vegar klaufar að ná ekki góðu forskoti í fyrri hálfleik. Aðalástæðan fyrir því var frábær frammistaða Ágústs Elís Björgvinssonar í marki FH en hann var besti maður vallarins í kvöld. FH var aðeins búið að skora tvö mörk þegar Halldór Sigfússon, þjálfari liðsins, tók leikhlé á 14. mínútu. Eftir það skánaði sóknarleikur FH-inga talsvert, ekki síst fyrir tilstuðlan Gísla Þorgeirs Kristjánsson sem átti góða innkomu; skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og gaf nokkrar stoðsendingar. Selfoss náði mest þriggja marka forskoti, 7-10, en góður endasprettur FH-inga í fyrri hálfleik þýddi að staðan var jöfn í hálfleik, 12-12. Í seinni hálfleik spiluðu FH-ingar allt annan og betri leik og eftir að þeir náðu forystunni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Teitur Örn Einarsson jafnaði metin í 15-15 en FH svaraði með fjórum mörkum í röð og þá var björninn unninn. Selfyssingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn en Ágúst Elí reyndist þeim erfiður og því náðu gestirnir aldrei neinu alvöru áhlaupi. FH-ingar sigldu sigrinum í örugga höfn og unnu á endanum sex marka sigur, 28-22.Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 6/3, Ágúst Birgisson 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Gísli Þorgeir Kristjánsson 3, Óðinn Þór Ríkharðsson 3, Arnar Freyr Ársælsson 3, Ágúst Elí Björgvinsson 1, Þorgeir Björnsson 1, Jóhann Karl Reynisson 1, Jóhann Birgir Ingvarsson 1. Mörk Selfoss: Teitur Örn Einarsson 7/2, Elvar Örn Jónsson 5, Hergeir Grímsson 3, Einar Sverrisson 2, Guðni Ingvarsson 2, Haukur Þrastarson 1, Alexander Már Egan 1, Rúnar Hjálmarsson 1. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis frá leiknum.Leik lokið: FH vinnur 6 marka sigur, 28-22, og er deildarmeistari!27-21 (59. mín): Ágúst Elí skorar lúxusmark og eykur muninn í 6 mörk. Það eru allir staðnir upp í Krikanum.25-20 (56. mín): Óðinn Þór kemur FH 5 mörkum yfir.24-20 (53. mín): FH-ingar ætla ekki að missa þessa forystu niður. Ágúst Elí ver sitt 17. skot.22-20 (51. mín): 4-1 kafli hjá Selfossi neyðir Halldór í að taka leikhlé. FH-ingar hafa aðeins gefið eftir síðustu mínútur.21-16 (47. mín): Ásbjörn kemur FH 5 mörkum yfir. Hann hefur verið frábær í seinni hálfleik og er kominn með 5 mörk og 6 í heildina.20-16 (45. mín): FH er að spila svo miklu betur en í fyrri hálfleik. Sóknin og vörnin ganga betur og Ágúst Elí heldur áfram að verja.18-15 (42. mín): Einar Rafn kemur FH 3 mörkum yfir. Toppliðið að sýna styrk sinn. Það er kannski eins gott því ÍBV er búið að jafna gegn Val.17-15 (39. mín): Gísli og Ágúst með mörk og FH er skyndilega komið 2 mörkum yfir. Stefán tekur leikhlé.15-15 (38. mín): Selfyssingar stilla upp fyrir Teit sem þrumar boltanum í fjærhornið. Hans sjötta mark!13-14 (35. mín): Mörk frá Elvari og Teiti og Selfoss er kominn yfir á nýjan leik.13-12 (33. mín): Ásbjörn kemur FH yfir í fyrsta sinn í leiknum.Seinni hálfleikur hafinn: Valsmenn eru að rúlla yfir Eyjamenn þannig að þá skipta úrslitin í þessum leik ekki máli fyrir FH.12-12 (Fyrri hálfleik lokið): Ásbjörn jafnar metin úr víti eftir að leiktíminn rennur út. FH-ingar geta verið nokkuð sáttir við þessa stöðu miðað við hvernig þeir hafa spilað. Ágúst Elí hefur hins vegar verið frábær í markinu og Gísli breytti sóknarleik FH-inga til hins betra. Selfyssingar hafa verið sterkari aðilinn og spilað mjög góða vörn en farið illa með færin sín.10-11 (28. mín): Jóhann Birgir rekinn af velli. Selfyssingar stilla upp í sókn, Hergeir fær dauðafæri en Ágúst Elí ver. Verið frábær í þessum fyrri hálfleik.9-10 (25. mín): Gísli með línusendingu á Jóhann Karl sem skorar sitt fyrsta mark. Strákurinn er búinn að breyta sóknarleik FH til hins betra.7-9 (23. mín): Höndin komin upp en þá stekkur Elvar jafnfætis upp og skorar. Vel gert hjá Elvari en Ágúst Elí átti líklega að verja þetta.6-7 (21. mín): Ásbjörn jafnar metin af vítalínunni. Hans fyrsta mark. Elvar svarar í næstu sókn og kemur Selfyssingum aftur yfir.5-5 (18. mín): Ekkert í gangi í sókn FH en þá finnur Gísli Ágúst inni á línunni og stóri maðurinn skorar.4-4 (16. mín): Gísli Þorgeir jafnar metin. Gott svar frá FH-ingum.2-4 (14. mín): Einar ver skot frá Ágústi, Hergeir brunar fram og skorar. Halldór tekur leikhlé og það skiljanlega. Það er enginn taktur í sóknarleik heimamanna sem virka taugaóstyrkir.2-3 (12. mín): Selfyssingar eru klaufar að hafa ekki náð neinni alvöru forystu. FH spilar ekki svona illa í sókninni allan leikinn. Ágúst Elí byrjar af krafti og er búinn að verja 6 skot.2-3 (9. mín): Jóhann Birgir skorar langþráð mark fyrir FH.1-2 (8. mín): Bæði lið eru að gera svolítið af mistökum í sókninni. Markverðirnir eru hins vegar í góðum gír. Ágúst Elí er kominn með 3 skot varin og Einar Ólafur 4.1-2 (5. mín): Einar Rafn jafnar metin en Hergeir svarar. Tekur frákastið eftir skot Elvars í stöngina og skorar.0-1 (2. mín): Teitur lyftir sér upp og skorar fyrsta mark leiksins. Mikið efni þessi strákur.Leikur hafinn: Selfyssingar byrja með boltann!19:26Heyrðist vallarþulurinn segja Selfossar. Vona að mér hafi misheyrst.19:20Selfoss var kominn ískyggilega nálægt fallsvæðinu en þrír sigrar í síðustu fjórum leikjum hafa komið liðinu upp í 5. sæti. Endi Selfoss þar mætir liðið Aftureldingu í úrslitakeppninni. Það yrðu afar áhugaverðir leikir.19:15FH varð síðast deildarmeistari árið 1992. Það ár varð Fimleikafélagið einnig Íslands- og bikarmeistari. Spilandi þjálfari FH þetta tímabilið var Kristján Arason. Sonur hans, Gísli Þorgeir, er í FH-liðinu í dag. Tíminn líður, krakkar mínir.19:12FH getur mest fengið 37 stig í Olís-deildinni á þessu tímabili. Til samanburðar unnu Haukar deildina með 47 stigum í fyrra. Hún hefur hins vegar verið afar jöfn í ár og til marks um það er Akureyri, botnlið deildarinnar, með 18 stig. Liðin sem hafa fallið undanfarin ár hafa sum hver ekki náð tveggja stafa tölu í stigum.19:10FH getur einnig orðið deildarmeistari þótt liðið tapi, svo lengi sem ÍBV vinnur ekki Val.19:07 Selfyssingar hafa ekki að jafn miklu að keppa. Þeir eru búnar að ná því sem hlýtur að hafa verið aðalmarkmið þeirra; að halda sæti sínu í deildinni. Selfoss situr í 5. sætinu og halda því með sigri eða jafntefli. Þeir gætu einnig haldið því með tapi, svo framarlega sem Valur vinnur ekki ÍBV á sama tíma. 19:05 Það er mikið undir hjá FH-ingum í kvöld því með sigri eða jafntefli verður liðið deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. FH hefur unnið átta af 10 leikjum sínum eftir áramót og verður að teljast sigurstranglegri aðilinn hér í kvöld.19:00Góða kvöldið og velkomin á svolítið óhefðbundna Boltavakt þar sem við munum fylgjast með leik FH og Selfoss í lokaumferð Olís-deildar karla í handbolta.Halldór: Þetta er gríðarlegt afrek „Við töluðum um að þetta væri hægt en vissum að það þyrfti ansi margt að ganga upp,“ sagði Halldór Sigfússon, þjálfari FH, aðspurður hvort hann hefði gert ráð fyrir að standa uppi sem deildarmeistari fyrir tímabilið. „Við lentum í smá meiðslavandræðum á kafla og ungir menn fá mikla ábyrgð. En við stöndum samt uppi sem deildarmeistarar og mér finnst það gríðarlegt afrek,“ sagði Halldór eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. FH sýndi mikinn stöðugleika eftir áramót og vann níu af síðustu 11 leikjum sínum. „Þegar við vorum búnir að fá alla inn jókst breiddin og við urðum ennþá þéttari og betri. Vonandi heldur það áfram,“ sagði Halldór. En getur FH farið alla leið og orðið Íslandsmeistari? „Ef við getum orðið deildarmeistarar getum við svo sannarlega orðið Íslandsmeistarar. Það er ekki spurning. En núna kemur bara ný keppni og nýr mótherji. Við fögnum vel í kvöld en svo byrjar bara undirbúningurinn, allavega hjá þjálfurunum, strax í fyrramálið,“ sagði Halldór. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að FH sé að toppa of snemma. „Ég hef engar áhyggjur af því. Þetta er einn af stóru titlunum og það lið sem verður deildarmeistari er stöðugasta liðið heilt yfir. En við vitum að í úrslitakeppninni skiptir dagsform miklu máli og ýmsir hlutir spila inn í,“ sagði Halldór að lokum.Stefán: Hrikalega ánægðir með 5. sætið Stefán Árnason, þjálfari Selfoss, sagði að sínir menn hefðu átt að vera með forystu í hálfleik gegn FH í kvöld. „Við spiluðum gífurlega vel í fyrri hálfleik og framan af þeim seinni. En við fórum illa með dauðafæri og möguleika til að komast meira yfir. Að fara inn í hálfleik með jafna stöðu fannst mér ekki nægilega gott. Við hefðum átt að vera 2-3 mörkum yfir,“ sagði Stefán eftir leik. „Þegar FH fór að skora á okkur í seinni hálfleik misstum við aðeins móðinn. Við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum möguleika sem við hefðum þurft að nýta til að vinna eins sterkt lið og FH.“ Eftir að hafa dregist niður í fallbaráttu á tímabili sýndu Selfyssingar styrk á lokasprettinum í Olís-deildinni og unnu þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. „Við lentum allt í einu í hrikalega slæmri stöðu þegar einhverjar 6-7 umferðir voru eftir. Við höfðum haft það ótrúlega þægilegt allan veturinn, ekki verið nálægt fallinu og ekkert verið talað um það,“ sagði Stefán. „Eftir leikinn á móti Fram vorum við komnir í bullandi fallbaráttu en mínir menn stigu svo sannarlega upp. Við fórum norður og unnum, í Mýrina og unnum og náðum okkur í fullt af stigum. En aðallega þroskuðumst við og risum upp þegar á þurfti.“ Stefáni líst vel á að mæta Aftureldingu í 8-liða úrslitunum. „Okkur líst bara gríðarlega vel á að mæta Aftureldingu. Við höfum stefnt að því í allan vetur að komast í úrslitakeppnina. Síðan þegar það var möguleiki fyrir síðustu tvær umferðirnar að enda í 5. sæti frekar en því níunda lögðum við alla áherslu á það. Við erum hrikalega ánægðir að ná 5. sætinu,“ sagði Stefán að lokum.Ágúst Elí: Vitum hvað við erum góðir Ágúst Elí Björgvinsson var besti leikmaður vallarins þegar FH tryggði sér deildarmeistaratitilinn með sigri á Selfossi, 28-22, heimavelli. Ágúst Elí varði um 20 skot en hann var sérstaklega mikilvægur í fyrri hálfleik þegar fátt gekk upp í sóknarleik FH. „Ég er ógeðslega sáttur og þetta var ekkert eðlilega gaman,“ sagði Ágúst Elí eftir leik. „Við höfum stefnt að þessu í allan vetur og þótt við höfum fengið neikvæða umfjöllun í byrjun tímabils létum við hana ekki stoppa okkur. Við vitum hvað við erum góðir,“ bætti markvörðurinn við. FH átti í erfiðleikum lengi vel í fyrri hálfleik en í þeim seinni var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. „Við héldum alltaf plani. Í seinni hálfleik keyrðum við svo hraðann upp og þeir réðu ekki við það,“ sagði Ágúst Elí. En var leikurinn í kvöld hans besti í vetur? „Jájá, með þeim bestu allavega. Þetta var mikilvægasti leikurinn á tímabilinu,“ sagði Ágúst Elí og brosti.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Sjá meira