Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 94-84 | Grindjánar komnir í 2-0 Tómas Þór Þórðarson í Mustad-höllinni skrifar 4. apríl 2017 21:30 Dagur Kár Jónsson og félagar eru í góðum málum. vísir/ernir Grindavík er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir flottan sigur á heimavelli sínum í Röstinni í kvöld, 94-84. Grindavík stakk Stjörnuna af í öðrum leikhluta sem heimamenn unnu með 30 stigum á móti 17. Grindavík var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta en gestirnir úr Garðabænum byrjuðu vel í öðrum og skoruðu fyrstu tvær körfunar. Þá var komið að Grindavík sem skoraði 30 stig á móti þrettán og gjörsamlega tók yfir leikinn. Þorleifur Ólafsson fór hamförum og skoraði fjórar þriggja stiga körfur í öðrum leikhluta en hann skoraði í heildina 21 stig, þar af 18 í fyrri hálfleik. Grindjánar gengu yfir Stjörnuna í öðrum leikhluta og lögðu með því grunninn að sigrinum en þeir vildu þetta bara miklu meira. Þeir hittu úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan skaut aðeins einn af tíu fyrir utan. Stjörnumenn minnkuðu muninn í fimmtán stig fyrir síðasta fjórðunginn og gerðu svo heiðarlega tilraun til endurkomu undir lok leiksins þegar þeir minnkuðu muninn mest niður í sex stig. Holan var þó bara of djúp á endanum. Lewis Clinch var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Þorleifur Ólafsson skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Bróðir hans Ólafur Ólafsson skoraði fimmtán stig og tók tíu fráköst. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson stigahæstur með 32 stig, þar af 20 af vítalínunni. Justin Shouse skoraði 17 stig. Liðin mætast næst í Garðabænum á laugardaginn en þar getur Grindavík sópað Stjörnunni í sumarfrí.Tweets by @Visirkarfa1 Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar hittu auðvitað úr nánast hverju einasta skoti í öðrum leikhluta þar sem þá fékk ekkert stöðvað. Grunnurinn var lagður í varnarleiknum sem var frábær í fyrri hálfleik. Krafturinn, ákveðnin og gleðin var alls ríkjandi í liði Grindavíkur sem allir börðust fyrir hvorn annan á meðan Stjörnumenn virtust vera með heiminn á herðunum. Það var bara með hreinum gæðum liðsins sem gestirnir hengu í Grindavík framan af og náðu að koma til baka undir lokin.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch gerði það sem Lewis Clinch gerir og skoraði körfur þegar þess þurfti. Þessi magnaði Bandaríkjamaður reynir samt alltaf að koma liðsfélögum sínum inn í spilið og gæti hæglega sett 30 stig í leik ef honum dytti það í hug. Þorleifur Ólafsson var hreint magnaður í fyrri hálfleik en hann setti fjórar þriggja stiga körfur í fimm skotum og skoraði 18 stig. Hann endaði leikinn með 21 stig en hvíldin sem hann fékk í vetur er heldur betur að skila sér.Áhugaverð tölfræði: Hlynur Bæringsson skoraði kannski bara sex körfur úr opnum leik en hann var óstöðvandi undir körfunni og fiskaði fjórtán villur. Ómar Sævarsson fékk fimm af þeim og þurfti að fara út af snemma. Það er þó ekki áhugaverða tölfræðin heldur sú staðreynd að Hlynur skoraði úr öllum 20 vítaskotum sínum í leiknum en 20 stig hans af 32 komu af vítalínunni.Hvað gekk illa? Þó frákastabaráttan segi aðra sögu gekk Stjörnunni illa að berjast við Grindavíkurliðið sem vildi þetta miklu meira. Grindjánar börðust fyrir öllum boltum og höfðu svo miklu meira gaman að því að spila leikinn. Grindavík gekk aftur á móti ekkert að ráða við Hlyn í teignum sem er eitthvað sem þeir þurfa að skoða betur fyrir næsta leik.Ólafur: Þorleifur er ógeðslega góður í körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var brosið eitt þegar Vísir ræddi við hann eftir tíu stiga sigurinn í kvöld en það voru ekki margir sem spáðu Grindjánum 2-0 forskoti í þessari rimmu. Bróðir hans, Þorleifur, hefur komið svakalega sterkur inn í úrslitakeppnina eftir að vera hvíldur mikið í vetur. Lalli, eins og hann er kallaður, fór á kostum í kvöld. „Við duttum í þennan klassíska Grindavíkur-grí,“ sagði Ólafur um annan leikhlutann þar sem heimamenn stungu af. „Þegar Þorleifur setti fjórða eða fimmta þristinn einhverjum fjórum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna með gaur í andlitinu sá ég að þessar fimmtán mínútur sem hann var að spila í vetur eru að skila sér. Skokkurinn leyfir honum bara ekki meira en hann er ógeðslega góður í körfubolta.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik sóttu Stjörnumenn á heimamenn í seinni hálfleik þó það dugði ekki til á endanum. „Mér fannst við bara slaka á. Við hættum að berjast og þá refsa þeir okkur. Við þurfum að halda áfram að gera eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum aðeins of góðir með okkur þarna undir lokin en Stjarnan er líka með gott lið þannig við þurfum að passa okkur allan tímann,“ sagði Ólafur. Grindavík var ekki beint spáð góðu gengi í úrslitakeppninni enda hefur liðið verið upp og niður í vetur. „Mér finnst þetta búið að vera gott eftir Þórsleikinn. Við erum að byggja ofan á þann leik. Við höfum líka bara ógeðslega gaman að þessu og það skipti máli,“ sagði Ólafur. „Við spilum saman í vörninni og gerum þetta allt saman en það er samt ógeðslega erfitt að ráða við þessa Stjörnumenn. Stjarnan er með frábært lið en við erum bara að skemmta okkur. Þetta er úrslitakeppnin þannig ef þér finnst ekki gaman er eitthvað að,“ sagði Ólafur Ólafsson.Hrafn: Byrjunarliðið ætlaði að sigra heiminn „Ég er ekki ósáttur við allar 40 mínúturnar,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir tíu stiga tap, 94-84, gegn Grindavík í kvöld. Liðið sem hafnaði í 2. sæti deildarinnar er nú 2-0 undir. „Mér fannst við byrja leikinn vel í kvöld varðandi það að berjast og við vorum að spila fínan sóknarleik. Við bara hittum ekki vel en tókum leikhlé í stöðunni 13-3 bara til að segja strákunum að þeir voru ekki að gera ranga hluti.“ „Okkar vandamál núna er ekki barátta varnarlega heldur um leið og Grindavík nær sex stiga forskoti kannski eða setur stóran þrist ætlum við að svara með þriggja stiga körfu í næstu sókn.“ Hrafn var ósáttur við þessi hetjuskot Stjörnunnar en það var byrjunarliðið sem fór með þetta í öðrum leikhluta. „Það kom þarna tímabil í leiknum þar sem varamennirnir voru að spila mjög vel en svo fer ég að setja byrjunarliðsmennina inn á þegar við vorum þremur stigum undir og þeir ætluðu bara að sigra heiminn,“ sagði Hrafn. „Við náðum ekki að róa okkur niður og gera það sem við vorum að gera vel því Jesús kristur ekki gátu þeir stöðvað Hlyn. Við þurfum ekki home run í hverri sókn. Það er nóg að komast í fyrstu höfn, svo aðra og mjatla þessu heim. Við vorum algjörlega hauslausir í sókninni í kvöld og því fór sem fór,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Jóhann: Leggjum upp úr því að hafa gaman Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld en hvað gerðist í þessum öðrum leikhluta? „Við hittum vel í fyrri hálfleik og mér fannst við spila góða vörn. Við komum þeim í aðstæðu sem þeim líður ekki vel með,“ sagði Jóhann. „Við duttum niður í seinni hálfleik og bökkuðum of mikið á báðum endum. Stjarnan er líka með gott lið og fór að gera betri hluti eins og að finna Hlyn undir körfunni sem við réðum ekkert við. Við þurfum að bæta og laga þetta fyrir næsta leik.“ Jóhanni finnst vera stígandi í leik Grindavíkur sem er nú búið að vinna þrjá leiki í röð í úrslitakeppninni. „Við bættum Degi við í nóvember og Lalla í mars. Mér finnst við bara vera á góðri siglinu og vera með gott lið sem á allt hrós skilið. Við leggjum líka mikið upp úr því að njóta þess að fá að vera með í þessu,“ sagði Jóhann Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira
Grindavík er komið í 2-0 í einvígi sínu gegn Stjörnunni í undanúrslitum Domino´s-deildar karla í körfubolta eftir flottan sigur á heimavelli sínum í Röstinni í kvöld, 94-84. Grindavík stakk Stjörnuna af í öðrum leikhluta sem heimamenn unnu með 30 stigum á móti 17. Grindavík var 24-19 yfir eftir fyrsta leikhluta en gestirnir úr Garðabænum byrjuðu vel í öðrum og skoruðu fyrstu tvær körfunar. Þá var komið að Grindavík sem skoraði 30 stig á móti þrettán og gjörsamlega tók yfir leikinn. Þorleifur Ólafsson fór hamförum og skoraði fjórar þriggja stiga körfur í öðrum leikhluta en hann skoraði í heildina 21 stig, þar af 18 í fyrri hálfleik. Grindjánar gengu yfir Stjörnuna í öðrum leikhluta og lögðu með því grunninn að sigrinum en þeir vildu þetta bara miklu meira. Þeir hittu úr níu af 18 þriggja stiga skotum sínum í fyrri hálfleik á meðan Stjarnan skaut aðeins einn af tíu fyrir utan. Stjörnumenn minnkuðu muninn í fimmtán stig fyrir síðasta fjórðunginn og gerðu svo heiðarlega tilraun til endurkomu undir lok leiksins þegar þeir minnkuðu muninn mest niður í sex stig. Holan var þó bara of djúp á endanum. Lewis Clinch var stigahæstur Grindvíkinga með 22 stig auk þess sem hann tók fimm fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Þorleifur Ólafsson skoraði 22 stig og tók tíu fráköst. Bróðir hans Ólafur Ólafsson skoraði fimmtán stig og tók tíu fráköst. Hjá Stjörnunni var Hlynur Bæringsson stigahæstur með 32 stig, þar af 20 af vítalínunni. Justin Shouse skoraði 17 stig. Liðin mætast næst í Garðabænum á laugardaginn en þar getur Grindavík sópað Stjörnunni í sumarfrí.Tweets by @Visirkarfa1 Af hverju vann Grindavík? Grindvíkingar hittu auðvitað úr nánast hverju einasta skoti í öðrum leikhluta þar sem þá fékk ekkert stöðvað. Grunnurinn var lagður í varnarleiknum sem var frábær í fyrri hálfleik. Krafturinn, ákveðnin og gleðin var alls ríkjandi í liði Grindavíkur sem allir börðust fyrir hvorn annan á meðan Stjörnumenn virtust vera með heiminn á herðunum. Það var bara með hreinum gæðum liðsins sem gestirnir hengu í Grindavík framan af og náðu að koma til baka undir lokin.Bestu menn vallarins: Lewis Clinch gerði það sem Lewis Clinch gerir og skoraði körfur þegar þess þurfti. Þessi magnaði Bandaríkjamaður reynir samt alltaf að koma liðsfélögum sínum inn í spilið og gæti hæglega sett 30 stig í leik ef honum dytti það í hug. Þorleifur Ólafsson var hreint magnaður í fyrri hálfleik en hann setti fjórar þriggja stiga körfur í fimm skotum og skoraði 18 stig. Hann endaði leikinn með 21 stig en hvíldin sem hann fékk í vetur er heldur betur að skila sér.Áhugaverð tölfræði: Hlynur Bæringsson skoraði kannski bara sex körfur úr opnum leik en hann var óstöðvandi undir körfunni og fiskaði fjórtán villur. Ómar Sævarsson fékk fimm af þeim og þurfti að fara út af snemma. Það er þó ekki áhugaverða tölfræðin heldur sú staðreynd að Hlynur skoraði úr öllum 20 vítaskotum sínum í leiknum en 20 stig hans af 32 komu af vítalínunni.Hvað gekk illa? Þó frákastabaráttan segi aðra sögu gekk Stjörnunni illa að berjast við Grindavíkurliðið sem vildi þetta miklu meira. Grindjánar börðust fyrir öllum boltum og höfðu svo miklu meira gaman að því að spila leikinn. Grindavík gekk aftur á móti ekkert að ráða við Hlyn í teignum sem er eitthvað sem þeir þurfa að skoða betur fyrir næsta leik.Ólafur: Þorleifur er ógeðslega góður í körfubolta Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, var brosið eitt þegar Vísir ræddi við hann eftir tíu stiga sigurinn í kvöld en það voru ekki margir sem spáðu Grindjánum 2-0 forskoti í þessari rimmu. Bróðir hans, Þorleifur, hefur komið svakalega sterkur inn í úrslitakeppnina eftir að vera hvíldur mikið í vetur. Lalli, eins og hann er kallaður, fór á kostum í kvöld. „Við duttum í þennan klassíska Grindavíkur-grí,“ sagði Ólafur um annan leikhlutann þar sem heimamenn stungu af. „Þegar Þorleifur setti fjórða eða fimmta þristinn einhverjum fjórum metrum fyrir utan þriggja stiga línuna með gaur í andlitinu sá ég að þessar fimmtán mínútur sem hann var að spila í vetur eru að skila sér. Skokkurinn leyfir honum bara ekki meira en hann er ógeðslega góður í körfubolta.“ Eftir frábæran fyrri hálfleik sóttu Stjörnumenn á heimamenn í seinni hálfleik þó það dugði ekki til á endanum. „Mér fannst við bara slaka á. Við hættum að berjast og þá refsa þeir okkur. Við þurfum að halda áfram að gera eins og við gerðum í fyrri hálfleik. Við vorum aðeins of góðir með okkur þarna undir lokin en Stjarnan er líka með gott lið þannig við þurfum að passa okkur allan tímann,“ sagði Ólafur. Grindavík var ekki beint spáð góðu gengi í úrslitakeppninni enda hefur liðið verið upp og niður í vetur. „Mér finnst þetta búið að vera gott eftir Þórsleikinn. Við erum að byggja ofan á þann leik. Við höfum líka bara ógeðslega gaman að þessu og það skipti máli,“ sagði Ólafur. „Við spilum saman í vörninni og gerum þetta allt saman en það er samt ógeðslega erfitt að ráða við þessa Stjörnumenn. Stjarnan er með frábært lið en við erum bara að skemmta okkur. Þetta er úrslitakeppnin þannig ef þér finnst ekki gaman er eitthvað að,“ sagði Ólafur Ólafsson.Hrafn: Byrjunarliðið ætlaði að sigra heiminn „Ég er ekki ósáttur við allar 40 mínúturnar,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, við Vísi eftir tíu stiga tap, 94-84, gegn Grindavík í kvöld. Liðið sem hafnaði í 2. sæti deildarinnar er nú 2-0 undir. „Mér fannst við byrja leikinn vel í kvöld varðandi það að berjast og við vorum að spila fínan sóknarleik. Við bara hittum ekki vel en tókum leikhlé í stöðunni 13-3 bara til að segja strákunum að þeir voru ekki að gera ranga hluti.“ „Okkar vandamál núna er ekki barátta varnarlega heldur um leið og Grindavík nær sex stiga forskoti kannski eða setur stóran þrist ætlum við að svara með þriggja stiga körfu í næstu sókn.“ Hrafn var ósáttur við þessi hetjuskot Stjörnunnar en það var byrjunarliðið sem fór með þetta í öðrum leikhluta. „Það kom þarna tímabil í leiknum þar sem varamennirnir voru að spila mjög vel en svo fer ég að setja byrjunarliðsmennina inn á þegar við vorum þremur stigum undir og þeir ætluðu bara að sigra heiminn,“ sagði Hrafn. „Við náðum ekki að róa okkur niður og gera það sem við vorum að gera vel því Jesús kristur ekki gátu þeir stöðvað Hlyn. Við þurfum ekki home run í hverri sókn. Það er nóg að komast í fyrstu höfn, svo aðra og mjatla þessu heim. Við vorum algjörlega hauslausir í sókninni í kvöld og því fór sem fór,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Jóhann: Leggjum upp úr því að hafa gaman Jóhann Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, var eðlilega kátur með sigurinn í kvöld en hvað gerðist í þessum öðrum leikhluta? „Við hittum vel í fyrri hálfleik og mér fannst við spila góða vörn. Við komum þeim í aðstæðu sem þeim líður ekki vel með,“ sagði Jóhann. „Við duttum niður í seinni hálfleik og bökkuðum of mikið á báðum endum. Stjarnan er líka með gott lið og fór að gera betri hluti eins og að finna Hlyn undir körfunni sem við réðum ekkert við. Við þurfum að bæta og laga þetta fyrir næsta leik.“ Jóhanni finnst vera stígandi í leik Grindavíkur sem er nú búið að vinna þrjá leiki í röð í úrslitakeppninni. „Við bættum Degi við í nóvember og Lalla í mars. Mér finnst við bara vera á góðri siglinu og vera með gott lið sem á allt hrós skilið. Við leggjum líka mikið upp úr því að njóta þess að fá að vera með í þessu,“ sagði Jóhann Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Körfubolti Loks vann Tottenham Fótbolti Bruno til bjargar Fótbolti Fleiri fréttir „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Sjá meira