Ákallið að engu haft Guðjón S. Brjánsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir helgi er því slegið upp að aukning til heilbrigðisþjónustu til ársins 2022 verði hvorki meira né minna en 20%. Látið er að því liggja að um leiftrandi sókn sé að ræða og verulegan viðsnúning til hagsbóta fyrir þá sem lengi hafa beðið. Þegar nánar er að gáð slæ r nokkrum fölva á myndina. Stóra Landspítalaverkefnið er hluti af þessari aukningu og reyndar meira en helmingur. Eftir standa 7,3 milljarðar til annarrar starfsemi og uppbyggingar, m.a. innan heilbrigðisstofnana vítt og breitt um landið sem þarfnast verulegs hluta af þessari upphæð. Framlög til að starfrækja sjúkrahús/heilbrigðisstofnanir í landinu á milli áranna 2017 til 2018 munu aðeins hækka um tæplega 340 milljónir króna sem samsvarar prósentubroti. Ekki verður hægt að mæta fyrirliggjandi þörf fyrir þjónustu og niðurskurður er fram undan. Þvert á það sem var lofað. Þá er hvergi að sjá að uppbygging á landsbyggðinni sé sett í forgang þrátt fyrir ítrekaðar yfirlýsingar stjórnvalda. Þar verður sérfræðiþjónusta áfram í skötulíki. Þá má nefna að engin teikn eru um aukna greiðsluþátttöku í tannlækningum fyrir viðkvæma hópa, m.a. aldraða og öryrkja. Öldrunarheimili búa við verulega vanfjármögnun í dag. Samkvæmt áætluninni til ársins 2022 verða 292 ný hjúkrunarrými tekin í notkun. Þetta eru þörf markmið en sá galli er á gjöf Njarðar að til þess að hægt verði að starfrækja þau vantar að lágmarki þrjá milljarða króna inn í áætlunina. Það bætist við núverandi vanda hjúkrunarheimila sem hleypur á milljörðum. Þá vantar enn peninga til að fjölga dagdvalarrýmum og bæta aðbúnað sem er aðkallandi á mörgum stofnunum. Um raunverulega aukningu útgjalda til heilbrigðisþjónustu verður því miður ekki að ræða á tímabilinu eins og lofað var fyrir kosningar. Ekki verður annað séð en við séum enn í órafjarlægð frá endursköpun og uppbyggingu heilbrigðisþjónustunnar. Baráttan mun að óbreyttu standa um að halda í horfinu og áfram verður gengið á laskaða innviði. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar