Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru. Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru.
Alþingi Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira