Kröfðust þess að sérstök umræða um fátækt yrði sett á dagskrá þingsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. apríl 2017 15:49 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. Vísir/Ernir Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru. Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar komu upp í pontu við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu það að sérstök umræða um fátækt sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, óskaði eftir við félagsmálaráðherra, Þorstein Víglundsson, fer ekki fram í þessari viku eins og búist hafði verið við. Ekki varð annað ráðið af orðum þingmanna en að staðið hefði til að umræðan færi fram í dag en að Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti þingsins, hefði hætt við umræðuna og tilkynnt að engar sérstakar umræður myndu fara fram á þingi í þessari viku. „Ég var beðin um að senda hér inn spurningar af því að til stæði að setja þessa umræðu á dagskrá í þessari viku en en nú fæ ég að heyra það að það standi ekki til að setja þessa sérstöku umræðu á dagskrá né nokkra aðra sérstaka umræðu og ég hlýt að furða mig á því að loksins þegar hæstvirt ríkisstjórn skilar af sér málum, að sjálfsögðu á síðasta framlagningardegi eins og alltaf hefur verið þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað, þá eigi að ryðja burt öllum öðrum málum. Eða vill forysta þingsins ekki ræða málefni fátæktar?“ spurði Katrín á þingi í dag og krafðist þess að umræðan færi fram í vikunni enda væri um stórt pólitískt mál að ræða. Á meðal þingmanna sem tóku undir orð Katrínar voru þau Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. „Það er alveg fráleitt að engar sérstakar umræður muni eiga sér stað í þessari viku. Við erum að tala um það að þetta er málstofa Alþingis þar sem við ræðum formlega um ýmis mál ekki bara frumvörp ríkisstjórnarinnar þegar henni hentar heldur er mjög mikilvægt að við eigum í umræðum um önnur mikilvæg mál,“ sagði Ásta Guðrún. Logi sagði ólíðandi að ekki væri gefið pláss fyrir sérstakar umræður stjórnarandstöðunnar, ekki síst um fátækt sem verið hefði mikið til umræðu í samfélaginu undanfarnar vikur. „Mér finnst það vanvirðing við þann stóra hóp sem er að glíma við fátækt að menn skuli ekki gefa sér örlítinn tíma. Við getum auðvitað komið þessari umræðu að þegar við tölum um fjármálaáætlunina [...] og ég krefst þess að umræðan verði sett á dagskrá í vikunni,“ sagði Logi. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom forseta þingsins til varnar og sagði að þingmenn yrðu að sýna forseta sanngirni. Hann taldi að aldrei á neinu tveggja mánaða tímabili í störfum þingsins hefðu sérstakar umræður að beiðni stjórnarandstöðunnar verið jafn tíðar. Þá væri leitun að því að þingmenn hefðu átt jafn greiða leið að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í þeim farvegi sem sérstakar umræður eru.
Alþingi Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Sjá meira