Fótbolti

Fimm stiga forskot eftir fjórða sigurinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema kom Madrídingum á bragðið á 31. mínútu.
Benzema kom Madrídingum á bragðið á 31. mínútu. vísir/getty
Real Madrid náði fimm stiga forskoti á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 3-0 sigri á Alavés á Santiago Bernabéu í dag.

Þetta var fjórði sigur Madrídinga í röð. Barcelona getur minnkað forskot Real Madrid niður í tvö stig með sigri á Granada í kvöld en Madrídingar eiga samt áfram leik til góða á Börsunga.

Karim Benzema kom Real Madrid yfir á 31. mínútu. Evrópumeistararnir tóku sér svo frí frá markaskorun þar til á lokamínútunum.

Á 85. mínútu skoraði Isco annað mark Real Madrid eftir sendingu Cristianos Ronaldo og þremur mínútum síðar var röðin komin að varnarmanninum Nacho.

Fleiri urðu mörkin og 3-0 sigur Real Madrid staðreynd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×