Sjö ára sýrlensk stúlka gefur út ævisögu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. apríl 2017 15:14 Bana al-Abed hittir forseta Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, í desember 2016. Vísir/AFP Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri. Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Bana al-Abed, sjö ára sýrlenskur flóttamaður, mun gefa út ævisögu í haust. Bana vakti fyrst heimsathygli í september á síðasta ári en hún hélt úti Twitter-aðgangi með aðstoð móður sinnar. Þar sagði hún frá upplifun sinni af stríðsástandinu í heimalandi sínu. The Guardian greinir frá. Bókin, sem bera mun heitið „Dear World“ eða „Kæri heimur“, kemur út í Bandaríkjunum í haust. Í henni hyggst Bana rekja reynslu sína af Sýrlandi og segja frá því hvernig hún, ásamt fjölskyldu sinni, hóf nýtt líf sem flóttamaður. „Ég vona að bókin mín hvetji heimsbyggðina til að gera eitthvað fyrir börn og fullorðna í Sýrlandi og færi þeim börnum frið sem búa við stríð,“ sagði Bana í tilkynningu frá útgefendum bókarinnar, Simon & Schuster.Lét rödd sína heyrast á Twitter Á Twitter-aðgangi sínum sagði Bana tæplega fjögurhundruð þúsund fylgjendum frá áhrifum stríðsins í Sýrlandi. Hún talaði hispurslaust um hungur og loftárásir en fylgjendur hennar óttuðust mjög um afdrif fjölskyldunnar þegar Bana hvarf af samfélagsmiðlum í desember. Síðar kom í ljós að þau höfðu verið flutt í burtu frá Aleppo, þar sem þau voru búsett þegar stríðið í Sýrlandi braust út. Bana hefur nýtt sér Twitter-aðgang sinn til að ná sambandi við Vladimir Putin, forseta Rússlands, Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, Barack Obama, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. Í lok síðasta árs fékk fjölskyldan hæli í Tyrklandi og hittu þar fyrir forseta landsins, Recep Tayyip Erdogan. Bönu hefur verið líkt við mannréttindafrömuðinn Malölu Yousafzai, sem flúði til Bretlands eftir hryllilega árás í heimalandi sínu, Pakistan. Ritstjóri hjá Simon & Schuster, Christine Pride, sagði að boðskapur Bönu „nísti í gegnum pólítískar rökræður og minni okkur öll á hversu dýrkeypt stríð getur verið.“Hér má sjá eitt tístanna sem Bana sendi út þegar átökin stóðu sem hæst:Tonight we have no house, it's bombed & I got in rubble. I saw deaths and I almost died. - Bana #Aleppo pic.twitter.com/arGYZaZqjg— Bana Alabed (@AlabedBana) November 27, 2016 Bana og Erdogan bæði gagnrýnd Twitter-aðgangur Bönu al-Abed hefur þó verið nokkuð umdeildur síðan hann vakti fyrst athygli. Einhverjir efuðust um lögmæti tístanna og töldu margir vert að skoða hvort Bana væri einhvers konar áróðurstæki. Þá hefur Erdogan, forseti Tyrklands, einnig verið gagnrýndur fyrir að nota stúlkuna í kynningarskyni fyrir sig og ímynd sína. Hann hefur auk þess verið harðorður í garð samfélagsmiðla á borð við Twitter og ítrekað látið loka fyrir aðgang að þeim í heimalandi sínu. Þrátt fyrir þessa gagnrýni sína notar hann miðlana sjálfur til að koma stefnu sinni á framfæri.
Erlent Flóttamenn Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Sjá meira
Flutningar fólks frá Aleppo halda áfram Að minnsta kosti 350 manns voru fluttir frá austurhluta Aleppo seint í gærkvöldi. 19. desember 2016 10:46