Kynbætur Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. apríl 2017 07:00 Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu. Að störfum er starfshópur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem á að koma með tillögur til ráðherra um laxeldi í sjókvíum í sérstakri skýrslu sem á að birta næsta sumar. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki haft skýra stefnu í málaflokknum. Menn færu ekki að ræsa út heilan starfshóp til skýrslugerðar ef umgjörð atvinnugreinarinnar væri skýr. Ráðherra viðurkenndi í viðtali á Stöð 2 að ríkisvaldið hefði ekki haft „sterka stefnu“ þegar laxeldi í sjókvíum væri annars vegar. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, nefnir í grein hér í blaðinu í gær að forsenda fiskeldis sé að Hafrannsóknastofnun vinni burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin sé að ala fisk. Stofnunin beiti mikilli varúð við matið og nefnir Einar mat á burðarþoli í Ísafjarðardjúpi í dæmaskyni. Það sem Einar nefnir ekki í sinni grein er að burðarþolsmat vegna laxeldis í sjókvíum nýtist ekkert til að meta áhrif eldisins á lífríkið við strendur Íslands og í þeim ám sem falla til sjávar hér við land. Í burðarþolsmatinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum. Ef hafstraumar dreifa mengun sem laxeldi í sjókvíum hefur í för með sér nógu mikið er þannig talið að viðkomandi svæði sem er metið beri fiskeldi af tiltekinni stærð. Á þessum forsendum er komist að þeirri niðurstöðu að Ísafjarðardjúp beri 30 þúsund tonna fiskeldi þótt eitt þúsund tonna framleiðsla á staðnum gæti skaðað vistkerfið stórkostlega. Þá er til staðar óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun (Mast) veitti Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf. eins og er ítarlega rakið í stefnum málsóknarfélaganna Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur Mast og umræddum félögum þar sem krafist er ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis. Meðal annars er byggt á því að Mast hafi brotið gegn 40. gr. stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. gr. laga um náttúruvernd, en með laxeldi í sjókvíum er hætta á verulegum og óafturkræfum náttúruspjöllum. Einar K. Guðfinnsson bendir réttilega á að það hafi verið villandi framsetning í leiðara þessa blaðs á þriðjudag að tala um „genetískt breyttan lax“ í sjókvíum. Eðlilegra hefði verið að tala um kynbættan lax. Óvarleg notkun á einu stöku orði í forystugrein breytir engu um þá áhættu sem tekin er með ræktun á kynbættum laxi í sjó nálægt lífríki villtra fiska. Einar skautar líka alveg fram hjá mikilvægum atriðum úr leiðaranum. Eins og þeirri staðreynd að 20 þúsund laxar sluppu úr sjókvíum við eyjuna Mull í Skotlandi í mars. Eins sjókvíum og notaðar eru hér á landi. Scottish Sea Farms, sem rekur laxeldið þar sem umhverfisslysið varð, er í eigu norska fyrirtækisins SalMar sem er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi hf., umsvifamesta laxeldisfyrirtæki Íslands. Það væri fullkomið glapræði að halda áfram uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum hér á landi án skýrrar stefnumörkunar stjórnvalda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Talsmenn laxeldis á Íslandi halda því fram að lagalegur grundvöllur starfseminnar sé skýr og skipulag og umgjörð hennar byggist á vandaðri lagasetningu. Að störfum er starfshópur í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu sem á að koma með tillögur til ráðherra um laxeldi í sjókvíum í sérstakri skýrslu sem á að birta næsta sumar. Ástæðan er sú að stjórnvöld hafa ekki haft skýra stefnu í málaflokknum. Menn færu ekki að ræsa út heilan starfshóp til skýrslugerðar ef umgjörð atvinnugreinarinnar væri skýr. Ráðherra viðurkenndi í viðtali á Stöð 2 að ríkisvaldið hefði ekki haft „sterka stefnu“ þegar laxeldi í sjókvíum væri annars vegar. Einar K. Guðfinnsson, formaður Landssambands fiskeldisstöðva, nefnir í grein hér í blaðinu í gær að forsenda fiskeldis sé að Hafrannsóknastofnun vinni burðarþolsmat á þeim fjörðum þar sem ætlunin sé að ala fisk. Stofnunin beiti mikilli varúð við matið og nefnir Einar mat á burðarþoli í Ísafjarðardjúpi í dæmaskyni. Það sem Einar nefnir ekki í sinni grein er að burðarþolsmat vegna laxeldis í sjókvíum nýtist ekkert til að meta áhrif eldisins á lífríkið við strendur Íslands og í þeim ám sem falla til sjávar hér við land. Í burðarþolsmatinu er eingöngu horft til lífrænna áhrifa sem gætu spillt vatnsgæðum. Ef hafstraumar dreifa mengun sem laxeldi í sjókvíum hefur í för með sér nógu mikið er þannig talið að viðkomandi svæði sem er metið beri fiskeldi af tiltekinni stærð. Á þessum forsendum er komist að þeirri niðurstöðu að Ísafjarðardjúp beri 30 þúsund tonna fiskeldi þótt eitt þúsund tonna framleiðsla á staðnum gæti skaðað vistkerfið stórkostlega. Þá er til staðar óvissa um lögmæti leyfa sem Matvælastofnun (Mast) veitti Arnarlaxi hf. og Löxum Fiskeldi ehf. eins og er ítarlega rakið í stefnum málsóknarfélaganna Náttúruverndar 1 og Náttúruverndar 2 á hendur Mast og umræddum félögum þar sem krafist er ógildingar á leyfum sem fyrirtækin fengu til laxeldis. Meðal annars er byggt á því að Mast hafi brotið gegn 40. gr. stjórnarskrárinnar og brotið varúðarreglu 9. gr. laga um náttúruvernd, en með laxeldi í sjókvíum er hætta á verulegum og óafturkræfum náttúruspjöllum. Einar K. Guðfinnsson bendir réttilega á að það hafi verið villandi framsetning í leiðara þessa blaðs á þriðjudag að tala um „genetískt breyttan lax“ í sjókvíum. Eðlilegra hefði verið að tala um kynbættan lax. Óvarleg notkun á einu stöku orði í forystugrein breytir engu um þá áhættu sem tekin er með ræktun á kynbættum laxi í sjó nálægt lífríki villtra fiska. Einar skautar líka alveg fram hjá mikilvægum atriðum úr leiðaranum. Eins og þeirri staðreynd að 20 þúsund laxar sluppu úr sjókvíum við eyjuna Mull í Skotlandi í mars. Eins sjókvíum og notaðar eru hér á landi. Scottish Sea Farms, sem rekur laxeldið þar sem umhverfisslysið varð, er í eigu norska fyrirtækisins SalMar sem er stærsti hluthafinn í Arnarlaxi hf., umsvifamesta laxeldisfyrirtæki Íslands. Það væri fullkomið glapræði að halda áfram uppbyggingu á laxeldi í sjókvíum hér á landi án skýrrar stefnumörkunar stjórnvalda.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun