Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar 23. nóvember 2025 16:03 Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Mjódd Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Sjá meira
Tvær líkamsárásir hafa nýlega átt sér stað í skiptistöðinni í Mjódd. Þær staðfesta enn á ný að yfirvöld skeyta litlu sem engu um öryggismál á stærstu skiptistöð landsins. Sú vanræksla, og það sinnuleysi, er siðlaust. Fyrri líkamsárásin, mánudaginn 3. nóvember Eins og fram kemur í grein minni 29. október síðastliðinn stóð hópur ungmenna fyrir því að skemma og tæma sjálfsafgreiðsluvél með pokemónspilum á skiptistöðinni í Mjódd. Viku eftir þau eignaspjöll og þjófnað, eða hinn 3. nóvember, var eigandi sjálfsafgreiðsluvélarinnar staddur á skiptistöðinni ásamt tveimur ungu börnum sínum og eiginkonu. Eftir ábendingu nálgaðist eigandinn nokkur ungmenni sem voru stödd á skiptistöðinni og áttu við þau orðastað en ungmennin voru hluti þess hóps sem skemmdi og stal úr sjálfsafgreiðsluvélinni. Í framhaldi af þeim orðaskiptum hélt eigandinn för sinni áfram en þegar komið var aðeins út fyrir þann inngang skiptistöðvarinnar, sem er nær göngugötunni í Mjódd, nálguðust ungmennin hann, samtals um 5 einstaklingar, og einn þeirra gaf eigandanum kjaftshögg í andlitið. Við það hefst atburðarrás þar sem eiginkonan, ásamt börnunum, flýja í bíl þeirra hjóna en á meðan fjölgaði í hópi ungmennanna og barsmíðar hófust á eigandanum, sem lá á grúfu á jörðinni á meðan ítrekað var sparkað í hann. Að lokum tókst eiganda sjálfsalans, við illan leik, að komast undan. Líkamsárásin hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Önnur líkamsárás, fimmtudaginn 13. nóvember Við lokun söluturnarins í Mjódd 13. nóvember síðastliðinn gerði kona, sem þann daginn sinnti rekstri söluturnarins, athugasemdir við ungan mann með hvaða hætti hann var að haga sér í skiptistöðinni. Skipti engum togum, drengurinn, sem ku vera 14 ára, reif belti af sér og notaði sylgju beltisins til að ráðast á hana með þeim afleiðingum að hún slasaðist á hendi og þurfti að njóta aðhlynningar bráðamóttöku. Þessi líkamsárás hefur verið kærð til lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Hvað er á seyði með ungmennin? Vegna fyrri afskipta minna af málefnum skiptistöðvarinnar í Mjódd hefur mér verið treyst fyrir að fá upplýsingar um þessar tvær líkamsárásir. Það verður hins vegar ekki framhjá því litið að það er sorgleg staða að áðurnefnd ungmenni eru ítekað að gerast sek um afbrigðilega og refsiverða háttsemi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að lítið sé gert til að stemma stigu við hegðun þeirra. Það sinnuleysi er hryggilegt. Til lengri tíma tekst vonandi að þróa leiðir til að hjálpa þeim að snúa við blaðinu. Sinnuleysi borgaryfirvalda gagnvart skiptistöðinni í Mjódd Út frá borgarmálunum er aðalatriðið einfalt. Það er til skammar og ömurlegt með hvaða hætti borgaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggjast að tryggja öryggi þeirra sem ganga um stærstu skiptistöð landsins, Mjóddina. Sú krafa er sanngjörn að öryggisgæsla skiptistöðvarinnar verði færð í viðunandi horf, svo sem að á skiptistöðinni starfi öryggisvörður. Slík sýnileg öryggisgæsla hefur fælingarmátt. Mál er að linni. Hið siðlausa sinnuleysi þarf að taka enda. Höfundur er lögfræðingur og varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun