Loforð um aukið fé til lyfjakaupa ekki efnt Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 06:00 Ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu að tryggja fé til lyfjakaupa. Það hefur ekki enn gengið eftir. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur enn ekki efnt loforð sitt frá því um miðjan febrúar að sjá til þess að ný krabbameinslyf verði tekin í notkun hér á landi á þessu ári. Fjárframlög í upphafi árs buðu ekki upp á nein ný lyf á þessu ári að mati formanns lyfjagreiðslunefndar. Formaður Krafts segir marga ekki geta beðið mikið lengur eftir að loforðið sé efnt.Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts.vísir/gvaFréttablaðið greindi frá því þann 14. febrúar síðastliðinn að ekkert fjármagn væri til á árinu sem hægt væri að nota til að taka upp ný lyf. Guðrún I. Gylfadóttir, formaður lyfjagreiðslunefndar, sagði þá ekkert svigrúm fyrir hendi. Ríkisstjórnin gaf það svo út þann 17. febrúar að veita yrði meira fjármagn til upptöku nýrra lyfja. „Við hjá Krafti fögnuðum því þegar ríkisstjórnin lofaði að leggja fé í málaflokkinn. Hins vegar hefur ekkert gerst síðan og ný krabbameinslyf þurfa að bíða enn um sinn,“ segir Ragnheiður Davíðsdóttir, formaður Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein og aðstandendur þeirra. Guðrún Gylfadóttir, segir það rétt að loforðið frá því í febrúar hafi ekki verið efnt en unnið sé að því innan ráðuneytisins að finna fjármagn til þess að taka inn ný krabbameinslyf. „Að mínu mati er þetta í góðum farvegi og unnið er að því í velferðarráðuneytinu. Á meðan erum við að taka inn ný lyf,“ segir Guðrún. Ragnheiður segir alvarlegt að þurfa að bíða lengi eftir því að efna þetta loforð. „Það er ekki nóg að hlutirnir séu í vinnslu. Ríkisstjórnin er búin að samþykkja fjárútlát til málaflokksins og því þarf að hafa snör handtök,“ segir Ragnheiður. „Fólk sem býr við þessa sjúkdóma getur sumt hvert ekkert beðið eftir því að þessi mál verði afgreidd í stjórnsýslunni. Krabbameinssjúklingar hafa nóg með að huga að eigin heilsu í stað þess að bíða.“ Heilbrigðisráðherra, Óttarr Proppé, hefur hunsað ítrekaðar beiðnir Fréttablaðsins síðustu daga og umleitanir fréttastofu um viðtal. Óttarr Proppé hefur ekki svarað ítrekuðum beiðnum Fréttablaðsins um viðtal.vísir/ernir
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00 Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00 Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00 Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Látið reyna á alþjóðlegt samstarf um lyfjainnkaup Velferðarráðuneytið gerir ráð fyrir að látið verði reyna á alþjóðlegt samstarf um útboð lyfjakaupa á næstu mánuðum. Þetta kom fram í eftirfylgniskýrslu Ríkisendurskoðunar til Alþingis í febrúar. 7. apríl 2017 07:00
Ráðherra sagður hafa svikið loforð um lyf Heilbrigðisráðherra sagður svíkja loforð sem flokkur hans gaf fyrir kosningar. Sagðist ekki myndi láta það gerast að fjárskortur leiddi til lyfjaskorts. Íslendingar innleiða ekki sömu krabbameinslyf og innleidd eru í nágrannalöndum. 15. febrúar 2017 07:00
Ríkisstjórnin beitir sér fyrir upptöku nýrra lyfja Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að tryggja upptöku nýrra lyfja á þessu ári en ekki eru til peningar fyrir því í fjárlögum þessa árs. Formaður Krafts fagnar þessum breytingum. 21. febrúar 2017 07:00
Heimildir til innleiðingar nýrra lyfja rýmkaðar verulega Heilbrigðisráðherra segir að rýnt hafi verið í þörfina og óskir spítalana. 19. febrúar 2016 15:05