Mikilvægt að styrkja lögreglu á landsbyggðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2017 07:00 Vilhjálmur Árnason var í lögreglunni áður en hann tók sæti á Alþingi. Vísir/Anton Brink „Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“ Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
„Við erum í dreifbýlu landi og það sem ég sé fyrir mér er að það þarf að fjölga víða um landið þar sem eru fámenn lögreglulið til þess að auka viðbragðsgetuna,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi lögreglumaður. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri sagði við Fréttablaðið í gær að íslenska lögreglan væri ekki í stakk búin til þess að takast á við atburði af því tagi sem urðu í Svíþjóð þegar árásarmaður ók inn í hóp fólks, banaði fjórum og særði fimmtán. Haraldur sagði bæði þörf á fleiri lögreglumönnum og meiri þjálfun lögreglumanna. Vilhjálmur leggur áherslu á meiri þjálfun lögreglumanna. „Það sem hefur vantað hér á landi, ekki bara í lögreglunni heldur hjá viðbragðsaðilum almennt, er að það þarf að gera ráð fyrir fjármagni í að þjálfa mannskapinn og að endurnýja búnað. Þannig að það er ekki bara að það þurfi að fjölga lögreglumönnum heldur þjálfa lögreglumenn og það þarf að vera aðstaða til að þjálfa þá,“ segir hann. Vilhjálmur segir að það hafi legið fyrir í nokkurn tíma að það þyrfti að styrkja lögregluna til að takast á við svona atburði. „Það er kannski ekki síst þess vegna sem það hefur verið bætt verulega í lögregluna að undanförnu þó enn megi gera betur,“ segir Vilhjálmur. Þar vísar hann til þess að sem innanríkisráðherra hafi Hanna Birna Kristjánsdóttir aukið framlög til lögreglunnar um 500 milljónir og Ólöf Nordal, eftirmaður hennar, ákveðið að auka framlög um 400 milljónir fyrir utan launahækkanir og verðlagshækkanir. Þá bendir Vilhjálmur á að lögregluskólinn hafi verið færður upp á háskólastig og menn séu að vonast eftir því að fá aukið samstarf við erlenda öryggisskóla og lögregluskóla. „Þannig að allt sem við erum búin að vera að gera í þessu miðast við að efla löggæsluna.“
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00
Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Ríkislögreglustjóri segir lögregluna ekki nægilega undirbúna til að takast á við hryðjuverkaárás af því tagi sem gerð var í Stokkhólmi á föstudag. Lögreglumönnum hefur fækkað um 100 undanfarin ár. 11. apríl 2017 07:00