Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 20-31 | Deildarmeistararnir í undanúrslit Anton Ingi Leifsson í Hertz-höllinni skrifar 11. apríl 2017 21:45 Einar Rafn í eldlínunni í kvöld. vísir/anton brink FH er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnanesinu fyrr í kvöld, 31-20. FH vinnur því einvígið 2-0. Eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum var um einstefnu að ræða í kvöld. Hafnfirðingar náðu strax góðri forystu og þeir voru níu mörkum yfir í hálfleik 17-8. Eftirleikurinn var auðveldur og þeir því komnir í undanúrslitin sem hefjast næsta miðvikudag. Grótta er úr leik og eru farnir í sumarfrí. Hafnarfjarðarliðið byrjaði vel á Seltjarnanesi í kvöld. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það var ljóst að þeir höfðu farið vel yfir varnarleikinn fyrir leikinn í kvöld því það var allt annað að sjá til hans samanborið við síðasta leik liðanna. Ágúst Elí var einnig flottur fyrir aftan vörnina, en fyrsta mark Gróttu kom ekki fyrr en eftir rúmar sex mínútur og staðan þá 3-1. Ráðlausir Gróttu-menn áttu einfaldlega engin svör. FH hélt vel á spilunum. Það voru margir að leggja lóð á vogaskálarnar og til að mynda í hálfleik voru sjö leikmenn komnir á blað fyrir deildarmeistarana, en einungis fjórir Gróttu-megin og þar af Finnur Ingi Stefánsson með fjögur mörk; þar af tvö af vítalínunni. Seltirningar virtust ráðþrota gegn öflugri vörn FH-inga og neyddist Gunnar Andrésson, þjálfair þeirra, til að taka tvö leikhlé strax í fyrri hálfleik, en það gekk ekki né rak. Að endingu skoruðu þeir einungis átta mörk í fyrri hálfleik og staðan 17-8 fyrir FH í hálfleik. Í síðari hálfleik var ljóst að þetta yrði erfiður leikur fyrir heimamenn sem virtust heillum horfnir miðað við fyrsta leikinn þar sem var framlengt í Kaplakrika á sunnudag. Þeir sýndu þó smá kraft í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn úr 18-8 í 11-8. Þá vöknuðu gestirnir úr Hafnarfirði á nýjan leik og byrjuðu að spila aftur svipað og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Seltirningar minnkuðu muninn mest í sjö mörk, en nær komust þeir ekki og aldrei varð nein spenna í leiknum. Heimamenn fóru ævintýralega illa með sín færi og þegar þeir loks fengu tækifæri til að minnka muninn almennilega þá fóru þeir illa að ráði sínu. Lokatölur eftir lítt spennandi leik, 31-20. Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í hægra horni FH-inga, en þessi gífurlega snöggi leikmaður skoraði níu mörk og mörg þeirra úr hraðaupphlaupum. Næstur kom félagi hans úr vinstra horninu, Arnar Freyr Ársælsson, með sjö, einnig nokkur úr hraðaupphlaupum. Ágúst Elí varði vel í markinu. Hjá Gróttu var nánast Finnur Ingi Stefánsson eini með lífsmarki, en hann skoraði sjö mörk. Næstur kom unglingalandsliðsmaðurinn Aron Dagur Pálsson með fjögur mörk. Grótta á leið í sumarfrí, en FH mætir annað hvort Selfoss eða Aftureldingu í undanúrslitunum.Halldór Jóhann: Kannski fá þeir smá páskafrí „Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég verð að segja það,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok, en FH er komið í undanúrslit. „Við mættum hrikalega öflugir. Mættum rosalega fókuseraðir, en allan fyrri hálfleikinn vorum við virkilega sterkir. Við missum aðeins fókus þrátt fyrir að við höfum unnið með ellefu.” „Í síðari hálfleik fórum við að flýta okkur aðeins of mikið. Síðan varð þetta tveggja mínútna bíó hérna og auðvitað er það mér að kenna. Það er bara þannig, en frábær liðsheild og frábær sigur. Það var málið.” Tveggja mínútna bíóið sem Halldór vísar í gerðist um miðbik síðari hálfleiks, en þá voru einungis þrír útileikmenn FH inni á vellinum þar sem FH fékk m.a. brottvísun vegna ólöglegrar skiptingar. „Það sem skóp þennan ellefu marka sigur var frábær varnarleikur. Við fórum aðeins yfir málin í gær, en varnarleikurinn var ekkert hörmung í leik eitt. Það voru bara ákveðnir þættir sem þeir voru að refsa okkur á.” „Við fórum aðeins yfir það og leikmenn svöruðu því aldeilis flott. Þeir voru klárir í allt; hvort sem það var sóknarlega eða varnarlega. Það var til fyrirmyndar.” „Við fögnum í kvöld og síðan er bara að fókusa á morgun á það lið sem kemur, hvort sem það er Selfoss eða Afturelding það verður bara að koma í ljós. Við fylgjumst með því, en við hugsum bara um okkur og næsta verkefni sem er eftir rúma viku. Kannski fá þeir smá páskafrí. Það kemur í ljós,” sagði Halldór að lokum.Gunnar: Ein slakasta frammistaða okkar í vetur „Það var heilmikið sem var ekki að virka í dag. Í fyrsta lagi fannst mér sóknarleikurinn til vandræða í fyrri hálfeik og varnarleikurinn líka,” voru fyrstu viðbrögð Gunnars Andréssonar, þjálfara Gróttu, í leikslok. „Við náðum aldrei að finna taktinn og ég er dálítið orðlaus. Ég er rosalega svekktur með þróunina á þessum leik,” en Grótta er á leiðinni í sumarfrí með ellefu marka tap á bakinu. „Við vorum svo nálægt því að vinna þennan fyrri leik. Vonbrigðin eru gífurleg hvernig úr þessu spilaðist í dag. Ég er nánast orðlaus.” Þráinn Orri Jónsson var í leikbanni eftir atvik sem gerðist í síðasta leik Olís-deildarinnar, en aganefnd HSÍ dæmdi hann í bann fyrir þennan leik þar sem hún fundaði ekki fyrir síðasta leik liðanna. „Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem við spilum án Þráins þannig að það eru smá hrókeringar þar, en það eitt og sér skýrir ekki þessa frammistöðu. Hvernig við litum út restina sóknarlega undir restina; menn voru bara brottnir og sjálfstraustið farið.” „Ég veit ekki hvað við klúðrum mörgum dauðafærum í þessum leik. Það er svo margt að. Markvarslan hjá okkur var engin og þessi frammistaða var líklega ein sú slakasta hjá okkur á tímabilinu.” Þegar Gunnar horfir yfir tímabilið segist hann erfitt að líta á eitthvað jákvætt strax eftir svona stórt tap, en hann segir að liðið hafi mögulega átt að gera betur í deildarkeppninni . „Það er erfitt að hugsa um það núna. Maður er dofinn eftir þennan leik, en við höfðum kannski alla burði til að gera betur en við gerðum í deildinni. Við hefðum kannski getað ýtt okkur upp í þetta fimmta sæti með smá lukku, en þessi leikur í dag er gífurleg vonbrigði. Við ætluðum ekki að fara í frí í dag.” Gunnar sagði að lokum ekki víst hvort hann héldi áfram með liðið. Það ætti eftir að koma í ljós. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.Leik lokið (20-31): Öruggur ellefu marka sigur FH sem lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og frábærum fyrri hálfleik. Deildarmeistararnir komnir í undanúrslit.57. mín (20-28): Átta marka munur áfram. Tvær og hálf mínúta eftir.55. mín (19-27): Átta marka munur á ný. Grótta gerði ekki vel meðan þeir voru fleiri. Leik lokið.53. mín (18-26): Ævintýraleg reykistefna við ritaraborðið sem endar með því að FH fær tvær mínútur. Munurinn áfram átta mörk. FH-ingar eru þrír inná þessa stundina.50. mín (17-24): Grótta er að fara svo illa með að vera tveimur færri að það er eitthvað grín. Fyrst skaut Aron Dagur yfir og svo reyndi Árni Benedikt að skjóta yfir allan völlinn, en Ágúst Elí komst í markið. Svo skorar Óðinn hinu megin.49. mín (16-23): FH-ingar eru tveimur færri í tæpa eina og hálfa mínútu. Nú þurfa heimamenn að ganga á lagið.48. mín (16-23): Munurinn orðinn sjö mörk. Þrjú mörk í röð frá Gróttu og Halldór Jóhann tekur leikhlé. FH-ingar óskynsamir þessa stundina.46. mín (15-23): Grótta er aðeins að saxa á forskotið þessa stundina, en eru inn á milli að gera klaufaleg mistök. Meðan þeir halda áfram að gera þau þá ná þeir ekki að minnka muninn af alvöru.44. mín (14-23): Finnur Ingi með sitt fimmta mark.42. mín (12-22): Tíu marka munur. Ef þetta var erfitt áðan er þetta orðið rosalega erfitt núna.41. mín (12-21): Góður sóknarleikur hjá FH þessa stundina. Eru að fá fín færi. Gróttu er ekkert að takast að minnka forskotið.39. mín (11-20): Munurinn aftur kominn í níu mörk. Mistök á báða bóga þessa stundina.35. mín (11-19): Þrjú mörk í röð frá Gróttu áður en Jóhann Birgir skorar.33. mín (10-18): Júlíus Þórir skorar úr hraðaupphlaupi. Er endurkoma í uppsiglingu?32. mín (9-18): Síðari hálfleikur er hafinn og liðin eru búin að skora sitthvort markið. Meðan það gerist þá verður þetta ekkert vesen fyrir FH.Hálfleikur (8-17): Níu marka munur í hálfleik. FH verið með rúmlega öll tök á leiknum hér í kvöld. Þetta verður erfiður róður fyrir Gróttuna úr þessu.28. mín (8-17): Liðin skiptast á að skora. Pirringur á bekknum hjá Gróttu, leikmönnum innbyrðis. Níu marka munur og tvær mínútur í hálfleik.27. mín (7-16): FH eykur muninn. Einum fleiri í þokkabót. Sjö leikmenn komnir á blað hjá FH.24. mín (7-15): Átta marka munur. Annað hraðaupphlaupsmark og þá er Gunnari nóg boðið og tekur leikhlé. Það er verið að taka Gróttuna af lífi hérna.23. mín (7-14): Grótta reynir sirkusmark og FH svarar með hraðaupphlaupi. Þvílíkur sirkus. Sjö marka munur. 22. mín (7-13): FH er að spila algjöra hörkuvörn. Sex marka munur núna og Gunnar íhugar að taka annað leikhlé.19. mín (7-11): Grótta er búið að breyta í 5+1 vörn. Tvö mörk í röð núna frá þeim af vítalínunni frá Finn Inga. Sóknarleikurinn að skána.17. mín (5-11): FH er að fá dauðafæri hvað eftir annað og nýta þau, en vörn FH er að standa vel gegn sóknarleik Gróttu. Lítið að frétta þar en nú var Leonharð að fara inn úr mjög erfiðu færi og skaut í slá og yfir.15. mín (5-9): Nökkvi skorar gott mark eftir leikhléið, en Einar Rafn svarar hinu megin með sínu þriðja marki.13. mín (4-8): FH er einfaldlega að fá alltof auðveld mörk. Nú fer Óðinn einn inn úr horninu og hefur svakalegt pláss. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé.11. mín (3-7): Einar Rafn fær alltof auðveld skotfæri inn fyrir punktalínu og munurinn fjögur mörk.9. mín (2-5): Grótta er í vandræðum sóknar- og varnarlega hér í upphafi. FH er að fá of auðveld mörk.6. mín (1-3): Fyrsta mark Gróttu skorar Júlíus Þórir eftir rúmar sex mínútur eftir frákast.5. mín (0-3): Vandræði í sóknarlegt Gróttu, Nökkvi með slakt skot. Ágúst er fljótur að kveikja á perunni, neglir boltanum fram og Óðinn skorar. Allt annað að sjá varnarleik FH núna frá því í síðasta leik.4. mín (0-2): Einar Rafn neglir honum inn.3. mín (0-1): Ásbjörn skorar fyrsta markið sem Lárus Gunnarsson, sem byrjar í marki Gróttu, ver inn.2. mín (0-0): Farið af stað! Markalaust eftir tvær mínútur.Fyrir leik: Verið að kynna liðin og starfsmenn og svo byrjar þetta. Spái hörkuleik!Fyrir leik: Tíu mínútur í leik. Þetta er allt að fara af stað hérna innan skamms!Fyrir leik: Dómararar í dag eru af mörgum taldir okkar albesta dómarapar, en það eru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsmenn eru þeir Einar Sveinsson og Arnar Geir Nikulásson.Fyrir leik: Það er annað hvort oddaleikur eða sumarfrí fyrir Gróttuna í kvöld. Það er ekkert flóknara en það. Þurfi liðin að mætast í oddaleik verður hann í Kaplakrika á laugardag.Fyrir leik: Bæði lið hita upp þessa stundina undir dynjandi tónlist.Fyrir leik: Þráinn Orri Jónsson er í leikbanni hjá Gróttu eftir að hann fékk rautt í síðustu umferð deildarkeppninnar. Aganefndin hittist ekki fyrir síðasta leik milli liðanna svo hann tekur út bannið í dag. Það munar um minna því Þráinn átti fínan fyrsta leik, en hann skoraði fjögur mörk.Fyrir leik: Ísak Rafnsson átti afar góðan leik fyrir FH í Kaplakrika á sunnudag, en Ísak var markahæstur ásamt Einari Rafni með sex mörk. Seltirningar réðu illa við Ísak.Fyrir leik: Ágúst Birgisson meiddist eftir einungis nokkrar mínútur í fyrsta leik liðanna, en hann meiddist á putta. Hann er að minnsta kosti í leikmananhóp FH hér í dag og hitar upp með félögum sínum þessa stundina. Það verður svo að koma í ljós hvort hann spili.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna var dramatískur, en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmarkið í framlengingu úr vítakasti þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum og lokatölur 27-26.Fyrir leik: Góða kvöldið! Hér verður leik Gróttu og FH lýst í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn er leikur númer tvö hjá liðunum, en með sigri getur FH tryggt sér sæti í undanúrslitum. Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
FH er komið í undanúrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Gróttu á Seltjarnanesinu fyrr í kvöld, 31-20. FH vinnur því einvígið 2-0. Eftir framlengdan leik í fyrsta leiknum var um einstefnu að ræða í kvöld. Hafnfirðingar náðu strax góðri forystu og þeir voru níu mörkum yfir í hálfleik 17-8. Eftirleikurinn var auðveldur og þeir því komnir í undanúrslitin sem hefjast næsta miðvikudag. Grótta er úr leik og eru farnir í sumarfrí. Hafnarfjarðarliðið byrjaði vel á Seltjarnanesi í kvöld. Þeir skoruðu þrjú fyrstu mörkin og það var ljóst að þeir höfðu farið vel yfir varnarleikinn fyrir leikinn í kvöld því það var allt annað að sjá til hans samanborið við síðasta leik liðanna. Ágúst Elí var einnig flottur fyrir aftan vörnina, en fyrsta mark Gróttu kom ekki fyrr en eftir rúmar sex mínútur og staðan þá 3-1. Ráðlausir Gróttu-menn áttu einfaldlega engin svör. FH hélt vel á spilunum. Það voru margir að leggja lóð á vogaskálarnar og til að mynda í hálfleik voru sjö leikmenn komnir á blað fyrir deildarmeistarana, en einungis fjórir Gróttu-megin og þar af Finnur Ingi Stefánsson með fjögur mörk; þar af tvö af vítalínunni. Seltirningar virtust ráðþrota gegn öflugri vörn FH-inga og neyddist Gunnar Andrésson, þjálfair þeirra, til að taka tvö leikhlé strax í fyrri hálfleik, en það gekk ekki né rak. Að endingu skoruðu þeir einungis átta mörk í fyrri hálfleik og staðan 17-8 fyrir FH í hálfleik. Í síðari hálfleik var ljóst að þetta yrði erfiður leikur fyrir heimamenn sem virtust heillum horfnir miðað við fyrsta leikinn þar sem var framlengt í Kaplakrika á sunnudag. Þeir sýndu þó smá kraft í upphafi síðari hálfleiks og minnkuðu muninn úr 18-8 í 11-8. Þá vöknuðu gestirnir úr Hafnarfirði á nýjan leik og byrjuðu að spila aftur svipað og þeir gerðu í fyrri hálfleik. Seltirningar minnkuðu muninn mest í sjö mörk, en nær komust þeir ekki og aldrei varð nein spenna í leiknum. Heimamenn fóru ævintýralega illa með sín færi og þegar þeir loks fengu tækifæri til að minnka muninn almennilega þá fóru þeir illa að ráði sínu. Lokatölur eftir lítt spennandi leik, 31-20. Óðinn Þór Ríkharðsson fór á kostum í hægra horni FH-inga, en þessi gífurlega snöggi leikmaður skoraði níu mörk og mörg þeirra úr hraðaupphlaupum. Næstur kom félagi hans úr vinstra horninu, Arnar Freyr Ársælsson, með sjö, einnig nokkur úr hraðaupphlaupum. Ágúst Elí varði vel í markinu. Hjá Gróttu var nánast Finnur Ingi Stefánsson eini með lífsmarki, en hann skoraði sjö mörk. Næstur kom unglingalandsliðsmaðurinn Aron Dagur Pálsson með fjögur mörk. Grótta á leið í sumarfrí, en FH mætir annað hvort Selfoss eða Aftureldingu í undanúrslitunum.Halldór Jóhann: Kannski fá þeir smá páskafrí „Þetta var auðveldara en ég bjóst við. Ég verð að segja það,” sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH, við Vísi í leikslok, en FH er komið í undanúrslit. „Við mættum hrikalega öflugir. Mættum rosalega fókuseraðir, en allan fyrri hálfleikinn vorum við virkilega sterkir. Við missum aðeins fókus þrátt fyrir að við höfum unnið með ellefu.” „Í síðari hálfleik fórum við að flýta okkur aðeins of mikið. Síðan varð þetta tveggja mínútna bíó hérna og auðvitað er það mér að kenna. Það er bara þannig, en frábær liðsheild og frábær sigur. Það var málið.” Tveggja mínútna bíóið sem Halldór vísar í gerðist um miðbik síðari hálfleiks, en þá voru einungis þrír útileikmenn FH inni á vellinum þar sem FH fékk m.a. brottvísun vegna ólöglegrar skiptingar. „Það sem skóp þennan ellefu marka sigur var frábær varnarleikur. Við fórum aðeins yfir málin í gær, en varnarleikurinn var ekkert hörmung í leik eitt. Það voru bara ákveðnir þættir sem þeir voru að refsa okkur á.” „Við fórum aðeins yfir það og leikmenn svöruðu því aldeilis flott. Þeir voru klárir í allt; hvort sem það var sóknarlega eða varnarlega. Það var til fyrirmyndar.” „Við fögnum í kvöld og síðan er bara að fókusa á morgun á það lið sem kemur, hvort sem það er Selfoss eða Afturelding það verður bara að koma í ljós. Við fylgjumst með því, en við hugsum bara um okkur og næsta verkefni sem er eftir rúma viku. Kannski fá þeir smá páskafrí. Það kemur í ljós,” sagði Halldór að lokum.Gunnar: Ein slakasta frammistaða okkar í vetur „Það var heilmikið sem var ekki að virka í dag. Í fyrsta lagi fannst mér sóknarleikurinn til vandræða í fyrri hálfeik og varnarleikurinn líka,” voru fyrstu viðbrögð Gunnars Andréssonar, þjálfara Gróttu, í leikslok. „Við náðum aldrei að finna taktinn og ég er dálítið orðlaus. Ég er rosalega svekktur með þróunina á þessum leik,” en Grótta er á leiðinni í sumarfrí með ellefu marka tap á bakinu. „Við vorum svo nálægt því að vinna þennan fyrri leik. Vonbrigðin eru gífurleg hvernig úr þessu spilaðist í dag. Ég er nánast orðlaus.” Þráinn Orri Jónsson var í leikbanni eftir atvik sem gerðist í síðasta leik Olís-deildarinnar, en aganefnd HSÍ dæmdi hann í bann fyrir þennan leik þar sem hún fundaði ekki fyrir síðasta leik liðanna. „Þetta er í fyrsta skipti í vetur sem við spilum án Þráins þannig að það eru smá hrókeringar þar, en það eitt og sér skýrir ekki þessa frammistöðu. Hvernig við litum út restina sóknarlega undir restina; menn voru bara brottnir og sjálfstraustið farið.” „Ég veit ekki hvað við klúðrum mörgum dauðafærum í þessum leik. Það er svo margt að. Markvarslan hjá okkur var engin og þessi frammistaða var líklega ein sú slakasta hjá okkur á tímabilinu.” Þegar Gunnar horfir yfir tímabilið segist hann erfitt að líta á eitthvað jákvætt strax eftir svona stórt tap, en hann segir að liðið hafi mögulega átt að gera betur í deildarkeppninni . „Það er erfitt að hugsa um það núna. Maður er dofinn eftir þennan leik, en við höfðum kannski alla burði til að gera betur en við gerðum í deildinni. Við hefðum kannski getað ýtt okkur upp í þetta fimmta sæti með smá lukku, en þessi leikur í dag er gífurleg vonbrigði. Við ætluðum ekki að fara í frí í dag.” Gunnar sagði að lokum ekki víst hvort hann héldi áfram með liðið. Það ætti eftir að koma í ljós. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum.Leik lokið (20-31): Öruggur ellefu marka sigur FH sem lagði grunninn að sigrinum með frábærri byrjun og frábærum fyrri hálfleik. Deildarmeistararnir komnir í undanúrslit.57. mín (20-28): Átta marka munur áfram. Tvær og hálf mínúta eftir.55. mín (19-27): Átta marka munur á ný. Grótta gerði ekki vel meðan þeir voru fleiri. Leik lokið.53. mín (18-26): Ævintýraleg reykistefna við ritaraborðið sem endar með því að FH fær tvær mínútur. Munurinn áfram átta mörk. FH-ingar eru þrír inná þessa stundina.50. mín (17-24): Grótta er að fara svo illa með að vera tveimur færri að það er eitthvað grín. Fyrst skaut Aron Dagur yfir og svo reyndi Árni Benedikt að skjóta yfir allan völlinn, en Ágúst Elí komst í markið. Svo skorar Óðinn hinu megin.49. mín (16-23): FH-ingar eru tveimur færri í tæpa eina og hálfa mínútu. Nú þurfa heimamenn að ganga á lagið.48. mín (16-23): Munurinn orðinn sjö mörk. Þrjú mörk í röð frá Gróttu og Halldór Jóhann tekur leikhlé. FH-ingar óskynsamir þessa stundina.46. mín (15-23): Grótta er aðeins að saxa á forskotið þessa stundina, en eru inn á milli að gera klaufaleg mistök. Meðan þeir halda áfram að gera þau þá ná þeir ekki að minnka muninn af alvöru.44. mín (14-23): Finnur Ingi með sitt fimmta mark.42. mín (12-22): Tíu marka munur. Ef þetta var erfitt áðan er þetta orðið rosalega erfitt núna.41. mín (12-21): Góður sóknarleikur hjá FH þessa stundina. Eru að fá fín færi. Gróttu er ekkert að takast að minnka forskotið.39. mín (11-20): Munurinn aftur kominn í níu mörk. Mistök á báða bóga þessa stundina.35. mín (11-19): Þrjú mörk í röð frá Gróttu áður en Jóhann Birgir skorar.33. mín (10-18): Júlíus Þórir skorar úr hraðaupphlaupi. Er endurkoma í uppsiglingu?32. mín (9-18): Síðari hálfleikur er hafinn og liðin eru búin að skora sitthvort markið. Meðan það gerist þá verður þetta ekkert vesen fyrir FH.Hálfleikur (8-17): Níu marka munur í hálfleik. FH verið með rúmlega öll tök á leiknum hér í kvöld. Þetta verður erfiður róður fyrir Gróttuna úr þessu.28. mín (8-17): Liðin skiptast á að skora. Pirringur á bekknum hjá Gróttu, leikmönnum innbyrðis. Níu marka munur og tvær mínútur í hálfleik.27. mín (7-16): FH eykur muninn. Einum fleiri í þokkabót. Sjö leikmenn komnir á blað hjá FH.24. mín (7-15): Átta marka munur. Annað hraðaupphlaupsmark og þá er Gunnari nóg boðið og tekur leikhlé. Það er verið að taka Gróttuna af lífi hérna.23. mín (7-14): Grótta reynir sirkusmark og FH svarar með hraðaupphlaupi. Þvílíkur sirkus. Sjö marka munur. 22. mín (7-13): FH er að spila algjöra hörkuvörn. Sex marka munur núna og Gunnar íhugar að taka annað leikhlé.19. mín (7-11): Grótta er búið að breyta í 5+1 vörn. Tvö mörk í röð núna frá þeim af vítalínunni frá Finn Inga. Sóknarleikurinn að skána.17. mín (5-11): FH er að fá dauðafæri hvað eftir annað og nýta þau, en vörn FH er að standa vel gegn sóknarleik Gróttu. Lítið að frétta þar en nú var Leonharð að fara inn úr mjög erfiðu færi og skaut í slá og yfir.15. mín (5-9): Nökkvi skorar gott mark eftir leikhléið, en Einar Rafn svarar hinu megin með sínu þriðja marki.13. mín (4-8): FH er einfaldlega að fá alltof auðveld mörk. Nú fer Óðinn einn inn úr horninu og hefur svakalegt pláss. Gunnar Andrésson, þjálfari Gróttu, tekur leikhlé.11. mín (3-7): Einar Rafn fær alltof auðveld skotfæri inn fyrir punktalínu og munurinn fjögur mörk.9. mín (2-5): Grótta er í vandræðum sóknar- og varnarlega hér í upphafi. FH er að fá of auðveld mörk.6. mín (1-3): Fyrsta mark Gróttu skorar Júlíus Þórir eftir rúmar sex mínútur eftir frákast.5. mín (0-3): Vandræði í sóknarlegt Gróttu, Nökkvi með slakt skot. Ágúst er fljótur að kveikja á perunni, neglir boltanum fram og Óðinn skorar. Allt annað að sjá varnarleik FH núna frá því í síðasta leik.4. mín (0-2): Einar Rafn neglir honum inn.3. mín (0-1): Ásbjörn skorar fyrsta markið sem Lárus Gunnarsson, sem byrjar í marki Gróttu, ver inn.2. mín (0-0): Farið af stað! Markalaust eftir tvær mínútur.Fyrir leik: Verið að kynna liðin og starfsmenn og svo byrjar þetta. Spái hörkuleik!Fyrir leik: Tíu mínútur í leik. Þetta er allt að fara af stað hérna innan skamms!Fyrir leik: Dómararar í dag eru af mörgum taldir okkar albesta dómarapar, en það eru þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson. Eftirlitsmenn eru þeir Einar Sveinsson og Arnar Geir Nikulásson.Fyrir leik: Það er annað hvort oddaleikur eða sumarfrí fyrir Gróttuna í kvöld. Það er ekkert flóknara en það. Þurfi liðin að mætast í oddaleik verður hann í Kaplakrika á laugardag.Fyrir leik: Bæði lið hita upp þessa stundina undir dynjandi tónlist.Fyrir leik: Þráinn Orri Jónsson er í leikbanni hjá Gróttu eftir að hann fékk rautt í síðustu umferð deildarkeppninnar. Aganefndin hittist ekki fyrir síðasta leik milli liðanna svo hann tekur út bannið í dag. Það munar um minna því Þráinn átti fínan fyrsta leik, en hann skoraði fjögur mörk.Fyrir leik: Ísak Rafnsson átti afar góðan leik fyrir FH í Kaplakrika á sunnudag, en Ísak var markahæstur ásamt Einari Rafni með sex mörk. Seltirningar réðu illa við Ísak.Fyrir leik: Ágúst Birgisson meiddist eftir einungis nokkrar mínútur í fyrsta leik liðanna, en hann meiddist á putta. Hann er að minnsta kosti í leikmananhóp FH hér í dag og hitar upp með félögum sínum þessa stundina. Það verður svo að koma í ljós hvort hann spili.Fyrir leik: Fyrsti leikur liðanna var dramatískur, en Einar Rafn Eiðsson skoraði sigurmarkið í framlengingu úr vítakasti þegar um 15 sekúndur voru eftir af leiknum og lokatölur 27-26.Fyrir leik: Góða kvöldið! Hér verður leik Gróttu og FH lýst í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Leikurinn er leikur númer tvö hjá liðunum, en með sigri getur FH tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Olís-deild karla Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira