Erum ekki undirbúin fyrir hryðjuverk Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Frá vettvangi árásarinnar í Stokkhólmi á dögunum. vísir/afp Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Íslenska lögreglan er ekki nægilega vel í stakk búin til þess að takast á við árás af því tagi sem gerð var í miðborg Stokkhólms fyrir liðna helgi. Fjórir fórust í árásinni og fimmtán særðust, þar af níu alvarlega.Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.vísir/gva„Við höfum í gegnum árin, Ríkislögreglustjóraembættið, bent á það, eins og fjölmiðlar vita og eins og alþjóð veit, að við þurfum að auka getu íslensku lögreglunnar til þess að vera vel í stakk búin til að takast á við atburði sem þessa,“ segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. „Við erum það ekki nægjanlega, satt best að segja, eins og staðan er í dag. En við gerum allt sem við getum til þess að þjálfa lögregluliðið í landinu og til þess að vera með þann viðbúnað sem við þó höfum og getum haft,“ segir Haraldur. Hann bendir á að lögreglan hafi staðið frammi fyrir umtalsverðum niðurskurði á fjárveitingu alveg frá hruni, eins og aðrar ríkisstofnanir. „Við höfum bent á að það þurfi að bæta í það til að við komumst á svipaðan stað og við vorum á fyrir hrun hvað varðar fjárveitingar og mannafla. Við höfum misst töluverðan fjölda lögreglumanna úr lögreglunni,“ segir Haraldur. Hann telur að lögreglumönnum hafi fækkað um 100 á liðnum árum. „Við töldum á sínum tíma, þegar við vorum að meta mannaflaþörf, að lögreglan þyrfti að vera með um 900 lögreglumenn en við erum einhvers staðar undir 700 lögreglumönnum. Þetta skiptir verulegu máli,“ segir Haraldur. Hann segir að það þurfi líka að bæta þjálfun lögreglumanna til að takast á við flókin verkefni, upplýsingasöfnun, netárásir og skipulagða glæpastarfsemi. „Þetta þarf að efla. Það er ýmislegt sem þarf að laga og við getum lagað og eflt lögregluna,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Hryðjuverk í Stokkhólmi Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00 Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Erlent Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Innlent Fleiri fréttir Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Lögreglan með aukið eftirlit fram yfir páska Lögreglan mun viðhalda verklagi vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum framyfir páska. Ástæðan er hryðjuverkaárás í Svíþjóð og sprengja sem fannst í Noregi. Ekki þykir ástæða til að hækka viðbúnaðarstig hér á landi. 11. apríl 2017 06:00