Telur hjartað í Vatnsmýri gera illt verra Sveinn Arnarsson skrifar 11. apríl 2017 07:00 Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar. vísir/ernir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Mikilvægt sé að fram fari samtal um hverjar bestu lausnirnar séu svo innanlandsflug leggist ekki af. „Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri. Á einhverjum tímapunkti mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni. Því skiptir mestu að við skoðum aðra möguleika,“ segir Logi. Að hans mati þýðir það endalok innanlandsflugs ef flugið yrði flutt til Keflavíkur. Hins vegar sé það svo að ef aðeins talsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni eða þeirra sem vilja flugvöllinn burt fái að tjá sig muni enginn árangur nást. „Ég legg ríka áherslu á að við höldum áfram að skoða kosti Rögnunefndar. Við þurfum nýtt flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur sem er öllum aðilum í hag. Þá fær Reykjavík að vaxa og þróast og nýr flugvöllur yrði til nær þungamiðju Reykjavíkur,“ bætir Logi við. Innanlandsflug er að mati Loga mikilvæg lífæð fyrir landsbyggðirnar og þess vegna sé mikilvægt að fara að gera áætlanir. Þeir sem hæst tala um að ríghalda í flugvöll í Vatnsmýri geri illt verra. „Þeir munu bera ábyrgð á því þegar flugvöllurinn fer og þjónusta við aðra landshluta skerðist.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Mikilvægt sé að fram fari samtal um hverjar bestu lausnirnar séu svo innanlandsflug leggist ekki af. „Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri. Á einhverjum tímapunkti mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni. Því skiptir mestu að við skoðum aðra möguleika,“ segir Logi. Að hans mati þýðir það endalok innanlandsflugs ef flugið yrði flutt til Keflavíkur. Hins vegar sé það svo að ef aðeins talsmenn Hjartans í Vatnsmýrinni eða þeirra sem vilja flugvöllinn burt fái að tjá sig muni enginn árangur nást. „Ég legg ríka áherslu á að við höldum áfram að skoða kosti Rögnunefndar. Við þurfum nýtt flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur sem er öllum aðilum í hag. Þá fær Reykjavík að vaxa og þróast og nýr flugvöllur yrði til nær þungamiðju Reykjavíkur,“ bætir Logi við. Innanlandsflug er að mati Loga mikilvæg lífæð fyrir landsbyggðirnar og þess vegna sé mikilvægt að fara að gera áætlanir. Þeir sem hæst tala um að ríghalda í flugvöll í Vatnsmýri geri illt verra. „Þeir munu bera ábyrgð á því þegar flugvöllurinn fer og þjónusta við aðra landshluta skerðist.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar Átján þingmenn úr fjórum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. 31. mars 2017 22:45