Belgísk móðir varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins í Stokkhólmi Atli Ísleifsson skrifar 10. apríl 2017 08:25 Maïlys Dereymaeker. Facebook Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega. Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hin belgíska Maïlys Dereymaeker varð fyrsta fórnarlamb árásarmannsins sem ók vörubíl á gangandi vegfarendur á Drottninggatan í Stokkhólmi á föstudag. Hin 31 árs Dereymaeker var í Stokkhólmi þar sem hun hugðist hitta vini sína í borginni. Alls létu fjórir lífið í árásinni, en 39 ára úsbeskur ríkisborgari er í haldi lögreglu, grunaður um verknaðinn. Ellefu ára sænsk stúlka á leið heim úr skólanum lést einnig í árásinni, ásamt 41 árs Breta, Chris Bevington, föður sem starfaði sem yfirmaður hjá Spotify. Enn á eftir að greina frá fjórða fórnarlambinu, sem er sænskur ríkisborgari.Sudpresse segir frá því að hin 31 árs Dereymaeker hafi haldið ein til Stokkhólms til að hitta vini, en hún starfaði sem sálfræðingur og vann mikið með hælisleitendum. Hún lætur eftir sig eins árs son. Hún kom frá Lembeek í Halle, smábæ með um sjö þúsund íbúa suður af Brussel.Var tónlist hugleikin Fram hefur komið að Dirk Pieters, borgarstjóri Halle, er góður vinur foreldra Dereymaeker. „Þegar árásin átti sér stað var hún sjálf mætt á staðinn, en vinirnir sem hún hugðist hitta voru enn ekki mættir. Ég þekkti hana ekki persónulega en hafði margoft hitt hana. Ég verð fyrir áfalli í hvert sinn sem slík árás er framin, en það er enn verra þegar ég þekki foreldra hennar og get sett andlit við fórnarlömbin,“ segir Pieters við sænska blaðið Expressen.Chris Bevington.facebookExpressen segir frá því að tónlist skipaði stóran sess í lífi Dereymaeker þar sem hún spilaðu á flautu í hljómsveit og eignaðist þannig vini alls staðar að úr heiminum. Á hún einnig að hafa kennt börnum á hljóðfæri.Var eftirlýstur Úsbekinn sem grunaður er um verknaðinn hafði sótt um dvalarleyfi í Svíþjóð árið 2014. Síðasta sumar var þeirri beiðni hafnað og í desember í fyrra fékk hann mánaðarlangan frest til að yfirgefa landið. Það gerði hann ekki og var hann í kjölfarið á lista yfirvalda yfir eftirlýsta menn. Hann hafði á samfélagsmiðlum meðal annars deilt áróðursmyndböndum ISIS. Auk þeirra fjögurra sem létu lífið eru níu enn slasaðir, fjórir þeirra alvarlega.
Hryðjuverk í Stokkhólmi Norðurlönd Svíþjóð Úsbekistan Tengdar fréttir Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29 Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45 Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00 Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25 Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Sjá meira
Hryðjuverk í Stokkhólmi: Úsbekinn sagðist í atvinnuviðtali vera sprengjusérfræðingur Nágrannar lýsa honum sem kurteisum og vinnusamum einfara sem starfaði í Svíþjóð til að sjá fyrir fjölskyldu sinni sem búsett er í Úsbekistan. 9. apríl 2017 11:29
Hryðjuverk í Stokkhólmi: „Ég keyrði á hina trúlausu“ Fjölmiðlar í Svíþjóð hafa nú nafngreint manninn sem grunaður er um að bera ábyrgð á hryðjuverkaárásinni í Stokkhólmi á föstudag . 9. apríl 2017 21:45
Árásarmanninum í Stokkhólmi var áður vísað úr landi Úsbeki á fertugsaldri er í haldi lögreglunnar í Stokkhólmi, grunaður um að hafa framið hryðjuverk. Umsókn um dvalarleyfi hafði verið hafnað. Sprengja fannst í miðborg Oslóar. 10. apríl 2017 06:00
Kona frá Belgíu lést í árásinni í Stokkhólmi Búið er að bera kennsl á þrjá af þeim fjórum sem létu lífið í árásinni. 9. apríl 2017 09:25
Þúsundir söfnuðust saman við minningarathöfn í Stokkhólmi Íbúar Stokkhólms eru niðurbrotnir eftir hryðjuverkaárás á föstudag en sýndu samstöðu í miðborginni í dag. 9. apríl 2017 15:00