„Við vorum sekúndum frá mannskæðu stórslysi“ Jakob Bjarnar skrifar 29. apríl 2017 14:55 Andri ber hönd yfir höfuð sér en hér er verið að ferja hann ásamt öðrum farþegum úr flugvélinni yfir í rútu á Keflavíkurflugvelli í gær. visir/jbg „Ég er enn á lífi. En, þetta var svakalegt,“ segir Andri Sigurðsson sem lenti heldur betur í honum kröppum í gær. Hann kom til Íslands með flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. Rauði Kross Íslands ásamt Primeraair hefur nú boðið farþegum í því flugi upp á sérstaka áfallahjálp sem fram fer í dag klukkan 17. Eins Vísir greindi frá í gær hlekktist flugvélinni á í lendingu og rann fram af brautinni. „Flugvélin beygði frá ljósunum við enda vallarins. Gott hjá flugmönnum vélarinnar og sem náðu að bremsa í mölinni,“ segir Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðlegur golfdómari sem einnig var í vélinni.Andri Sigurðsson birti mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir staðsetningu flugvélarinnar eftir lendingu. Eins og sjá má er hún vel utan brautar og skammt frá eru skorningar. Ljóst er að það lá við stórslysi.Svo vill til að blaðamaður Vísis var einnig með í þessu flugi en hann var í hópi sem var að koma frá þátttöku í árlegu golfmóti Íslendinga á Spáni – Costablanca Open. Aðflugið var hið einkennilegasta, vélin var þegar orðin klukkutíma á eftir áætlun. Farþegum var ljóst að skyggni var mjög slæmt og seinna kom á daginn að á Suðurnesjum var hríð. En, það er ekkert nýtt þegar flugaðstæður á Íslandi eru annars vegar. Vélin ætlaði niður en tók sig svo upp aftur. Og reyndi svo lendingu á ný eftir annað aðflug. „Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari en hann var einnig í vélinni auk Vignis Snæs, en þeir voru að koma frá því að skemmta hópnum sem var á golfmótinu.Vélin átti aldrei að lenda við þessar aðstæður Hún virtist koma alltof hratt inn til lendingar. Einn farþega í flugvélinni, Engilbert Runólfsson verktaki, er afdráttarlaus í tali. Hann telur ótrúlega meðvirkni og þöggun í gangi hjá öllum viðkomandi gagnvart þessu „atviki“. „Það er bara látið eins og vélin hafi „bara runnið aðeins útaf“ þegar raunin er sú að við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlega mannskæðu stórslysi,“ segir Engilbert og bendir á að flugstjórinn hafi átt fullt í fangi með að stöðva vélina. Hreimur ásamt Vigni Snæ eftir lendinguna. Þeir voru býsna skelkaðir, að vonum þó þeir séu vanir því að vera á faraldsfæti.visir/jbg„Og þurfti að keyra hana yfir malarlagt öryggissvæði til að fá grip með knývendana algjörlega í botni. Ég heimta að fá að vita hvað gerðist þarna, ekki bara einhvern sálfræðing þremur tímum eftir „atvikið“ til að segja okkur að vera ekkert að hugsa um þetta eða hlusta á einhverjar getgátur.“ Engilbert segist þekkja marga flugmenn sem kvarta undan niðurskurði í „de-icing“ á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór sem geri völlinn mjög varasaman þegar aðstæður breytast skyndilega eins og í gær. „Þessi vél sem við vorum í átti aldrei að fá að lenda á þessari braut við þessar aðstæður, aldrei! Einnig kom hún alltof hratt inn til lendingar. Hvað fór úrskeiðis vil ég fá að vita hratt og örugglega,“ segir Engilbert.Engilbert segir algerlega fyrirliggjandi að vélin átti aldrei að lenda við þær aðstæður sem voru fyrirliggjandi á Keflavíkurflugvelli í gær og hann krefst svara. Með honum á myndinni eru Kristján Berg og Sveinn Dal sem einnig voru í flugvélinni.metúsalem björnssonFjölmörgum spurningum ósvarað Farþegar segja ótal spurningar útistandandi, líkt og Engilbert kemur inná, sem rannsóknarnefnd flugslysa stendur nú frammi fyrir. Óútskýrð klukkustundarseinkun var á fluginu frá Alicante sem hafa vakið upp grunsemdir hvort flugvélin hafi verið í stakk búin til að hefja sig til flugs. Engilbert, sem er áhugamaður um flug þó hann teljist ekki sérfræðingur, segir furðulegt hversu lengi hún var að hefja sig til flugs á flugvellinum í Alicante. „Ég veit líka ekki hvort fólk tók eftir því í flugtaki í Alicante að flugtaksbrunið var óvenjulega langt, vélin alls ekki full og þar af leiðandi ekki of þung. Mjög óvenjulegt, ég sagði við sjálfan mig; farðu nú að koma druslunni á loft maður. Spurningin er, var allt í standi með vélina?“Aðstæður voru erfiðar á Keflavíkurflugvelli í gær og víst er að ótal spurningar eru útistandandi sem farþegar krefjast svara við.visir/jbgFlugvallarmál í KEF í ólestri Víst er að flugmál í Keflavík virðast í hinum mesta ólestri. Til að mynda tók það hluta hópsins þrjá tíma að „tékka“ sig inn á leiðinni út til Spánar. Var flugvöllurinn í Keflavík ekki í stakk búinn til að taka á móti flugvélinni þegar hún kom til lendingar í gær og vildi vísa henni annað, en það ekki í boði? Var flugvélin orðin bensínlaus eftir fjögurra tíma flug, eins og rætt var meðal farþega eftir slysið, og gat því ekki farið á varaflugvöll svo sem til Egilsstaða eða Skotlands? Flugvélar hafa áður lent í hríð á Keflavíkurflugvelli, var vélin biluð eða réðu mannleg mistök því að vélin skautaði út af vellinum? Einn farþega fullyrðir að starfsmaður Isavia, sá sem tilkynnti hvenær vænta mætti farangursins, hafi sagt að vélin hefði ekki haft nægt eldsneyti til að fljúga á varavöll eða til að hringsóla á meðan brautin væri hreinsuð betur. Og má heita mjög alvarleg sparnaðaraðgerð að hálfu Primera air, ef rétt reynist. Þá má og nefna mikla óánægju meðal farþega sem snýr meðal annars að því að þeim var gert að bíða í þrjá til fjóra klukkutíma eftir farangri sínum en var hins vegar tilkynnt um að hann væri væntanlegur innan tíðar. Ef það hefði legið fyrir að hann væri ekki væntanlegur fyrr hefðu ef til vill einhverjir kosið að vitja hans síðar og hverfa heim við svo búið. Tengdar fréttir Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Var tilbúinn að kljást við höggið "Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari sem var farþegi í vél Primera Air sem rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í gær. 29. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
„Ég er enn á lífi. En, þetta var svakalegt,“ segir Andri Sigurðsson sem lenti heldur betur í honum kröppum í gær. Hann kom til Íslands með flugi 6F108 frá Alicante til Keflavíkur. Rauði Kross Íslands ásamt Primeraair hefur nú boðið farþegum í því flugi upp á sérstaka áfallahjálp sem fram fer í dag klukkan 17. Eins Vísir greindi frá í gær hlekktist flugvélinni á í lendingu og rann fram af brautinni. „Flugvélin beygði frá ljósunum við enda vallarins. Gott hjá flugmönnum vélarinnar og sem náðu að bremsa í mölinni,“ segir Aðalsteinn Örnólfsson alþjóðlegur golfdómari sem einnig var í vélinni.Andri Sigurðsson birti mynd á Facebooksíðu sinni sem sýnir staðsetningu flugvélarinnar eftir lendingu. Eins og sjá má er hún vel utan brautar og skammt frá eru skorningar. Ljóst er að það lá við stórslysi.Svo vill til að blaðamaður Vísis var einnig með í þessu flugi en hann var í hópi sem var að koma frá þátttöku í árlegu golfmóti Íslendinga á Spáni – Costablanca Open. Aðflugið var hið einkennilegasta, vélin var þegar orðin klukkutíma á eftir áætlun. Farþegum var ljóst að skyggni var mjög slæmt og seinna kom á daginn að á Suðurnesjum var hríð. En, það er ekkert nýtt þegar flugaðstæður á Íslandi eru annars vegar. Vélin ætlaði niður en tók sig svo upp aftur. Og reyndi svo lendingu á ný eftir annað aðflug. „Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari en hann var einnig í vélinni auk Vignis Snæs, en þeir voru að koma frá því að skemmta hópnum sem var á golfmótinu.Vélin átti aldrei að lenda við þessar aðstæður Hún virtist koma alltof hratt inn til lendingar. Einn farþega í flugvélinni, Engilbert Runólfsson verktaki, er afdráttarlaus í tali. Hann telur ótrúlega meðvirkni og þöggun í gangi hjá öllum viðkomandi gagnvart þessu „atviki“. „Það er bara látið eins og vélin hafi „bara runnið aðeins útaf“ þegar raunin er sú að við vorum örfáum sekúndum frá hugsanlega mannskæðu stórslysi,“ segir Engilbert og bendir á að flugstjórinn hafi átt fullt í fangi með að stöðva vélina. Hreimur ásamt Vigni Snæ eftir lendinguna. Þeir voru býsna skelkaðir, að vonum þó þeir séu vanir því að vera á faraldsfæti.visir/jbg„Og þurfti að keyra hana yfir malarlagt öryggissvæði til að fá grip með knývendana algjörlega í botni. Ég heimta að fá að vita hvað gerðist þarna, ekki bara einhvern sálfræðing þremur tímum eftir „atvikið“ til að segja okkur að vera ekkert að hugsa um þetta eða hlusta á einhverjar getgátur.“ Engilbert segist þekkja marga flugmenn sem kvarta undan niðurskurði í „de-icing“ á Keflavíkurflugvelli eftir að herinn fór sem geri völlinn mjög varasaman þegar aðstæður breytast skyndilega eins og í gær. „Þessi vél sem við vorum í átti aldrei að fá að lenda á þessari braut við þessar aðstæður, aldrei! Einnig kom hún alltof hratt inn til lendingar. Hvað fór úrskeiðis vil ég fá að vita hratt og örugglega,“ segir Engilbert.Engilbert segir algerlega fyrirliggjandi að vélin átti aldrei að lenda við þær aðstæður sem voru fyrirliggjandi á Keflavíkurflugvelli í gær og hann krefst svara. Með honum á myndinni eru Kristján Berg og Sveinn Dal sem einnig voru í flugvélinni.metúsalem björnssonFjölmörgum spurningum ósvarað Farþegar segja ótal spurningar útistandandi, líkt og Engilbert kemur inná, sem rannsóknarnefnd flugslysa stendur nú frammi fyrir. Óútskýrð klukkustundarseinkun var á fluginu frá Alicante sem hafa vakið upp grunsemdir hvort flugvélin hafi verið í stakk búin til að hefja sig til flugs. Engilbert, sem er áhugamaður um flug þó hann teljist ekki sérfræðingur, segir furðulegt hversu lengi hún var að hefja sig til flugs á flugvellinum í Alicante. „Ég veit líka ekki hvort fólk tók eftir því í flugtaki í Alicante að flugtaksbrunið var óvenjulega langt, vélin alls ekki full og þar af leiðandi ekki of þung. Mjög óvenjulegt, ég sagði við sjálfan mig; farðu nú að koma druslunni á loft maður. Spurningin er, var allt í standi með vélina?“Aðstæður voru erfiðar á Keflavíkurflugvelli í gær og víst er að ótal spurningar eru útistandandi sem farþegar krefjast svara við.visir/jbgFlugvallarmál í KEF í ólestri Víst er að flugmál í Keflavík virðast í hinum mesta ólestri. Til að mynda tók það hluta hópsins þrjá tíma að „tékka“ sig inn á leiðinni út til Spánar. Var flugvöllurinn í Keflavík ekki í stakk búinn til að taka á móti flugvélinni þegar hún kom til lendingar í gær og vildi vísa henni annað, en það ekki í boði? Var flugvélin orðin bensínlaus eftir fjögurra tíma flug, eins og rætt var meðal farþega eftir slysið, og gat því ekki farið á varaflugvöll svo sem til Egilsstaða eða Skotlands? Flugvélar hafa áður lent í hríð á Keflavíkurflugvelli, var vélin biluð eða réðu mannleg mistök því að vélin skautaði út af vellinum? Einn farþega fullyrðir að starfsmaður Isavia, sá sem tilkynnti hvenær vænta mætti farangursins, hafi sagt að vélin hefði ekki haft nægt eldsneyti til að fljúga á varavöll eða til að hringsóla á meðan brautin væri hreinsuð betur. Og má heita mjög alvarleg sparnaðaraðgerð að hálfu Primera air, ef rétt reynist. Þá má og nefna mikla óánægju meðal farþega sem snýr meðal annars að því að þeim var gert að bíða í þrjá til fjóra klukkutíma eftir farangri sínum en var hins vegar tilkynnt um að hann væri væntanlegur innan tíðar. Ef það hefði legið fyrir að hann væri ekki væntanlegur fyrr hefðu ef til vill einhverjir kosið að vitja hans síðar og hverfa heim við svo búið.
Tengdar fréttir Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57 Var tilbúinn að kljást við höggið "Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari sem var farþegi í vél Primera Air sem rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í gær. 29. apríl 2017 07:00 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Sjá meira
Flugvél rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli Flugvél Primera Air rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli við lendingu um fimmleytið. 28. apríl 2017 17:57
Var tilbúinn að kljást við höggið "Maður kallar ekki allt ömmu sína en ég var bara virkilega hræddur,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari sem var farþegi í vél Primera Air sem rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli í gær. 29. apríl 2017 07:00