YouTube-stjörnur hafa miklar áhyggjur af framtíð miðilsins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 29. apríl 2017 07:00 Reynsla þessa ágæta snjallsímaeiganda af YouTube gæti orðið síðri ef rásum er lokað vegna tekjutaps. Nordicphotos/AFP Margar af skærustu stjörnum myndbandaveitunnar YouTube hafa nýverið lýst þungum áhyggjum sínum af auglýsingamálum á síðunni. Um síðustu mánaðamót birtu fjölmiðlar á borð við Wall Street Journal og Times of London fréttir af auglýsingum stórfyrirtækja sem birtust við myndbönd sem sögð voru innihalda fordómafullar skoðanir og óviðeigandi efni. Varð þetta til þess að fyrirtæki á borð við McDonald’s, Audi og AT&T eru tímabundið hætt að auglýsa á síðunni. YouTube hefur í kjölfarið breytt stefnu sinni í auglýsingamálum og býður auglýsendum upp á að velja hvort þeir auglýsi við öll myndbönd, myndbönd sem merkt eru örugg eða velja að undanskilja myndbönd sem innihalda fordóma, umræðu um stjórnmál, blótsyrði og þar fram eftir götunum.Philip DeFranco.Nordicphotos/GettyAuglýsendur hafa þó ekki enn flykkst til baka á YouTube og greindi Sundar Pichai, forstjóri Google, frá því að starfsmenn hans hefðu hringt persónulega í auglýsendur og reynt að telja þeim trú um að öruggt væri að auglýsa á síðunni. Eins og áður segir lýsa margir sem halda úti rásum á síðunni yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Þannig sagði Philip DeFranco, sem er með fimm milljónir fylgjenda, að stór hluti vandamálsins væri skortur á gagnsæi. „Við fáum ekki að sjá hvernig myndböndin okkar eru merkt,“ sagði DeFranco í nýlegu myndbandi. Hjónin Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni h3h3Productions og eru með fjórar milljónir fylgjenda, eru svartsýn í nýlegu myndbandi. „Við vorum að vona að þetta færi að lagast, og það hefur gert það fyrir ýmsa. En fyrir okkur er þetta að versna. Við sjáum ekki fyrir okkur að við getum starfrækt rásina áfram í óbreyttri mynd.“John og Hank Green sem halda úti rásinni Vlogbrothers.Nordicphotos/AFPEthan segir ákvörðun auglýsenda, sem og framferði stjórnenda YouTube, vera að eyðileggja rás þeirra hjóna og þar með atvinnu þeirra. „Af síðustu átta myndböndum okkar höfum við fengið eðlilegar auglýsingatekjur fyrir eitt þeirra en svo gott sem engar fyrir hin sjö,“ sagði Ethan sem sjálfur hefur gagnrýnt fréttaflutning Wall Street Journal og sagt hann byggjast á ýkjum og útúrsnúningum.Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaðamótin. Þá segir Steven Williams, sem heldur úti rásinni Boogie2988 og hefur fjórar milljónir fylgjenda, að auglýsendur treysti því ekki lengur að þeir hagnist á því að auglýsa á YouTube. „Frá því Google keypti YouTube hefur síðan verið byggð á auglýsingum. Þannig hefur YouTube aflað tekna og þannig hef ég aflað tekna,“ sagði Williams. Hank Green, annar helmingur rásarinnar Vlogbrothers sem hefur þrjár milljónir fylgjenda, segir tekjur allra sem halda úti rásum á YouTube hafa minnkað. „Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaðamótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Margar af skærustu stjörnum myndbandaveitunnar YouTube hafa nýverið lýst þungum áhyggjum sínum af auglýsingamálum á síðunni. Um síðustu mánaðamót birtu fjölmiðlar á borð við Wall Street Journal og Times of London fréttir af auglýsingum stórfyrirtækja sem birtust við myndbönd sem sögð voru innihalda fordómafullar skoðanir og óviðeigandi efni. Varð þetta til þess að fyrirtæki á borð við McDonald’s, Audi og AT&T eru tímabundið hætt að auglýsa á síðunni. YouTube hefur í kjölfarið breytt stefnu sinni í auglýsingamálum og býður auglýsendum upp á að velja hvort þeir auglýsi við öll myndbönd, myndbönd sem merkt eru örugg eða velja að undanskilja myndbönd sem innihalda fordóma, umræðu um stjórnmál, blótsyrði og þar fram eftir götunum.Philip DeFranco.Nordicphotos/GettyAuglýsendur hafa þó ekki enn flykkst til baka á YouTube og greindi Sundar Pichai, forstjóri Google, frá því að starfsmenn hans hefðu hringt persónulega í auglýsendur og reynt að telja þeim trú um að öruggt væri að auglýsa á síðunni. Eins og áður segir lýsa margir sem halda úti rásum á síðunni yfir þungum áhyggjum af stöðunni. Þannig sagði Philip DeFranco, sem er með fimm milljónir fylgjenda, að stór hluti vandamálsins væri skortur á gagnsæi. „Við fáum ekki að sjá hvernig myndböndin okkar eru merkt,“ sagði DeFranco í nýlegu myndbandi. Hjónin Ethan og Hila Klein, sem halda úti rásinni h3h3Productions og eru með fjórar milljónir fylgjenda, eru svartsýn í nýlegu myndbandi. „Við vorum að vona að þetta færi að lagast, og það hefur gert það fyrir ýmsa. En fyrir okkur er þetta að versna. Við sjáum ekki fyrir okkur að við getum starfrækt rásina áfram í óbreyttri mynd.“John og Hank Green sem halda úti rásinni Vlogbrothers.Nordicphotos/AFPEthan segir ákvörðun auglýsenda, sem og framferði stjórnenda YouTube, vera að eyðileggja rás þeirra hjóna og þar með atvinnu þeirra. „Af síðustu átta myndböndum okkar höfum við fengið eðlilegar auglýsingatekjur fyrir eitt þeirra en svo gott sem engar fyrir hin sjö,“ sagði Ethan sem sjálfur hefur gagnrýnt fréttaflutning Wall Street Journal og sagt hann byggjast á ýkjum og útúrsnúningum.Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaðamótin. Þá segir Steven Williams, sem heldur úti rásinni Boogie2988 og hefur fjórar milljónir fylgjenda, að auglýsendur treysti því ekki lengur að þeir hagnist á því að auglýsa á YouTube. „Frá því Google keypti YouTube hefur síðan verið byggð á auglýsingum. Þannig hefur YouTube aflað tekna og þannig hef ég aflað tekna,“ sagði Williams. Hank Green, annar helmingur rásarinnar Vlogbrothers sem hefur þrjár milljónir fylgjenda, segir tekjur allra sem halda úti rásum á YouTube hafa minnkað. „Hef ég áhyggjur? Algjörlega. Það var hryllilegt að sjá tekjur mínar hríðlækka um mánaðamótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira