Búist við þriggja hesta baráttu um titilinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. apríl 2017 09:00 Ólafur Jóhannesson er kominn með frábært lið og gæti verið einum framherja frá því að vinna mótið. vísir/eyþór Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Íþróttadeild lýkur þessa helgina spá sinni fyrir Pepsi-deild karla í fótbolta með því að kynna liðin sem hún telur að hafni í fyrsta og öðru sæti. Það eru lið sem eru vön því að vera spáð góðu gengi; FH og KR. FH er ríkjandi meistari og mætir með rosalega sterkt lið til leiks en KR-ingar hafa spilað best allra á undirbúningstímabilinu. Valsmenn líta vel út og Stjarnan ætlar sér stóra hluti í sumar.Nýtt kerfi – sama hefðin FH hefur orðið meistari undanfarin tvö ár en Heimir Guðjónsson ætlar nú í fyrsta sinn að breyta sigurformúlu FH sem hefur tryggt liðinu átta titla frá 2004. Hann er búinn að skipta um leikkerfi og spilar 3-4-3. FH-liðið hefur litið vel út í því leikkerfi en sá galli er á gjöf njarðar að liðið er aðeins með einn miðvörð heilan og ætlar að spila með þrjá. Aftur á móti hefur FH verið að skora meira og lítur Kristján Flóki Finnbogason vel út fyrir sumarið. Þessi efnilegi framherji þarf að skora meira en hann gerði í fyrra en hann hefur verið sjóðheitur í sumar. FH er líklegasta liðið til að verða meistari. Þetta er þeirra mót að tapa.Tobias púslið sem vantaði? Willum Þór Þórsson lyfti grettistaki hjá KR þegar hann tók við af Bjarna Guðjónssyni í fyrra og kom liðinu með ótrúlegri seinni umferð í Evrópukeppni. KR-ingar eru Lengjubikarmeistarar og spila frábæran fótbolta en þeir eru líka í 3-4-3. Vörn KR var góð í fyrra og markvarslan frábær en það vantaði fleiri mörk. KR skoraði aðeins 29 mörk á síðustu leiktíð en nú er það búið að fá danskan framherja sem heitir Tobias Thomsen. Hann skoraði fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum sínum í Lengjubikarnum og gæti verið síðasta púslið í meistaralið KR fyrir þessa leiktíð. Leikkerfið hentar öllum leikmönnum liðsins mjög vel.Framherja frá titlinum Eftir margar þjálfararáðningar á undanförnum árum hittu Valsmenn naglann á höfuðið þegar þeir réðu Ólaf Jóhannesson. Hann er búinn að koma ró á svæðið og byggja upp virkilega gott lið sem spilar einfaldan og árangursríkan fótbolta. Valsliðið er mjög vel mannað og hefur verið að spila vel í vetur. Það er með svakalega breidd á miðjunni þó hana skorti aðeins í vörninni en þar eru gæðin samt mikil. Valsmenn fá mikið af mörkum frá miðju og væng en þá vantar alvöru framherja. Þeir eru að reyna að fá Patrick Pedersen aftur, Danann sem hirti gullskóinn sem leikmaður Vals fyrir tveimur árum. Með hann í liðinu getur refurinn Ólafur Jóhannesson stolið þessum titli og farið með hann í holu sína.Þurfa betri byrjun Stjörnumenn náðu Evrópusæti á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti en liðið var aldrei líklegt til að gera nokkurn skapaðan hlut í toppbaráttunni allt mótið. Stjörnumenn fóru ágætlega af stað í fyrra og unnu liðin sem féllu en þegar í alvöruna kom féll liðið á hverju prófinu á fætur öðru. Smá doði hefur verið í Garðabænum síðan liðið varð óvænt meistari árið 2014 og nú þurfa menn þar að fara að vakna. Með góðri byrjun geta Stjörnumenn gert sig líklega í titilbaráttunni en þeir eru þó síst líklegir af þessum fjórum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira