Talið er að hún hafi gert það fyrir kvikmyndahlutverk en Cara leikur um þessar mundir í kvikmyndinni Life in a Year ásamt Jaden Smith. Myndir náðust af fyrirsætunni á setti kvikmyndarinnar með nýju hárgreiðsluna.
Það eru ekki margar leikkonur sem taka þetta stóra skref fyrir kvikmyndahlutverk. Natalie Portman rakaði af sér hárið fyrir hlutverk í kvikmyndinni V for Vandetta á sínum tíma sem og Charlize Theron fyrir kvikmyndina Mad Max: Fury Road. Það er því nokkur ljóst að Cara tekur leiklistarferilinn alvarlega en hún hefur áður sagt að hana hafi alltaf dreymt um að verða leikkona en ekki fyrirsæta.