Erlent

Trump býður öllum öldunga­deildar­þing­mönnum til fundar vegna Norður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið öllum hundrað þingmönnum öldungadeildar Bandaríkjaþings til fundar í Hvíta húsinu til að ræða málefni Norður-Kóreu á morgun.

Utanríkisráðherrann Rex Tillerson, varnarmálaráðherrann James Mattis og fjöldi annarra í ríkisstjórn Trump munu þar taka þátt.

Óvenjulegt er að forseti fundi með öllum þingmönnum öldungadeildar í Hvíta húsinu, en það var Sean Spicer, fjölmiðlafulltrúi Trump, sem greindi frá fundinum í gær.

Upphaflega stóð til að fundurinn færi fram í bandaríska þinghúsinu í Washington DC en Trump lagði hins vegar til að hann yrði haldinn í Hvíta húsinu.

Á fundi með sendiherrum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær sagði Trump að ríki heims yrðu að vera reiðubúin að herða refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu vegna eldflauga- og kjarnorkutilrauna stjórnvalda þar í landi.


Tengdar fréttir

Segjast hættir að treysta Trump

Misvísandi skilaboð um leið flotadeildar bandaríkjahers að Kóreuskaga valda fjaðrafoki í Suður-Kóreu. ­Forsetaframbjóðandi segir Kóreumenn ekki geta treyst Trump sem forseta ef hann var í raun að segja ósatt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×