Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:00 Grindvíkingar börðust fyrir sigri gegn KR-ingum í DHL-höllinni í gær og þvinguðu fram fjórða leikinn á sínum heimavelli á fimmtudaginn. vísir/eyþór Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira