Handbolti

Geir: Frábært að fá Aron aftur í liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aron í landsleik gegn Frökkum.
Aron í landsleik gegn Frökkum. vísir/afp
Geir Sveinsson landsliðsþjálfari gerði aðeins eina breytingu á leikmannahópi sínum frá HM og hópnum sem mætir Makedóníu í undankeppni EM í upphafi næsta mánaðar.

Breytingin er frekar einföld. Guðmundur Hólmar Helgason spilar ekki vegna meiðsla og Aron Pálmarsson kemur inn eftir að hafa verið frá vegna meiðsla.

„Á endanum gerði ég ekki neinar stórar breytingar en ég fór í marga hringi með þetta. Ég var að velta mörgu fyrir mér enda margt sem ég vil gera og prófa. Ég mun gera það síðar en í ljósi þess að ég hef þrjá leiki í júní til að gera tilraunir þá ákvað ég að bíða með allt slíkt núna,“ sagði Geir á blaðamannafundi HSÍ í dag en hann er eðlilega ánægður að fá Aron Pálmarsson aftur í liðið.

„Það er frábært. Hann er öflugur handboltamaður sem er að spila vel þessa dagana sem er ánægjulegt. Hann er spenntur að koma og hjálpa okkur. Aron er stórt nafn og það er mikill styrkur fyrir okkur að fá hann aftur inn.“


Tengdar fréttir

Aron snýr aftur í landsliðið

Nú upp úr hádegi tilkynnti Geir Sveinsson landsliðsþjálfari leikmannahóp sinn fyrir komandi leiki í undankeppni EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×