Argentínska undrið fór á kostum og skoraði flautumark í uppbótartíma sem tryggði Börsungum sigur, 3-2, en markið var heldur betur mikilvægt í baráttu þessara miklu erkifjenda um Spánarmeistaratitilinn.
Messi varð í gær fyrsti maðurinn sem skorar sigurmark í uppbótartíma í El Clásico á Santiago Bernabéu, heimavelli Real Madrid. Sigurmarkið var líka 500. markið sem hann skorar fyrir Barcelona.
Messi er búinn að skora 343 mörk í La Liga á Spáni og 94 í Meistaradeildinni, 43 í spænska bikarnum, tólf í Stórbikarnum á Spáni, fimm í Evrópudeildinni og þrjú í Stórbikar Evrópu. 500 mörk fyrir eina og sama félagið, takk fyrir.
Mark Messi kom Barcelona á toppinn í spænsku 1. deildinni en liðið hefur betur í innbyrðis viðureignum á móti Real Madrid. Madrídingar eiga þó leik til góða og verða því spænskir meistarar ef þeir vinna síðustu átta leiki tímabilsins sama hvað Börsungar gera.
MILESTONE: Lionel #Messi has now scored 500 career goals for Barcelona.
— Squawka Football (@Squawka) April 23, 2017
Absolutely unbelievable. pic.twitter.com/ydjL60PPw3