Le Pen segist vilja vísa öllum útlendingum undir eftirliti úr landi Atli Ísleifsson skrifar 21. apríl 2017 13:12 Marine Le Pen á góða möguleika á að komast í síðari umferð frönsku forsetakosninganna. Vísir/EPA Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins. Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Árásin í París í gærkvöldi hefur haft áhrif á frönsku forsetaframbjóðendurna og hafa sumir þeirra aflýst boðuðum kosningafundum. Marine Le Pen, leiðtogi Þjóðfylkingarinnar, hefur verið sökuð um að reyna að nýta sér árásina í pólitískum tilgangi. Þrír frambjóðendur – Marine Le Pen, Emmanuel Macron og François Fillon – ákváðu að aflýsa fyrirhuguðum kosningafundum eftir árásina þar sem lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust. Le Pen sagði í dag að rétt væri að taka upp landamæravörslu að nýju og að vísa öllum erlendum ríkisborgurum sem væru undir eftirliti frönsku öryggislögreglunnar úr landi. Bernard Cazeneuve, forsætisráðherra Frakklands, sakaði í kjölfarið Le Pen um að reyna enn á ný að nýta sér árás sem þessa í pólitískum tilgangi.Ekki gefa sig óttanum á vald Macron segir að Frakkar eigi ekki að gefa sig óttanum á vald og að frambjóðendur eigi að forðast það að nýta sér ódæðið í pólitískum tilgangi. Ákvað hann að aflýsa tveimur kosningafundum til að létta á verkefnum lögreglu, en hafnaði því þó að stöðva kosningabaráttu sína. Baráttunni lýkur formlega í kvöld en fyrri umferð forsetakosninganna fara svo fram á sunnudag. Helsta forgangsmál nýs forseta François Fillon, forsetaefni Repúblikana, segir að baráttan fyrir öryggi og frelsi verði að vera helsta forgangsmál næsta forseta. Sagði hann Frakka eiga í stríð við íslamska öfgastefnu. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það eru við eða þeir,“ sagði Fillon. Skoðanakannanir benda til að Macron muni hljóta flest atkvæði í fyrri umferð forsetakosninganna, en könnun Elabe sem birt var í dag bendir til að Le Pen hafi misst fylgi á síðustu dögum. Fillon og Mélenchon sækja á Samkvæmt könnuninni mun Macron hljóta 24 prósent atkvæða og Le Pen 21,5 prósent. Úrslitin eru þó á engan hátt ráðin þar sem kannanir benda til að bæði Fillon og vinstrimaðurinn Jean-Luc Mélenchon hafi verið að sækja á þau Macron og Le Pen. Í síðari umferð kosninganna verður kosið milli tveggja efstu úr fyrri umferðinni. Kannanir benda til að Macron muni þar hljóta 65 prósent atkvæða en Le Pen 35 prósent, fari svo að þau mætist í síðari umferðinni. Kannanirnar voru báðar framkvæmdar fyrir síðasta kosningaþátt franska sjónvarpsins og árás gærdagsins.
Frakkland Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00 Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58 Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Íslendingur í París sá ekkert annað en vopnaða lögreglumenn Árásarmaður myrti lögregluþjón í París í gær. Hryðjuverkadeild lögreglu rannsakar málið. Árásarmaðurinn var felldur á vettvangi. Íslendingur á svæðinu segir lögregluþjóna allt sem hann hafi séð. ISIS lýsir yfir ábyrð á árásinni. 21. apríl 2017 06:00
Hafði áður reynt að myrða þrjá lögreglumenn Maðurinn sem grunaður er um að hafa skotið lögreglumann til bana og sært tvo til viðbótar á Champs Élysées í París í gærkvöldi var til rannsóknar hjá frönskum lögreglunni þar sem hann hafði sýnt að hann ætlaði sér að myrða lögreglumenn 21. apríl 2017 07:58
Þetta vitum við um árásina á Champs-Élysées í París Lögreglumaður var skotinn til bana og þrír særðust í skotárás í París í gærkvöldi. 21. apríl 2017 09:25