Ingi Þór: Ástæðulaust að óttast góða leikmenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. apríl 2017 13:00 Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells. Vísir/Eyþór Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á. Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira
Ingi Þór, sem er þjálfari Snæfells, vill breyta núverandi reglu. Hún segir að liðum sé heimilt að semja við eins marga erlenda leikmenn og þau vilja en þó er það svo að aðeins einn erlendur leikmaður má vera inni á vellinum í einu. Í langflestum tilvikum semja því íslensk körfuboltalið við einn Bandaríkjamann sem er þá í ríkjandi hlutverki í viðkomandi liði. Leikmenn með erlent ríkisfang en hafa verið með fasta búsetu á Íslandi í þrjú ár telja þó eins og íslenskir leikmenn. Núverandi regla, sem í daglegu tali er nefnd 4+1 reglan, hefur reynst mörgum liðum á landsbyggðinni erfið en það var tilfellið hjá Snæfelli í vetur. Liðið féll úr Domino's-deildinni án þess að vinna leik allt tímabilið en Ingi Þór hefur áður greint frá því að það hafi verið mjög erfitt að fá íslenska leikmenn til að koma í Stykkishólm. Ársþing KKÍ fer fram á morgun en fyrir því liggur tillaga frá Hetti um að breyta 4+1 reglunni. Líklegt er að þingfulltrúar muni taka málið til umræðu á morgun og tefla fram breyttri tillögu sem verði þá sett fram til höfuðs 4+1 reglunni. Líklegast er að reglan sem kosið verður um verði 3+2 regla - að lið megi tefla fram tveimur erlendum leikmönnum samtímis. Sjálfur er þó Ingi Þór talsmaður þess að hafa aðeins einn erlendan (bandarískan) leikmann en frjálst flæði evrópskra leikmanna, líkt og tíðkaðist lengi áður.Betri leikmenn - betri æfingar „Ég hef heyrt í nokkrum kollegum mínum sem verða í Domino's-deildinni og það hefur verið virkilega erfitt fyrir mörg lið að styrkja sig með íslenskum leikmönnum. Ég neita að trúa því að lið vilji hafa deildina þannig að það sé ekki hægt að styrkja sig á milli ára,“ sagði Ingi Þór við Vísi í dag. Þeir sem vilja halda óbreyttu fyrirkomulagi hafa bent á að með því hafi ungir íslenskir leikmenn fengið dýrmætar mínútur með liðum sínum og þannig tækifæri til að vaxa og dafna. Ísland á í dag marga öfluga unga körfuboltamenn sem kemur einna best í ljós á því að margir Íslendingar spila nú í bandaríska háskólaboltanum. Ingi Þór bendir á að það séu fleiri hliðar á þessu máli. „Landsliðsmennirnir okkar hafa allir fengið að kljást við sterka erlenda leikmenn á æfingum. Þetta snýst líka um það - ekki bara mínútur á vellinum. Því fleiri betri leikmenn sem eru á æfingum því betri verða æfingarnar.“ Viljum koma leikmönnum til Evrópu Hann segir að ungir leikmenn þurfi ekki að örvænta þó svo að þeir sjái fram á að fáar mínútur með sínu liði. „Leikmenn eiga alltaf möguleika að fara tímabundið í annað lið, jafnvel niður um deild, og fá þar reynslu. Það getur líka verið þroskandi reynsla.“ Íslensk lið hafa áður nýtt sér svokallaða Bosman-reglu til að fá til sín allt að 7-8 erlenda leikmenn. Ingi Þór óttast ekki að slíkt verði uppi á teningnum.„Það vill enginn að slík aðstaða komi upp. En það má heldur ekki láta stýrast af ótta um að lið úti á landi styrki sig með góðum leikmönnum. Það hlýtur að vera hagur körfuboltans að lið úti á landi geti styrkt sig.“ Einu evrópusku leikmennirnir í Domino's-deildinni í vetur voru þeir sem töldust sem íslenskir leikmenn. Ingi bendir á að það sé ákveðinn tvískinningur falinn í því. „Við viljum að okkar leikmenn fái tækifæri í sterkum deildum í Evrópu. En um leið viljum við loka á þá hér,“ bendir Ingi Þór á.
Dominos-deild karla Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Sjá meira