Skagamenn halda áfram að styrkja liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni sem hefst um aðra helgi en ÍA er búið að ganga frá samningi við pólska sóknarmanninn Patryk Stefanski.
Þessi 27 ára gamli leikmaður kemur frá Ruch Chorzów í heimalandinu en hann heillaði þjálfaralið ÍA í æfingaferð liðsins þar sem hann spilaði leik á móti HK.
Fram kemur í fréttatilkynningu frá ÍA að þarna sé á ferð geysilega vinnusamur leikmaður með mikinn hraða.
Stefanski er annar pólski leikmaðurinn sem Skagamenn fá til sín en áður var mættur varnarmaðurinn Robert Mentzel sem á að fylla í skarð Ármanns Smára Björnssonar sem lagði skóna á hilluna fyrr í vetur.
„Við erum sáttir með að það bæta inn sóknarmanni áður en tímabilið hefst og eykur þar með breiddina í sóknarleik liðsins. Patryk kemur með mikinn kraft inní okkar leik - hefur góðan hraða og er jafnfættur og eykur að sjálfsögðu alla samkeppni í sóknarlínu okkar," segir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA.
Skaginn bætir við pólskum sóknarmanni
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið






„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“
Íslenski boltinn

