Patrekur: Kitlar í puttana að komast aftur út á gólf Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. apríl 2017 10:00 Patrekur á hliðarlínunni með Austurríki. vísir/getty Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Handknattleiksþjálfarinn Patrekur Jóhannesson segir í samtali við Vísi að hann hafi hug á því að þjálfa aftur á Íslandi. Hann yfirgaf Hauka fyrir tveim árum síðan til þess að einblína á starf sitt sem landsliðsþjálfari Austurríkis og einnig var hann í krefjandi námi. Nú eru breyttar forsendur og hann vill komast aftur á parketið. „Það er ágætt að koma því strax á hreint að ég er ekki búinn að taka neina ákvörðun um hvað ég ætla að gera,“ segir Patrekur en hann er sterklega orðaður við Selfoss þessa dagana. Selfoss er að leita hófana að „stærra nafni“ en Stefáni Árnasyni að því er Stefán sagði. Patrekur er eitt stærsta nafnið í íslenskum þjálfaraheimi. „Ég hef heyrt í nokkrum liðum á Íslandi en ekkert formlega. Ég ætla annars ekkert að tjá mig sérstaklega um þau mál. Ég ætla að taka mér góðan tíma í að ákveða mig en ég viðurkenni alveg að mig kitlar í puttana að komast aftur út á gólf.“Patti er alltaf líflegur.vísir/gettyEins og áður segir er að Patrekur að klára nám og hefur hug á að samtvinna þjálfun og mastersritgerð. „Ég er vonandi að klára mastersnám í íþróttaþjálfun og vísindum núna í sumar ef allt gengur upp. Ég á svo ritgerðina eftir. Þá hef ég verið að velta því fyrir mér hvort ég eigi að tengja það félagsþjálfun eða yngri flokka þjálfun. Eða eitthvað allt annað,“ segir Patrekur og bætir við að hann fái reglulega fyrirspurnir frá íslenskum og erlendum félögum. „Staðan er einföld. Ég ætla að skoða mín mál í rólegheitum. Ég hef verið lítið út á gólfi síðustu mánuði. Stundum er mikið að vera með bæði félagslið og landslið en það gekk samt vel er ég var með Haukana. Við unnum fjóra titla á tveimur árum og ég náði HM og EM með Austurríki. Það getur vel farið svo að ég ákveði samt að fara bara í yngri flokka þjálfun núna. Svo gæti verið gaman að fara niður í neðrideildarlið. Það er fullt af pælingum í gangi hjá mér. Ég elska þessa íþrótt og vinnu.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04 Mest lesið Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Patti á leið til Selfoss? Samkvæmt heimildum Vísis þá hefur Patrekur Jóhannesson hug á því að taka við liði á Íslandi á nýjan leik. 20. apríl 2017 17:04