Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 67-61 | Keflavík einum sigri frá titlinum Guðmundur Steinarsson í Sláturhúsinu skrifar 20. apríl 2017 22:45 Airana Moorer skoraði 20 stig fyrir Keflavík. vísir/daníel þór Keflavík þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir 67-61 sigur á Snæfelli í öðrum leik liðanna í kvöld. Þriðji leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi á sunnudaginn og með sigri þar tryggir Keflavík sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fór nokkuð fjörlega af stað og Keflavík tók strax forystu í leiknum með því að setja fyrstu 6 stig leiksins og voru komnar í 14-5 þegar Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, var nóg boðið og tók leikhlé. Þetta leikhlé hleypti lífi í gestina sem jöfnuðu leikinn 14-14. Þá gerði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, það sama og Ingi Þór, tók leikhlé og Keflavík vaknaði aftur til lífins. Staðan eftir 1. leikhluta 24-20 fyrir Keflavík. Í 2. leikhluta var Keflavík einhvern veginn alltaf litlu skrefi á undan. Um leið og Snæfell gerðu sig líklega til að komast yfir þá kom rispa frá Keflvíkingum og munurinn aftur þessu 4 til 6 stig. Staðan í hálfleik 40-36 Keflavík í vil. Það sama var upp á teningnum í 3. leikhluta og í þeim öðrum. Mikil barátta í vörninni og skotnýtingin oft verið betri. Lítið skorað og í raun var 3. leikhluti frekar rólegur. Staðan 53-47 fyrir heimastúlkur. Loka fjórðungurinn fór fjörlega af stað, Keflavík byrjaði á því að stela boltanum af Snæfell og skora. Þá skipti Snæfell um gír og náði að komast 1 stigi yfir. En sú forysta varði ekki lengi, Keflavíkurstúlkur tóku sig á og komust aftur í þessa 4 stiga forystu sem var búin að einkenna leikinn. Í lokin fékk Snæfell ágætis tækifæri til að stela þessu en allt kom fyrir ekki og sigldu heimastúlkur sigrunum í höf. Lokatölur 67-61 í hörkuleik tveggja frábærra liða.Af hverju vann Keflavík ? Keflavíkurstúlkur voru grimmari í byrjun leiks og það í raun skóp sigurinn. 4-6 stiga forysta í körfubolta er ekki mikil forysta. En þegar tvö lið svona jöfn að geta þá er þessi litla forysta svo mikilvæg. Forystan gaf Keflavík olnbogarými, leyfði þeim að gera mistök án þess að það kostaði liðið forystu. Á sama tíma voru misstök hjá Snæfell líklegri til að særa liðið meira.Bestu menn vallarins Ég ætla að segja að bekkurinn hjá Keflavík hafi verið bestur. Það komu 22 stig af bekknum hjá Keflavík gegn 8 stigum frá Snæfell. Keflavíkurstúlkur hafa yfir meiri breidd að ráða og það gæti skipt sköpum í svona einvígi. Það er stutt á milli leikja og Keflavíkurstúlkur geta hvílt leikmenn sem verða þá ferskari í næsta leik, á meðan að Snæfell hefur ekki efni á að hvíla sína leikmenn eins mikið.Tölfræði sem vakti athygli Snæfell tók 12 sóknarfráköst í fyrri hálfleik en voru samt undir, það er nánast óskiljanlegt. Keflavík setur niður 1 þriggja stiga skot í leiknum úr 13 tilraunum sem er 7,7% nýting sem verður að teljast döpur nýting. Munar þá kannski mest um að Erna fyrirliði var með ekkert stig í leiknum en hún er mikil skytta flesta daga ársins. En heilt yfir var skotnýting liðanna ekkert til að auglýsa sérstaklega.Hvað gekk illa? Snæfell gekk illa að komast yfir í leiknum, þær lentu undir snemma leiks og náðu bara ekki almennilegu áhlaupi á Keflavík. Þrefaldir Íslandsmeistarar eiga að vera reyndari í svona aðstæðum, mögulega var þreyta í Snæfell frá síðasta leik sem geri það að verkum að þær náðu ekki að gera það sem hefði þurft til í þessum leik.Keflavík-Snæfell 67-61 (24-20, 16-16, 13-11, 14-14)Keflavík: Ariana Moorer 20/15 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 10, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 4.Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/8 fráköst, Aaryn Ellenberg 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Sverrir Þór: Varnarframlagið í lokin var frábært Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var kátur er blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir leik. Lið hans leiðir einvígið 2-0 og því góðri stöðu í barráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var mikil barátta og framlag frá mörgum, mikilvægar körfur í lokin sem skópu sigurinn í kvöld“ sagði Sverrir Þór eftir leik. Aðspurður hvort að hið unga lið og meiri breidd hafi eitthvað segja sagði Sverrir: „Ég veit það ekki, ég var ánægur með varnarframlagið hérna í restina, þar sem við náum að láta Snæfell taka erfið skot og við náum fráköstunum þá,“ sagði Sverrir og bætti við að einvígið væri langt frá því að vera búið þó að staðan væri 2-0 fyrir Keflavík. Lokaleikur deildarkeppninnar var á milli Snæfells og Keflavíkur. Þar var Snæfell þegar búið að tryggja sér efsta sætið. Keflavík vann þennan leik og þann fyrsta gegn Snæfell í nokkurn tíma. Þegar blaðamaður Vísis spyr hvort að þessi leikur hafi gefið Keflavík þá trú sem þurfti til að vinna Snæfell á þeirra heimavelli sagði Sverrir: „Já ég held að það hafi skipt máli fyrir stelpurnar mínar. Við vorum búnar að spila marga jafna leiki sem allir duttu Snæfells megin.“ En hvað verður það sem skiptir sköpum í næsta leik? „Það er svo margt; vörnin, fráköstin, sóknin og stóru skotin þetta mun allt skipta máli,“ sagði Sverrir að lokum.Ingi Þór: Liðið sem fær heildina til að spila vinnur þetta Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari þrefaldra Íslandsmeistara Snæfellinga, var frekar daufur er blaðamaður Vísis náði tali af honum. Bakið fræga er komið uppvið vegg og hvað er þá til ráða? „Snúa bökum saman og frá veggnum og láta hlutina ganga. Þetta eru tvö jöfn lið og það telur allt í svona leikjum. Við erum nálægt þessu en það vantar örlítið uppá. Það er auðvelt að sjá hvar mistökin liggja í svona jöfnum leikjum. Skot hér og þar til eða frá þetta skiptir allt máli,“ sagði Ingi Þór. Snæfell lenti strax undir í leiknum og voru alltaf að elta í leiknum. Aðspurður hvort það hafi tekið of mikla orku frá liðinu sagði Ingi Þór: „Andlega var það erfitt, en við komumst yfir undir lokin, en þá setja þær niður skot á meðan við erum að klikka úr auðveldum skotum og vítum. Keflavík klárar tvær sóknir á lokasekúndu skotklukku og þá er þetta spurning um eitt skref í viðbót i varnarleiknum. Þar liggur munurinn,“ sagði Ingi Þór. Hvort að Snæfell hafi losað takið sem þær höfðu á Keflavík í lokaleik deildarkeppninar sagði Ingi að leikirnir fyrr í vetur koma þessum leikjum í úrslitakeppninni ekkert við. Keflavík sé einfaldlega gott í körfu. Hvað það er sem þarf í næsta leik til að sigra sagði Ingi Þór: „Við ætlum að koma aftur til Keflavíkur. Það lið sem fær heildina til að spila saman vinnur næsta leik,“ sagði Ingi Þór að lokum.Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Keflavík þarf aðeins einn sigur í viðbót til að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta kvenna eftir 67-61 sigur á Snæfelli í öðrum leik liðanna í kvöld. Þriðji leikur liðanna fer fram í Stykkishólmi á sunnudaginn og með sigri þar tryggir Keflavík sér Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn í kvöld fór nokkuð fjörlega af stað og Keflavík tók strax forystu í leiknum með því að setja fyrstu 6 stig leiksins og voru komnar í 14-5 þegar Inga Þór Steinþórssyni, þjálfara Snæfells, var nóg boðið og tók leikhlé. Þetta leikhlé hleypti lífi í gestina sem jöfnuðu leikinn 14-14. Þá gerði Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, það sama og Ingi Þór, tók leikhlé og Keflavík vaknaði aftur til lífins. Staðan eftir 1. leikhluta 24-20 fyrir Keflavík. Í 2. leikhluta var Keflavík einhvern veginn alltaf litlu skrefi á undan. Um leið og Snæfell gerðu sig líklega til að komast yfir þá kom rispa frá Keflvíkingum og munurinn aftur þessu 4 til 6 stig. Staðan í hálfleik 40-36 Keflavík í vil. Það sama var upp á teningnum í 3. leikhluta og í þeim öðrum. Mikil barátta í vörninni og skotnýtingin oft verið betri. Lítið skorað og í raun var 3. leikhluti frekar rólegur. Staðan 53-47 fyrir heimastúlkur. Loka fjórðungurinn fór fjörlega af stað, Keflavík byrjaði á því að stela boltanum af Snæfell og skora. Þá skipti Snæfell um gír og náði að komast 1 stigi yfir. En sú forysta varði ekki lengi, Keflavíkurstúlkur tóku sig á og komust aftur í þessa 4 stiga forystu sem var búin að einkenna leikinn. Í lokin fékk Snæfell ágætis tækifæri til að stela þessu en allt kom fyrir ekki og sigldu heimastúlkur sigrunum í höf. Lokatölur 67-61 í hörkuleik tveggja frábærra liða.Af hverju vann Keflavík ? Keflavíkurstúlkur voru grimmari í byrjun leiks og það í raun skóp sigurinn. 4-6 stiga forysta í körfubolta er ekki mikil forysta. En þegar tvö lið svona jöfn að geta þá er þessi litla forysta svo mikilvæg. Forystan gaf Keflavík olnbogarými, leyfði þeim að gera mistök án þess að það kostaði liðið forystu. Á sama tíma voru misstök hjá Snæfell líklegri til að særa liðið meira.Bestu menn vallarins Ég ætla að segja að bekkurinn hjá Keflavík hafi verið bestur. Það komu 22 stig af bekknum hjá Keflavík gegn 8 stigum frá Snæfell. Keflavíkurstúlkur hafa yfir meiri breidd að ráða og það gæti skipt sköpum í svona einvígi. Það er stutt á milli leikja og Keflavíkurstúlkur geta hvílt leikmenn sem verða þá ferskari í næsta leik, á meðan að Snæfell hefur ekki efni á að hvíla sína leikmenn eins mikið.Tölfræði sem vakti athygli Snæfell tók 12 sóknarfráköst í fyrri hálfleik en voru samt undir, það er nánast óskiljanlegt. Keflavík setur niður 1 þriggja stiga skot í leiknum úr 13 tilraunum sem er 7,7% nýting sem verður að teljast döpur nýting. Munar þá kannski mest um að Erna fyrirliði var með ekkert stig í leiknum en hún er mikil skytta flesta daga ársins. En heilt yfir var skotnýting liðanna ekkert til að auglýsa sérstaklega.Hvað gekk illa? Snæfell gekk illa að komast yfir í leiknum, þær lentu undir snemma leiks og náðu bara ekki almennilegu áhlaupi á Keflavík. Þrefaldir Íslandsmeistarar eiga að vera reyndari í svona aðstæðum, mögulega var þreyta í Snæfell frá síðasta leik sem geri það að verkum að þær náðu ekki að gera það sem hefði þurft til í þessum leik.Keflavík-Snæfell 67-61 (24-20, 16-16, 13-11, 14-14)Keflavík: Ariana Moorer 20/15 fráköst, Thelma Dís Ágústsdóttir 11/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 10, Birna Valgerður Benónýsdóttir 8, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 8/4 fráköst, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 6/8 fráköst/5 stoðsendingar, Irena Sól Jónsdóttir 4.Snæfell: Bryndís Guðmundsdóttir 22/8 fráköst, Aaryn Ellenberg 20/8 fráköst/9 stoðsendingar, Berglind Gunnarsdóttir 7/6 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 3/4 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 2, Andrea Björt Ólafsdóttir 2.Sverrir Þór: Varnarframlagið í lokin var frábært Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var kátur er blaðamaður Vísis náði tali af honum eftir leik. Lið hans leiðir einvígið 2-0 og því góðri stöðu í barráttunni um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var mikil barátta og framlag frá mörgum, mikilvægar körfur í lokin sem skópu sigurinn í kvöld“ sagði Sverrir Þór eftir leik. Aðspurður hvort að hið unga lið og meiri breidd hafi eitthvað segja sagði Sverrir: „Ég veit það ekki, ég var ánægur með varnarframlagið hérna í restina, þar sem við náum að láta Snæfell taka erfið skot og við náum fráköstunum þá,“ sagði Sverrir og bætti við að einvígið væri langt frá því að vera búið þó að staðan væri 2-0 fyrir Keflavík. Lokaleikur deildarkeppninnar var á milli Snæfells og Keflavíkur. Þar var Snæfell þegar búið að tryggja sér efsta sætið. Keflavík vann þennan leik og þann fyrsta gegn Snæfell í nokkurn tíma. Þegar blaðamaður Vísis spyr hvort að þessi leikur hafi gefið Keflavík þá trú sem þurfti til að vinna Snæfell á þeirra heimavelli sagði Sverrir: „Já ég held að það hafi skipt máli fyrir stelpurnar mínar. Við vorum búnar að spila marga jafna leiki sem allir duttu Snæfells megin.“ En hvað verður það sem skiptir sköpum í næsta leik? „Það er svo margt; vörnin, fráköstin, sóknin og stóru skotin þetta mun allt skipta máli,“ sagði Sverrir að lokum.Ingi Þór: Liðið sem fær heildina til að spila vinnur þetta Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari þrefaldra Íslandsmeistara Snæfellinga, var frekar daufur er blaðamaður Vísis náði tali af honum. Bakið fræga er komið uppvið vegg og hvað er þá til ráða? „Snúa bökum saman og frá veggnum og láta hlutina ganga. Þetta eru tvö jöfn lið og það telur allt í svona leikjum. Við erum nálægt þessu en það vantar örlítið uppá. Það er auðvelt að sjá hvar mistökin liggja í svona jöfnum leikjum. Skot hér og þar til eða frá þetta skiptir allt máli,“ sagði Ingi Þór. Snæfell lenti strax undir í leiknum og voru alltaf að elta í leiknum. Aðspurður hvort það hafi tekið of mikla orku frá liðinu sagði Ingi Þór: „Andlega var það erfitt, en við komumst yfir undir lokin, en þá setja þær niður skot á meðan við erum að klikka úr auðveldum skotum og vítum. Keflavík klárar tvær sóknir á lokasekúndu skotklukku og þá er þetta spurning um eitt skref í viðbót i varnarleiknum. Þar liggur munurinn,“ sagði Ingi Þór. Hvort að Snæfell hafi losað takið sem þær höfðu á Keflavík í lokaleik deildarkeppninar sagði Ingi að leikirnir fyrr í vetur koma þessum leikjum í úrslitakeppninni ekkert við. Keflavík sé einfaldlega gott í körfu. Hvað það er sem þarf í næsta leik til að sigra sagði Ingi Þór: „Við ætlum að koma aftur til Keflavíkur. Það lið sem fær heildina til að spila saman vinnur næsta leik,“ sagði Ingi Þór að lokum.Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira