Stunda nammiskipti við útlendinga Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 30. apríl 2017 21:00 Lilja Katrín fær nú nammi frá ýmsum löndum og er mjög hamingjusöm með það Vísir/skjáskot Það er í raun ótrúlegt hvað það er til mikið úrval af íslensku sælgæti enda erum við Íslendingar óttalegir nammigrísir. En það eru fleiri en Íslendingar sem eru hrifnir af sælgætinu. Þess vegna hefur Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri síðunnar Must see in Iceland, ákveðið að bjóða upp á nammiskipti við útlendinga eða Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar Lilja Katrín sá að bandarískur maður var að leita leiða til að fá sendan appollo lakkrís til að koma konunni sinni á óvart. „Þannig að ég hafði samband við hann og það þróaðist út í það að við ákváðum að skiptast á nammi. Ég vildi ekki fá greiðslu, vildi miklu frekar fá nammi í staðinn. Hann sendi mér nammi frá Boston sem var svo gott að það kláraðist strax og ég sendi honum kassa af appollo lakkrís handa konunni hans.“ Eftir þetta fór boltinn að rúlla og nú er Lilja komin með nokkrar beiðnir í viðbót. „Vonandi hefur allur heimurinn samband því það sem ég hef fengið hingað til hefur verið alveg geðveikt. Þetta er ekki að fara að hafa mjög góð áhrif á mína heilsu en mér er alveg sama, mér finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Lilja Katrín.En hvað er fólk að biðja um? Hvaða nammi ertu að senda til þeirra?„Það er ekki mikið um ákveðnar óskir. Það helsta sem fólk vill alls ekki fá, fyrir utan þessa einu beiðni um appollo lakkrísinn, er sætur lakkrís. Það vill bara láta koma sér á óvart. En af þessum fimm, sex beiðnum sem bíða hef ég fengið tvær beiðnir um að SS pylsusinnep fái að fljóta með. Því fólk er með einhverja sjúklega ást á SS pylsusinnepi.“ Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Það er í raun ótrúlegt hvað það er til mikið úrval af íslensku sælgæti enda erum við Íslendingar óttalegir nammigrísir. En það eru fleiri en Íslendingar sem eru hrifnir af sælgætinu. Þess vegna hefur Lilja Katrín Gunnarsdóttir, ritstjóri síðunnar Must see in Iceland, ákveðið að bjóða upp á nammiskipti við útlendinga eða Íslendinga sem eru búsettir erlendis. Hugmyndin kviknaði þegar Lilja Katrín sá að bandarískur maður var að leita leiða til að fá sendan appollo lakkrís til að koma konunni sinni á óvart. „Þannig að ég hafði samband við hann og það þróaðist út í það að við ákváðum að skiptast á nammi. Ég vildi ekki fá greiðslu, vildi miklu frekar fá nammi í staðinn. Hann sendi mér nammi frá Boston sem var svo gott að það kláraðist strax og ég sendi honum kassa af appollo lakkrís handa konunni hans.“ Eftir þetta fór boltinn að rúlla og nú er Lilja komin með nokkrar beiðnir í viðbót. „Vonandi hefur allur heimurinn samband því það sem ég hef fengið hingað til hefur verið alveg geðveikt. Þetta er ekki að fara að hafa mjög góð áhrif á mína heilsu en mér er alveg sama, mér finnst þetta mjög skemmtilegt," segir Lilja Katrín.En hvað er fólk að biðja um? Hvaða nammi ertu að senda til þeirra?„Það er ekki mikið um ákveðnar óskir. Það helsta sem fólk vill alls ekki fá, fyrir utan þessa einu beiðni um appollo lakkrísinn, er sætur lakkrís. Það vill bara láta koma sér á óvart. En af þessum fimm, sex beiðnum sem bíða hef ég fengið tvær beiðnir um að SS pylsusinnep fái að fljóta með. Því fólk er með einhverja sjúklega ást á SS pylsusinnepi.“
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira