Blaðamenn senda skilaboð til Trump: „Við erum ekki óvinurinn“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. apríl 2017 14:30 Carl Bernstein var heiðursgestur. Vísir/Getty Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta. Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Rjómi blaða- og fjölmiðlamanna var samankominn á árlegum hátíðarkvöldverði þeirra í Washington í gær. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna lét ekki sjá sig en blaðamenn sendu honum skýr skilaboð. Guardian greinir frá.Trump hefur verið duglegur að skjóta á og gagnrýna umfjöllun fjölmiðla um embættisfærslur hans sem forseta. Skipulagði hann meðal annars fund með stuðningsmönnum á sama tíma og kvöldverðurinn fór fram. Þar skaut hann föstum skotum að blaðamönnum.Áralöng hefð er fyrir því að sitjandi forseti Bandaríkjanna mæti í kvöldverðinn en Trump þáði ekki boðið, fyrstur forseta síðan Ronald Reagan árið 1981 sem var þá að jafna sig eftir banatilræði. Jeff Mason, blaðamaður á Reuters og forseti samtaka blaðamanna í Hvíta húsinu, sem skipulegur kvöldverðinn sendi Trump skýr skilaboð í hátíðarræðu sinni. Varði hann frelsi fjölmiðla og sagði að tilraunir til þess að grafa undan fjölmiðlum væru hættulegar lýðræðinu. „Við erum ekki falskar fréttir, við erum ekki haltrandi fjölmiðlafyrirtæki og við erum ekki óvinurinn,“ sagði Mason. Vegna fjarveru Trump var fundurinn með breyttu sniði miðað við síðustu ár. Venju samkvæmt var þó grínisti fenginn til þess að halda uppi stuðinu og féll það hlutverk í skaut Hashan Minhaj frá The Daily Show á sjónvarpsstöðinni Comedy Central. Gerði hann óspart grín að fjölmiðlum og Trump sjálfum. Vegna fjarveru Trump var enginn ræða Bandaríkjaforseta á dagskrá, líkt og tíðkast venjulega. Þess í stað var kvöldið helgað blaðamönnunum Bob Woodward og Carl Bernstein sem eru helst þekktir fyrir fréttaflutning sinn um Watergate-málið sem á endanum varð til þess að Richard Nixon sagði af sér embætti forseta.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Sjá meira
Trump segir fjölmiðla eiga skilið að fá „spikfeita falleinkunn“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lét fjölmiðla í Bandaríkjunum heyra það á sérstökum stuðningsmannafundi í gær sem skipulagður var til höfuðs árlegum kvöldverði blaðamanna sem einnig fór fram í gær. 30. apríl 2017 08:49