Erlent

Trump búinn að reka yfirmann FBI

Samúel Karl Ólason skrifar
James Comey.
James Comey. Vísir/AFP
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James BComey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBIJeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins.

Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.

Umdeildur og í vandræðum

Comey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið.

Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál.

Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni.

Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.

Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar

Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt.

„Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI.

Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.

Bréf Trump til Comey
Bréf Sessions til Trump

Tengdar fréttir

Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins

Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×